Vísir - 28.01.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 28.01.1916, Blaðsíða 2
VÍSIR VISIR Afgreíðsla blaðsins á Hðtel Island er opin frá kl, 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá U. 1—3. Sími 400.— P. O. Box 367. >5.., ■ ----------------------- Byggingarlóð óskast til kaups. Tilboð merkt: »77« sendist á afgreiðslu »Vísis«, Staður, stærð og kaupverð sé til- greint. Matvælabirgðir Þýskalands. Lundúnablaðið Tímes flytur 13. þ. m. útdrátt af umræðum í ríkisdeginum þýska um mat- vælabirgðir þýskalands. Hafði blaðið fengið fréttir þessar frá Hollandi. Nefnd sú er sett hafði verið til að athuga birgðarnar lagði fram skýrslu. í henni er meðal annars sagt, að nægar matvæla- birgðir væru til í landinu hversu lengi sem styrjöldin stæði yfir. Menn yrðu samt að gjalda hærra verð fyrir nauðsynjavörur en á Kvennhetjan frá Loos. Svo er hún köliuð þessi 17 ára gamla stúlka, Emilienne Moreau, sem frönsk og ensk blöð hafa rætt svo mikið um í árslok 1915. Hún hefir verið sæmd frönsku heiðursmerki, fyrir að hafa sýnl frá- bært hugarþrek og snarræði á þessu umliðna ári, sem borgin Loos hef- ir verið í óvinahöndum, og nú loks- ins einstakt hugrekki þegar Eng- lendingar tóku borgina aftur. Hún fdr á móti þeim, Ieiðbeindi þeim og skaut með eigin hendi 5 Þjóð- verja. Franska blaðið »Le petit Parisi- en« birtir nú frásögn hennarsjálfr- ar um alt það sem á dagana hefir drifið fyrir henni síðan í ágúst- mánuði 1914. Lýsing hennar á umsátri og eyði- leggingu Loos og hennar eigin framkomu, er svo látlaus og lifandi, að lesendum Vísis mun sjálfsagt þykja hún fróðleg og kemur hún hér í nokkuð styttri mynd: »Eg er fædd 4. d. júním. 1898 í dálitlu þorpi, Wingles, norðan til á Frakklandi (ekki langt frá LiIIe), búa þar bændur og námumenn, en tg er af námumanna ætt. Þegar eg var ársgömul fluttum við til kaup- staðarins Lens og þar bjuggum við Atvinna. Nokkrir duglegir sjómenn geta fengið atvinnu við þorsk- og síldveiðar á nýju mótorskipi sem verið er að smíða. WT Góð kjör f boðil TBW Upplýsingar gefur STEFÁN JÓHANNSSON, Ingólfsstræti 10, Rvík. friðartímum, sem væri því að kenna að Bretar væru að reyna til að svelta konur og börn þjóðverja þvert ofan í alþjóða- lög. Skortur og ýms vandkvæði ættu sér einnig stað í óvinalönd- um og jafnvel talsvert meiri en hjá þjóðverjum. Ástandið væri engu betra hjá mörgum hlut- lausum þjóðum. þýska þjóðin mun aldrei láta svelta sig. Fjár- hagurinn er enn í góðu lagi og þjóðin er einráðin í því að berj- ast þangað til sigurinn er unn- inn. Menn þyrftu ekki að kvíða því að ófriðnum yrði hætt, vegna matarskorts, einum degi fyr en alger sigur væri unninn. Schmidt (jafnaðarmaður) mælti: Vér erum einnig þeirrar skoð- unar að nægar matvæiabirgðir séu til. En reglunum um úthlut- un þeirra er ábótavant. Ef út- lendingar draga þá ályktun af um- kvörtunum um þau mál að hægt muni að svelta þjóðina til bana, þá þurfum við ekki annað en benda á þá 17 mánuði af ófriðn- um sem liðnir eru. Delbrúck innanríkisráðherra tók næstur til máls. Hann kvað orð síðasta ræðu- manns hafa staðfest það að allir flokkar væru sammála stjórn landsins. Á ófriðartímum væri óhjákvæmilegt að ríkið hlutaðist til um það að héruðum landsins yrði séð fyrir matmælum og verð ákveðið. Afurðir iandsins endast til næstu uppskeru ef sparlega er á haldið. Skortur á matvæium og örðugleikar á að úthluta þeim er ætíð samfara ófriðl. Óvinalöndin og hlutlaus- ar þjóðir eiga við sömu örðug- leika að stríða. þar er verðlag hærra en hjá oss, og þó hafa þau lönd aðgang að sjó. Um þetta leyti var gefinn út stjórnarúrskurður um það, að framvegis yrðu menn að láta sér nægja að fá 225 gröm (tæpt Va pund) af brauði á dag. Er það sami skamturog ákveðinnjvar í,fyrravor. þangað til í lok júnímánaðar 1914, að faðir minn, sem var umsjónar- maður námanna þar, fyrir tilmæli móður minnar, sagði af sér starf- inu og keypti litla verslun í námu- borginni Loos- en -Cohelle. Þar ætluðu foreldrar mínir að lifa í ró og næði, það sem eftir væri æfinnar. Heimilislíf okkar var hiðánægju- legasta, elsti bróðir minn, Henri, gáfaður og fjörugur, ætlaði sér að halda áfram að starfa við námurn- ar, en komast þó hærra í mann- féiagsstigann en faðir hans, og und- irbjó sig því undir að taka um- sjónarmannspróf. Eg sjálf hef altaf verið gefin fyrir bókina, hef aldrei mist einn einasta dag úr skólanum frá því eg var barn, og var nú að búa mig undir að taka kenslukonu- próf. Eg á tvö yngri systkini, bróð- ur og systur. Þegar við fluttum til Loos, voru íbúarnir 5000 og bærinn var í mikl- um framförum. Hús námumanna voru máluð Ijósum litum og litlir blómgarðar fyrir franian þau. Hús- ið sem faðir minn keypti var eitt með hæstu húsunum, niðri var búðin, þar sem seldur var alskonar varningur, borðstofa og eldhús, á fyrsta Iofti voru svefnherbergin og svo loksins efsta loftið, þaðan sem útsjónin var svo góð og þar sem eg hefi dvalið svo margar stundir, og sem eg hef svo mikið að segja um seinna. Okkur gekk veJ að koma okkur fyrir í nýja húsinu. Það var sum- arleyfi, svo eg gat hjálpað móður minni. Eg var uppáhald föður míns og hann var hrifinn af öllum umbótum mínum til að gera búðina aðlaðandi. Mér er óhætt að segja, að við vorum öll glöð og ánægð eins og þeir eru, sem ekki bera kvíöboga fyrir framtíðinni. Jók það ekki lítið á gleði okkar, að elsti bróöir minn, sem var að vinna af sér þegnskylduna, var einnig kominn heim í sumarleyfinu. Hann var ný- trúlofaður og unnusta hans var besta vinstúlka mín. Við tvær, bróðir minn og faðir gengum oft út að gamni okkar til að tína blóm. Okkur grunaði síst af öllu, að þetta væru síðustu sporin sem við ættum að ganga saman! Síðustu dagana í júlí komu frétt- irnar frá Serbíu og ógnanir Aust- urrtkismanna. Sextán ára stúlka hugsar lítið um utanríkispólitík og eg skal játa, að eg vissi varla hvað Serbía var. Eg var að bollaleggja hvernig eg ætti að skemta mér i ágústmánuði. En orðið s t r í ð kom aftur og aftur fyrir í samræðunum. »Jæja«, sögðu námumennirnir, »ef viö þurfum að fara, þá förum við«. En enginn trúði því, að þessar skelfingar mundu yfir okkur koma. Eg var samt alvarlegri þegar eg sá hvað mamma mín var óróleg að T I L M I N N I S: Baðhúsið opið v. d. 8-8, ld.kv. til II Borgarstskrifjt. í brunastðð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk.sunnd. 81/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1. Landsbankinn 10-3, Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssíminn opinn v. d. daglangt (8-9) Heiga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið U/,-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud, kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. Landsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. Morgun- kjólatau Tvisttau mikið úrval í verslun Kristínar Sigurðardóttur Laugavegi 20 A. hugsa til að bróöir minn ef til vill þyrfti að fara í stríð. Faðir minn lét minna á sér bera, en öll stóöum við á öndinni þeg- ar blöðin komu. Á þeim var samt ekki mikið að græða, því fréttirnar voru allar í mótsögn hver við aðra. Svo rann upp 1. ágúst. Um morgunin var alt með ró ogspekt. Námumennirnir fóru niður f nám- urnar að vanda. En kl. 4 heyrðum við lengi blás- ið í gufublístruna. Mér finst eg heyra hljóðið ennþá. Allir námumenn komu upp úr fylgsnum jarðarinnar, Iúður hljóm- aöi og kallaði akuryrkjumennina af ökrunum, en allir söfnuðust fyrir framan skrifstofu borgarstjóra, þar sem festur var upp lítill pappírs- miði. Alt í einu heyrðist Iúðra- þytur og löggæsluriddaralið þusti gegnum Loos. Konurnar reyndu að berasigvel, en urðu samt að þurka tárin sem runnu niöur kinnarnar, ungu nienn- irnir höfðu allir einbeittan svip. — Bróðir minn varð að yfirgefa okk- ur undir eins og skilnaðarorð föð- ur míns við hann voru: »Vertu ekki fífldjarfur, eu gerðu skyldu þína*. Framh.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.