Vísir - 30.01.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 30.01.1916, Blaðsíða 3
V|ÍSIR ÍSkefeWl Sanxtas tjujjetiga sUyou o$ ^ampa\)\n S\m\ \9ö CAIIIE PERFECTION eru bestu, léttustu, einföldustu og ódýrustu báta- og verksmiðju- mótorar sem hingað flytjast. Vanalegar stærðir frá 2—30 hk. Verksmiðjan smíðar einnig utanborðsmótora, 2—2J/2 hk. Mótorarnir eru knúðir með steinolíu settir á stað með bensíni, kveikt með öruggri rafmagnskveikju, sem þolir vatn. Verksmiðjan smíðar einnig ljósgasmótora. Aðalumboðsmaður á ísiandi: O. Ellingsen ^xí \» ap*\t Y' a* zx varB- manw$?ta$a á ^e^bjambur ^r^tauu tuouur, það er áskilið að sá, sem fær starfann, vinni kauplaust 1 mánuð á stöðinni til að læra meðferð á brunasíma og áhöldum. Umsóknin sendist borgarstjóra fyrir 10. febrúar þ. á. Borgarstjórinn í Reykjavík 25. janúar 1916. K. Zimsen. Komið t N Ý H Ö F N og kaupið ávexti Appelsínur, Epli, Vínber. CtUröuur nýkomið í versl. SvSm. Ötseu ®SSSS@SSSS3S3SS@SSSg®3SSS®SSSS@SSSg@SSS@ Þrifin og b a r n g ó ð stúika getur fengið vist frá 14. maí næstkomandi a fámennu > heimili. Hátt kaup. Afgr. v. á. i 11 v£|y Jögmenn H Oddur Gíslason yfirréttarmálaflutningsmaöur, Laufásvegi 22. Venjulega heima kl. 11-12 og 4-5. Sími 21 Bogi Brynjólfsson yfirrjettarmálaflutningsmaður. Skrifetofa Aöalstræti 6 (uppi.) Skrifstofutími frá kl. 12-1 og 4-6 e. h. Tftlsími 250. Pétur Magnússon yflrdómslögmaður,! Orundarstíg 4. Sími 538 Heima kl. 5—6. Seudfö au&t^suvga* Umaute^a. Avextir, blandaðir, í dósum, :: nýkomið í versl. n öuðm.OIsen Cigarettur mest úrval f Lanflstjörnnnni Vátryggingar. Vátryggið tafalaust gegn eldi vörur og húsmuni hjá The Brit- ish Dominion General Insu ance Co. Ltd. Aðalumboðsm. G. Gfslason Sæ- og stríðsvátrygging Det kgl. oktr. Söassurance Komp. Miðstræti 6. Tals. 254. A. V. TULINIUS. Aðalumboösmaður fyrir Island Det kgl. octr. Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vörur alskonar. Skrifstofutími 8—12 og 2—8. Austurstræti 1. N. B. Nielsen. Trygð og slægð Eftir Guy Boothby. 43 ---- Frh. Á sinn venjulega mjúklega hátt lét frú Bernstein í ljósi gleði sína )4ir þessu samkomulagi þeirra. Hún sagði að það væri ekki neitt í heim- inum sem væri jafn-míkils virði og kærleikurinn. — Eg vonaði stöðugt að svona myndi fara, hélt hún áfram. Það hefir verið mín heitasta ósk árum saman að sjá þig hamingjusamlega gifta, Katrín. Nú finn eg, að ég get álitið Hfsverk mitt unnið og að e8 get geng'ö í friöi til grafar, því eg veit að nú ert þú í góðs manns höndum. Ef einhver heföi getaö séð inn í hugskot hennar, þá er eg hrædd- ur um að honum hefði ekki fund- ist orðin svara til hugsananna. En þetta var nú einu sinni siður að tala þannig við slík tækifæri. Og þegar hún hafði sagt þau, þá fanst henni hún hafa gert alt sem unt var að búast við að hún gerði. Nú datt Browne alt í einu nýtt í hug. — Með yðar leyfi, frú Bernstein, sagði hann, við Katrín höfum orð- ið ásáts um, að vera saman allan daginn á morgun og skoða okkur um hér í kring. Mig Iangar til að sýna henni Fontainebleau. Eins og þér vitiö þá eru þar margarmynd- ir sem mig langar til að sjá, og eftir því sem þér sjálfar segið, þá ætti eg að kynna mér sem best franska málaralist. Þótt frúin vissi vel að það var ekki siður f Frakklandi að leyfa ógiftum stúlkum að fara í slíka för sem þessa, án þess að einhver þriðji maður væri í förinni, þá gerði hún samt ekkert til þess að hindra það. Þvert á móti hafði hún ástæðu til að leggja ekki á neinn hátt hindranir í veginn fyrir að Browne yrði sem hamingjusamastur, fyrstu dagana. Hún lét þess vegna í ljós mikla gleði sína yfir þessu áforuii og sagðist vona að þau skemtu sér vel. Þegar hún hafði sagt þetta, þá bar hún klút upp að augunum, eins og til að þurka burtu tár. Svo andvarpaði hún, Þetta hvort- tveggja átti víst að sýna, að hún rendi huganum til þeirra tfma þeg- ar líkt var ástatt fyrir henni og hinum sáluga Bernstein. vHð megum til með að halda daginn hátíðlegan með því að borða öll miðdegisverð saman, sagði Browne með guðmóði í röddinni. Hann skifti sér ekkert áf andvarpi frúarinnar en hélt áfram: Hvar á það að vera? Katrín var í þann veginn að hafa á móti þessu, en þá leit frúin á hana svo að hún hætti við það. — Eg er ekki í neinum vafa um, að það verður gaman, sagði frúin. Ef þér viljið sjá um alt, þá getum við hitt yður hvar sem þér viljið. — Eigum viö þá að segja Maison Dorée klukkan átta? Ef til vill kjósið þið heldur Café Anglais eða Au Lion D’Or? — Maison Dorée fyrir alla muni, sagði frúin. Við komum klukkan átta. Við skulutn ekki Iáta standa á okkur. Browne sá, að honum var ekki unt að að bíða lengur. Hann kvaddi því frúna og gekk síðan til Katrínar sem stóð við gluggann. — Vertu sæl, sagði hann og tók f hendina á henni. Hann leit framan í hana. Sá hann þá að úr augum hennar ljómaði ást til hans, jafnvel meiri en hann hafði haldið. Ertu nú hamingjusöm, Katrín, sagði hann. — Já, sagði hún, en eg get ekki að því gert aö mér finst eg vera að gera rangt. — Það er alls ekki, sagði Browne án þess að vita við hvað hún átti. Þú ert einmit að gera það vitur- legasta sem ungar stúlkur geta gert. Þú mátt aldrei segja þetta framar. Og vertu nú sæl. Við sjáumst aflur klukkán átta. Eg tel mínúturnar þangað til.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.