Vísir - 02.02.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 02.02.1916, Blaðsíða 2
V í SIR ugt í upphafi ófriðarins. Breskur her nálgast hlið Bagdadborgar, (Ræðan var haldin fyrir 2 mánuð- um síðan). Undir forustu hermála- ráðherrans (Enver) hefir her vor látið 3 herfylki í Kaukasus. Vér erum hvergi í rússnesku landi. En sjálfir höfum vér mist Austur- Anatolia. Ef það er satt að Galli- poli hafi reynst Englendingum ban- væn gildra, þá hefir hermönnum vorum verið búinn þar kirkjugarð- ur. Meira en helmingur þjóðar- fjárhirslur ríkisins eru tæmdar. Og nú reisum við sigurboga til að bjóða keisarann velkominn og her- skara hans. Já, Iátum þá koma. En segið mér, höfum vé«- nokkra vissu fyrir því að þeir fari aftur, þegar þeir eru einusinni komnir ? Eg er hræddur um aö Þióðverjar hafi nú lagt veg inn í tyrkneska nýlendu, lagt hann yfir leifarnar af ottomanska ríkinu. Amed Riza talar af tyrkneskri fööurlandsást. Hann sér það glögt, hvað Þjóðverjar ætlast fyrir í Aust- urlöndum og örvæntir um framtíð fööurlandsins. Stjórnin svaraði fyrirspurn þess- ari engu, Sagt er að 90% þjóðinni hafi verið andvíg ófriðnum. En síðan hann var hafinn er sagt að óánægj- an hafi magnast nm allan helming. Það er hræðslan ein, sem heldur fólkinu í skefjum. Og Enver pasja sér um það að það hafi hitann f haldinu. í byrjun ófriðarins lét hann hengja nokkra Tyrki réttfyrir framan aðaipósthúsið um hábjartan daginn. Menn eru handteknir hve lítill grunur sem á þá fellur. 10000 Arabar hófu uppreist, en þeir voru vægöarlaust skotnir niður. 250 þús. manna hafa fallið á víg- vellinum og um 300 þús. liggja í sárum. Fjárhirslan er tóm og það sem herinn þarfnast, er tekið með valdi af bændum og kaupmönnum. — Herinn er vel klæddur og fær nógan mat. Þjóðverjar halda þar uppi stjórn og ganga eftir því að hann hafi nóg. En meðan herinn er ánægður hefir stjórnin ekkert að óttast. Og þegar ekki er meira að fá í Tyrklandi verður að leita til Þjóðverja um hjálp. Soldáninn skrifar bara undir skuldabréf, einum Iappanum meira eð minna — það gerir ekkert til. Bruninn í Bergen. í nýkomnum enskum blöðum er getið um brunann f Bergen. Er sagt að hann hafi staðið í 10 klukkustundir áður en við hann yrði ráðið. Allur miöhluti borgar- innar brann til ösku. Kauphöllinni nýju, leikhúsinu, gamla ráðhúsinu og Þýsku bryggju með Hansastaöa- húsunum var bjargað. Frá Manitoba. Á fylkisþinginu í Manitoba hefir nýlega verið samþykt við 2. umræðu frumvarp til Iaga um kosningarrétt kvenna og ennfremur frumvarp til laga um að banna að selja áfenga drykki í smásölu (retaid trade). Bæði frumvörpin voru samþykt í einu hljóði. VISIR Afgreiðsla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi. Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá U. 1—3. Sími 400.— P. O. Box 367. Frá TyrJdandi. —o— Enginn efi er á því, að mikill fengur var Þjóðverjum að því, að fá Tyrki í lið við sig. En hætt er við því, að of mikið sé gert úr því, hve mikill hagur þeim sé aö sambandinu, einkum að því er mat- vöru-afla snertir, eftir að járnbraut- arsamband komst á millij landanna. Nokkru áður en það varð var mikil óánægja í tyrkneska þinginu út af ófriðnum. 2 pasjar og 2 beyar báru fram skriflega fyrirspurn til stjórnarinnar, en morguninn eftir, og áður en fyrirspurnin kom til umræðu, láannarpasjan dauðurírúmi sínu. En þó var fyrirspurnin bor- in fram, og hafði Ahmed Rizabey orð fyrir fyrirspyrjendum og var all-hvassyrtur í garð stjórnarinnar og stakk að henni mörgum þykk- um sneiðum. í fyrsta lagi sagði hann að stjórn- in hefði steypt landinu í ófriðinn að nauðsynjalausu, aðeins til að geðjast Þjóðverjum. Nú hefir ó- friðurinn staðið í heilt ár. En ekki hefir hersveitum vorum enn tekist að vinna Kaukasus. Þeim hefir ekki enn tekist að komast yfir eyði- merkurnar til Afríku. Þeim hefir ekki enn tekist að hertaka Egypta- land og norðurströnd Afríku. En þessu var öllu lofað statt og stöð- . Kvennhetjan frá Loos. ---- Frh. Það sem alla hér furðar mest á, er hvað voðalega mikið Þjóðverjar geta ofan í sig látið. Þeir komu inn í eitt veitingahús í Loos og heimtuðu kampavín. Húsfreyja kvaðst ekki hafa það til. »Hvaða vitleysa*, sagöi liðsforing- inn á ágætri frönsku, »eg hefi drukk- iö kampavin hjá yður«, og um leið tók hann af sér hjálminn og mátti þar þekkja vélameistara, sem hafði haft afvinnu viö námurnar rétt áður en stríðið hófst. »En«, bætti hann við og tók upp skammbyssu, »í dag borga eg með þessari«. Alstaðar var drukkið, nema hvað nokkrir af dátunum kusu heldurað halda áfram þjófnaðinum. Kom þá í Ijós græðgi þeirra, því þeir rifust og börðust innbyrðis um þýfið. Alt í einu kom skipun um að þeir ættu að fylkja liði. Það kom kyrð á sjálfan bæinn, en í fjarlægð heyrðum við stór- skotahríðina magnast. Datt mér þá í fyrsta sinni f hug, að fara upp á efsta loftið, þar sem eg síðan dvaldi svo margar stundir og sá svo marga hræðilega bardaga, Eg horfði á orustuna út um lúku- gatiö, eg hafði ákafan hjartslátt, en mér var ómögulegt að líta augun- um af þessari voðamynd. Klukkan var hérumbil hálf sex þegar bardaginn hófst. Sólin var að síga og himininn var blóðrauður. Hestlið óvinanna réðist á hestlið vort og var barist af mikilli ákefö. Stundum var púðurreykurinn |svo mikill að ekkert sást, enþegarhon- um létti lágu heilar raðir af fölln- um hermönnum, hestar þutu mann- lausir yfir líkin og spjótin sáust enn á lofti. Þeir unnu á víxl og loks- ins sá eg einungis glampann af skot- unum. Eg veit ekki hvað lengi eg stóð þarna, en myrkrið var alveg fallið á. Um morguninn þann 6. okt.horfð- um við sorgmædd út um glugganu. >Þetta tekur út yfir alt«, hrópaði faðir minn. »Þeir óttast ekkert framar og eru eins og þeir væru heima hjá sér«. Eg leit út og sá þrjá Þjóðverja vopnlausa slangra niður strrtið. Mér varð litiö í hina áttina og kallaði upp yfir mig: »Guð minn góöur, getur það verið rétt?« Þjóðverjunum varö eins byltvið, því hjá kirkjunni kom franskur her- maður ríðandi. Faðir minn opnaði gluggann og hrópaði: »Vive la Francel* Þeir voru tveir frönsku hermennirnir, sem staðnæmdust fyrir utan hús vort. Annar hrópaði upp til okkar: »Það er of snemt að vera með fagn- aðaróp. Hvar eru þ e i r?« Eg benti í áttina, þeir riðu af stað og nú komu aðrir fram hjá, T I L M I N N 1 S: Baðhúsið opið v. d. 8-8, Id.kv. til 11 Borgarst.skrifjt. í brunastðð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. HVerfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk. Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk. sunnd. 81/, siðd Landakotsspit. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til yið- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssíminn opinn v. d, daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið Þ/,-2l/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyma-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á ir.ið- vikud. kl. 2—3. Landsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. í&est a? au^^sa \ 'D \ s i Times í Ruhleben. Enskir menn í varðhaldi á Þýska- landi fá ekki að lesa ensk blöð. Maður nokkur sem er nýlega kom- inn heim frá Ruhleben, en þar eru fjöldamargir Englendingar í haldi, segir þó að þeir hafi haft einhver ráð að ná í Lundúnablaðið ,Times‘. En dýrt var það, kostaði 10 mörk blaðið. Umsjónarmennirnir þýsku gerðu alt sem þeir gátu til að kom- ast eftir því hvernig blaðinu væri laumað þangað, en tókst það aldrei. fyrst nokkrir úr riddarliðinu og svo sveit af hjólreiöamönnum. Á torginu stigu þeir af reiðhjól- unum til að hvíla sig og fá sér að drekka. Þeir voru að deyja af þorsta. Eg flýtti mér til þeirra og færði þeím dálítíð af súxkulaði og keksi, sem Þjóðverjar höfðu skilið eftir í búðinni. Blísturshljóð heyröist. Þeir stukku á bak og flýttu sér burt, en bráðum heyrðöm við óttalega skothríö. Máttum við trúa því að hermenn- irnir okkar væru komnir til að frelsa okkur úr ánauð Þjóðverja? í tvo daga höfðum við orðið að þola hrottaskap Þjóðverja, við urðum því hrifin af að sjá okkar menn. Ó, hvað okkur þótti þeir fallegir og hvað okkur þótti vænt um þá. Um stundarsakir, að íninsta kosti, voru Þjóðverjar reknir burtúrsjálf- um bænum Loos, en þeir voru allt í kringum okkur. Eg sá að þeir voru að búa um sig í gjallhrúgun- um hjá námunum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.