Vísir - 31.01.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 31.01.1916, Blaðsíða 4
VÍSIR l.MMtiii-MrinlÉííiÉwi* EimsMpafélagið og strandíerðirnar. Á síðasta þingi var svo ráð fyrir gert, að Eimskipafélagið tæki aö sér strandferðirnar hér við land frá því í aprilmánuði þ. á., svo framarlega sem unt væri að fá skip Ieigð til þeirra með kjörum sem við mætti una. Félagið hefir nú reynt fyrir sér um skipaleigu, veiið að því síðan í haust, snúið sér til 133 skipaeig- enda, flestra á Norðurlöndum, en ókleyft var aö fá nokkur skip nema meö því afarverði, sem landsstjórnin taldi óaðgengiJegt með öllu. Er félagið hafði tjáð landsstjórninn ár- angurinn af þessum tilraunum sín- um, fór hún fram á að Eimskipa- félagið léti sklp sín »Gullfoss« og »Goðafoss< haga ferðum sínum svo, að bætt yrði upp strandferðaleysið. Um þetta hafa nú tekist samningar með landsstjórninni og félaginu. Fær félagið greiddan aukakostnað og bættan hallan við breytinguna með 73325 króna styrk úr landssjóði. Hefir það gefið út n ý j a á æ 11 u n, sem gildir frá 26. janúar. Aðal- breytingin frá hinni fyrri er sú að viðkomustööum hér á landi er fjölg- að mikiö og skipin látin sigla þannig að viökomustaöirnir á Norður- og Austurlandi fá samband við Reykja- vík í flestum þeim mánuðum ársins, sem skip sameinaða félagsins sigla ekki milli þessara staða. Fyrsta ferð »Goðafoss« til Reykjavíkur norðan um er í mars (til Rvk 12. apríl). Fyrsta ferð »Gullfoss« til Austur- landsins er frá Rvk 2. apríl ogsvo þar eftir samkvæmt nýju ferðaáætl- uninni. Bænabréfin ensku. Mér þótti vænt um grein hr. Nísbet um þau í blaði þessu ný- verið. Raunar kom mér aldrei í hug að hann hefði komið þeim af stað hér í bæ, enda hafa þau verið fyr á ferðinni hér en í vetur. Mér hefi jafnan fundist að þau bæru vott um kaþólska hjátrú hver sem hefir komið þeim af stað. Slík bréf eru al- geng erlendis og oft varað við þeim í blöðunum, — en hvað stoða aðvaranir gegn hjátrúnni? — En ráða vil eg öllum þeim, sem taka til greina orð mín um trúmál: Stundið bænrækni, — en varpið svona bréfum í ofninn. S. A. Gislason. Lífsáby rgðarfél agið ,.Danmark" er áreiðanlegasta og ódýrasta lífsábyrgðarfélagið á Horðurlöndum Lág iðgjöldl — Hár Bónus! = Nýtísku barnatryggingarl - Ef trygði hættir í félaginu einhverra hluta vegna, fær hann mest öll iðgjöld endurgreidd. 3f&t*&& feeju letv$\ ^ajt \)a*nat\>\tv$ ívéic. De Wet. Eins og kunnugt er var De Wet Búaforingi látinn laus gegn því að hann gæfi sig ekki að stjórnmálum. Þetta skilyrði þykir stjórninni hann hafa haldið mið- lungi vel. Hafa honum verið haldin fagnaðarsamsœti af fylgis- mönnum hans og þykja ræður De Wets við þau tækifœri frem- ur hafa aukið óánægju Búanna en lægt hana. í febrúar á að halda De Wet veislu í Vrede og þeim sem látn- ir voru lausir með honum. Hafa fylgismenn hans mikinn viðbún- að undir þá veislu. Út af því hefir Botha-stjórnin skrifað De Wet bréf. Ekki bannar hún hon- um að fara í veisluna, en bend- ir honum á skuldbindingar þær sem hann hafi undirgengist þeg- ar hann var látinn laus oghvað við líggi ef hann brjóti þær. Kvennalistinn. D-listinn hefir þó vakið dálitla eftirfekt á sér — þótt sumt sem sagt hefir verið í sambandi við hann þurfi leiðréttingar við. Eg á hér við fullyrðing þá er birst hefir í 25. tbl. Vísis og 7. tbl. ísafoldar um það, að konum hafi verið boðin samvinna af hálfu karlmanna við þessar bæjarstjórn- arkosningar, er nú eiga fram að fara. Að svo hafi verið verð eg algerlega að mótmæla. Háttvirtir greinarhöfundar kalla það tæpast í alvöru samvinnu- tilboð þótt Sjálfstæðisfélagið og félagið »Fram« hafi boðið 2—3 konum sæti á listum þeim, er fé.'ögin ætluðu að setja upp fyrir bæjarstjórnarkosningar þessar. — Karlmenn kunna yfirleitt vel að gera greinarmun á því tvennu, að bjóða kvenfélögum bœjarins eða einstaka konu sem einstak- ling að taka þátt í kosningum og kosninga undirbúningi. Öðru máli er að gegna um skilning frú Brfetar á slíku til- tilboði, samborið grein hennar sem birtist í Morgunblaðinu í gær og meðal annars fjallar um samvinnutilboð það, sem konur hafi fertgið — en hafnað — kos- ið heldur að borast sér með sérstakan lista. Frúin er formaður Kvennrétt- indafélagsins og er svo sagt, að hennar hagsmunir og skoðanir eigi all-oftast samleið með »fé- lagsviljanum* — í öllu falli síð- an »þversumkonunum« hefir fækkað í félaginu. Og senni- lega er það þess vegna að frúin ályktar að tilboð það sem ein- hver einstök kona fær, sé sama og að gera heilu félagi tilboð. Engu skal um það spáð, hvers- vegna frúin álítur áhrif og af- skifti kvenna við þessar bæjar- stjórnarkosningar óþarfari nú en áður. Er það af því að hún sjálf á sæti í bæjarstjórninni eins og er, eða af hinu að henni lfka ekki konurnar sem í kjöri eru? Eða óttast hún að reka sig á »þversum-konur« sem hún svo nefnir, einhvern tíma ef skyndi- lega þarf að venda? Spyr sá sem ekki veit. *)3eYs\W&6tuitt, Inntökupróf í skólann á þessu ári geta nemendur tekið hvort heldur þeir vilja um miðjan apríl í vor, eða á venjulegum tíma í haust. — Þeir sem œtla að taka prófið í vor, segi til sín í tíma, helst fyrir marslok. Jón ólafsson, (form. skólanefndar). mmmmmmmm ig Bankabyggsmjöl ^ heimamalað (^ fæst ávalt í Sími 521. ggj KAUPSKAPUR Morgunkjólar smekklegastir, vænstir og ódýrastir, sömuleiðis 1 a n g s j ö I og þ r í h y r n u r eru ávalt til sölu í Garðastræti 4 uppi (Gengið upp frá Mjóstræti4). Morgunkjólar frá 5,50—7,00 fást hvergi ódýrari né betri en í Doktorshúsinu við Vesturgötu. Verslunin Bókabúðín á Lauga- vegi 22 selur brúkaðar bækur með miklurn afslætti. Ágætur olíuofn er til sölu á Lauga- vegi 5 (uppi). H ÚSfSIÆÐI Barnlaus hjón óska eftir 1—2 herbergjum ásamt aðgangi að eldhúsú Ekki seinna en 26 febrú- ar. Fyrirfram borgun ef óskað er. Afgr. v. á. — VINNA — Ung stúlka getur fengið vist á Laugarnesspítala. Semja ber við fröken Kjær yfirhjúkrunarkonu. Vinnumaun vantar að Laugalandi næstkomandi vor. Fermdur unglingur óskast til léttra morgunverka á fáment heimili. Uppl. á afgr. Prentsmiðja Þ. Þ. Clementz.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.