Vísir - 04.02.1916, Blaðsíða 1

Vísir - 04.02.1916, Blaðsíða 1
Utgefandi HLUTAFÉLAG Ritstj. JAKOB MÖLLER SÍMI 400. VISIR Skrifstofa og afgreíðsla í H ótel lsland SÍMI 400. & árg. jjgssi Föstudagínn 4. febrúar 1916. mssm 34. tbl. I O. O. F. 97249-1. • Gamla Bíó • Dr. Morris. Stór, áhrifamikill sjónleik- ur í 4 þáttum. Vel saminn og snildar- lega vel leikinn af góðkunn- um dönskum leikurum. Aðgm. kosta 10, 30 og 50 au. 3sl. soti$\)&sa]JYi. - I. BINDI - MT 150 uppáhaldssönglög þjóðarinnar með raddsetningu við allra hœfi. Stærsta ogódýrasta islenska nótnsbók- in sem út heflr komiö til þessa. Prentuð i vönduöustu nótnastungu Norðurálfu á sterkan og vandaðan pappir. Ómissandi fyrir alla söngvini landsins! Fœst hjá öllum bóksölum. Verð 4 kr. Innb. 5 kr. BókaYersl. Sigf. Eymundssonar. iBÆJAEPEÉimí ð Afmæli á morgun: Jón Árnason Tungufelli. Jóhanna M. Málmberg húsfrú. Þóra Halldórsdóttir húsfrú. Jakob fiá:;'danarson, fyrv. kaup- félagsstjóri á Húsavík, 80 ára. Ceres var á Sauðárkróki í gær. Islánd var á Dýrafirði f gær. í gœr var Vísi fært veggalmanak, sem Arni Eiríkssou kaupm. hefir látiö gefa út. Er það með einkar laglegri mynd af (slenska fánanum. Erl. mynt. Kaupm.höfn 31. jan. Sterlingspund kr. 17,47 100 frankar — 63,00 100 mörk — 67,10 Símskeyti frá fréttaritara Vísis Khöfh 30. jan. 1916., Þjóðverjar tóku 927 fanga við Neuville. Lloyd George segir að nú sé England fyrst að byrja ófriðinn, nú hafi Bretar meiri skotfæri en óvin- irnir. Kaupmannahöfn 3. febrúar 1915. Loftskip Þjóðverja hafa varpað sprengikúium á Parfs. Frakkar hafa tekið aftur svæði sem þeir höfðu tapað og náð aftur nokkrum föngum. Grímudansleikur verður haldinn í Good-Templarahdsinu í Hafnarfirði, laugardag 5. febrúar 1916, og byrjar kl. 6 síðdegis. Inngangur fyrir grímuklædda 35 aura og fyrir ógrímuklædda 50 aura. Veitingar fást á staðnum. ""MB Munið eftir grímudansleiknum í Templó á sunnudaginn- — Pantið áður en það er of seint Skemtifélagsmeðlimir segi til um þátttöku á. áður augl. stöðum. R e y k j a v í k Bankar Sterl.pd. 17,90 100 fr. 64,00 100 mr. 71,00 1 florin 1,68 Doll. 3,90 Svensk kr. Pósthús 17,90 64,00 69,00 1,66 3,90 102 a. Þorfinnur Jónsson á Tryggvaskála lagði af stað héð- an úr bænum austur yfir fjall á laugardagskvöldið í vikunni sem leið í hríðarveðri. Hrepti hann versta veður, viltist og lenti í miklum hrakn- ingum og náði að Miðdal á sunnu- dagskvöldið. Fasteignasala. Sigurjón Sigurðsson hefir selt hús sín við Hafnarstræti, Thomsenshúsin, fyrir 80 þúsundir króna. Kaup- andinn er Aage Berléme eða Hoepf- nersverslanir. Bæjarstjórnarfundur var liald- inn í gær og gerðist þar fáttmark- vert. Byggingarbréf fyrir Eiði til handa Baldvini Sigurössyni var samþykt. Eftirgjaldiö 300 kr., en sandtaka í landi jarðarinnar undan- skilin. Lýsti borgarstjóri því yfir, að sandurinn mundi ^verða seldur því verði, sem það kostaöi að taka hann upp; bærinn ræki ekki þá vinnu sem gróðrafyrirtæki, heldur til þess að veita atvinnu og gera mönnum hægra fyrir að fá bygg- ingarefni. Loks var samþykt regiugjörð um mat á lóðum og löndum í Reykja- vík, samkvæmt lögum nr, 59, 3. nóv. 1915. Símasamband náðist við Seyðisfjðrð í gær um kl. 3. (jrikJiir og bandamenn. - Eins og getið var um í skeyt- um til Vísis, hafa bandamenn flutt her Serba til eyjarinnar Corfu. Höfðu franskir hermenn verið settir þar á land áður. — Drógu þeir þar upp franska fán- ann og lögðu hald á höll, sem eíg) ^ýja Bíó s^) Carmen eða ástin hatrininu yfir- sterkari. Sjónleikur i þrem þáttum, leikinn af mikilli snild af Alexandre og frk. Robinne. (Fegursta leikkona heimsins). Aðgöngumiðar kosta: 60, 50, 40, 30 aur. Leikfélag Reykjavíkur. Hadda Padda. Sjónleikur í 4 þáttum eftir GuQmund Kamban. Verður ieikin á laugardag 5. og sunnudag 6. þ. m. í síðasta sinnl Pantaðra aðgöngumiða sé vitjað fyrir kl. 3 þann dag sem leikið er, annars verða þeir þegar seldlr öðrum. þýskalandskeisari á í eynni. Út af þessu hefir komið illur kur í Grikki og hafa þeir sent mót- mæli til bandamanna út af land- göngunni. Segja þeir að Corfu hafi verið lýst hlutlaus með þjóða- samningi. Fulltrúar bandamanna íAþenu- borg hafa hinsvegar skýrt grisku stjórninni frá því, að bandamenn hafi fyrir mannúðar sakir talið það skyldu sína að flytja her Serba til einhvers staðar skamt frá ströndum Albaníu, til þess að forða honum frá hungri og tor- tímingu. Við nákvæma rannsókn hafi það komið í ljós að Corfu hafi verið eini staðurinn, sem til þess var fallinn. Töldu þeir sjálf- sagt að gríska srjórnin mundi ekki amast við því, að banda- menn Grikkja, Serbar, væru flutt- ir þangað, en þeir mundu dvelja þar að eins skamma stund. Ennfremur tóku þeir skýrt fram, að bandamenn hefðu ekki í hyggju að hertaka eyna frekar en önnur lönd Grikkja sem þeir notuðu um stundarsakir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.