Vísir - 31.01.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 31.01.1916, Blaðsíða 3
[VfSÍR ^tatttfriSf $atúks t\tt$$eYig& stttou ojj bam$av\n S>ím\ \%§ EMIR REGNPRAKKAR i Braunsverslun Aðalstræti 9 Chairman og Vice Chair Cigarettur jWT eru bestar, "HKB REYNLÐ ÞÆR, Þœr fást í ölluni betri verslunum og í heildsölu hjá T. Bjarnason, Umboðsverslun Templarasundi 3 * Sími 513 Á Laugaveg 24 Nýkomið mikið úrval af stumpum, morgunkjólatauum, milliskyrtutauum, tvisttauum. Silki mjög falleg. Tilbúnir kjólar á börn og fullorðna. Barnakápur. Slifsi. Svuntur og margt fleira. PBT Hvergi beira að versla en á Laugavegi 24. ~$BQ Fruit Salad og j íirOcir DGr í dósum NýkomiB til Jóns Hjartarsonar & Co. Saumastofan á Laugavegi 24 Saumar Og sníður og leysir alla vinnu tijótt og vel af hendi. Komið í NÝHÖFN og kaupið ávexti Appelsínur, Epli, Vínber. fe Vátryggingar. ,í| Vátryggið tafalaust gegn eldi vörur og húsmuni hjá The Brit- ish Dominion General Insu ance Co. Ltd. Aðalumboðsm. G. Gíslason Sæ- og stríðsvátrygglng Det kgl. oktr. Söassurance Komp. Miðstræti 6. Tals. 294. A. V. TULINIUS. Aðalumboðsmaður fyrír ísland Det kgl. octr. Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vörur alskonar. Skrifstofutítni 8—12 og 2—8. Austurstræti 1. N. B. Nielsen. Oddur Gíslason yfirréttarmálafiutningsmaSur, Laufásvegi 22. Venjulega heima kl. 11-12 og 4-5. Simi 21 Bogi Brynjólfsson yfirrjettarmálaflutningsmaður. Skrifstofa Aðalstræti ð (uppi.) Skrifstofutimi frá kl. 12-1 og 4-6 e. h. Talsími 250. Pétur MagnússOn yflrdómsiögmaður.S Orundarstíg 4. Súni 583 Heima kl. 5—6. Trygð og slægð. Eftir Guy Boothby. 44 Frh. 10. kapituli. Það er enn í dag hulinn leynd- ardómur, á hvern hátt Browne komst heim til sín.. Hann dauð- langaði til að segja öllum sem hann mætti frá því, sem fyrir hann haföi komið. Hann þurfti endilega að v gera eitthvað til þess, að gera aðra eins hamingjusama og sjálfan sig. En hann fann ekkert tækifæri til þess á götunni aimað en það, að gefa vagnstjóranum sínum stóra fjárupphæð. Og alla aðra peninga, sem hann hafði á sér, tæmdi hann í lúkurnar á betlara sem hann sá á götunni. Veðrið var kalt og hrá- slagalegt, en aldrei á æfi sinni bafði honum fundist heimurinn eins fagur'og fullur af sólskini. Hánn sagði aftur og aftur við sjálfansig, að hann væri hamingjusamastur allra manna. Hann bygði hvern loftkastalann eftir annan. Á öllum þeim blakti ástarflaggið á hæsta turninum. Hverja breytingu hann skyldi gera á lífi Katrínar! Hingað til hafði hún verið fátæk. Nú kom auðurinn í góðar þarfir til þess, að geta hlaðið hana ðllum þeim djásnum og veitt henni öll þau þægindi, sem hún gat girnst. Hann var svo ánægður með sjalfan sig og heiminn yfir höfuð, að hann jafnvel gleymdi því hve mikinn ýmugust hann hafði áður haft á frú Bernstein. Var það ekki ein- mitt henni að þakka, að alt hafði snúist þannig betur en á hafði horfst. Hann ætlaði líka aö láta hana finna að hann var þakklátur. Hvað ferð. inni daginn eftir viðvék, þá ætlaði hann að senda sinn eigin þjón til þess að sjá um, að fá sérstaka járn- brautarlest svo að þau þyrftu ekki að hafa ónæði af öðrum ferða- mönnum. Samt breytti hann nú þeirri fyrirætlun. Svo grunnhygg- inn skyldi hann þó ekki vera. Þótt hann væri spjátrungur, þá ætlaði hann ekki að láta hana finna að hann væri það. Nei, langbest var að láta sem minst á sér bera og fara um landið eins og annað fólk. Þau myndu skemta sér öllu meira ef þau létu sem minst á sér bera. Þá datt honum alt í einu annað f hug. Og það framkvæmdi hann þegar í stað. Hann setti upp hatt- inn og lagði af stað í áttina að gimsteinabúð, sem hann þekti. Þegar þangað kom, spurði hann hvort ekki væri til sléttur gull- hringur. Fyrst datt honum í hug, að kaupa gimsteinahring, helst þann dýrasta sem unt var að fá, en hann féll frá því. Hann fann að henni myndi geðjast betur að því, að hann keypti ekki neitt íburðarmikið. Hann fann að hún myndi skilja hann og þykja vænna um hann, en ella. Qimsteina-kaupmaðurinn þekti Browne og bjóst því við að hann myndi kaupa fyrir stórfé, því að hann vissi að hann var vellauð- ugur, hann varð því hálf-hissa yfir beiðni hans, en hann reyndi að láta ekki á því bera. Þegar Browne hafði tekið á móti dýrgripnum, fór hann aftur heiin til sín á veitinga- húsið og bjó sig um fyrir kvðld- ið. Það þarf ekki að ségja frá því, að hann varð langfyrstur til að koma á fundinn, en ekki lðngu síð- ar komu þær, frú Bernstein og Katrín. Þótt miðdegisverðurinn, sem hann hafði gefið þeim í London væri fullkominn, þá var þessi samt enn fullkomnari, Browne og frú Bernstein voru f besta skapi og jafnvel Katrín var miklu glaðari en þegar þau sáust síðast. íÁður en þau skildu höfðu þau komiö sér saman um, hvernig þau ætluðu að verja morgundeginum. Browne átti að koma heim til Katrínar svo snemma, að þau gætu náð í fyrstu lestina daginn eftir. Svo átti hann að skila henni heilli á húfi fyrir klukkan niu um kvöldiö. Aður en hann fór að sofa um kvöldið leit hann út um gluggann og gaetti til veðurs.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.