Vísir - 04.02.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 04.02.1916, Blaðsíða 2
VÍSIR VISIR Afgreíðsla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá U. 1—3. Sími 400.— P. O. Box 367. Svartfellingar, Símskeyti bárust hingað um það á dögunum að Svartfellingar væru að semja frið við miðveldin og leggja niður vopn. En þó varð ekkert af samningum og þeirhéldu áfram að berjast, en nú er sagt að Austurríkismenn séu að afvopna þá. — í útlendum blöðum er mikið talað um uppgjöf Svartfellinga. Er það sagt fullum fetum í enskum, frönskum og ítölskum blöðum, að Nikulás konungur hafi svikið banda- menn. Hin hraustlega vörn Svart- fellinga hafi ekki verið neitt annað en málamynda-vörn, Ieynisamningur hafi þegar fyrir löngu verið gerður við Austurríkismenn. Nikulás kon- ungur hugsi nú ekki um neitt annað en að hafa sem mest gott af Austur- ríkismönnum eins og hann hafi áður reynt að hafa sem mest út úr banda- mönnum. Friöarskilmálarnir sem Svartfell- ingum stóðu til boða benda þó til þess, að þetta sé ekki rétt. Auk þess að þeir áttu að Ieggja niður vopn, hverju nafni sem nefnast, var gert ráð fyrir því að allir karlmenn yrðu fluttir í eiit hérað og hafðir þar í gæslu og jafnvel gert ráð fyrir að eins yrði farið með kvennfólkið, vegna þess að það hefir líka tekið Kvennhetjan frá Loos. --- Frh. Seinna sama dag þegar við vorum enn að njósna þarna, kom kúla gegnum gluggann og vantaði lítið á að hefði hitt okkur. Liðsforing- inn sneri sér að mér og sagði: »Góða litla ungfrú, mér væri kær- ara að vita af yður annarsstaðar en hér«. Eg hristi bara höfuðið, en hættan var auðvitað mikil, því ó- vinirnir höfðu séð okkur á njósnum f lúkugatinu. Sprengikúlum tók að rigna yfir bæinn með vissu millibili. Þetta hélt áfram alt kvöldið og næsa dag og féllu mörg hús til grunna, Þjóð- verjar voru fjölmennari en vorir menn og okkur kom enginn liðsauki, KI. 10 um morguninn 10. októ- ber sá eg særðan hermann, sem drógst með veikum mætti eftir stræt- inu. Eg fór og bauð honum inn hafa algert vínsölubann. OgVest- ur Virginia fær vínsölubannslög í júní 1916. Lb. T I L M I N N I S: II. kennarafundur Norðurlanda. Á 10. kennarafundi Norður- landa, sem haldinn var í Stock- hólmi árið 1910, var samþykt að halda 11. fundinn í Kristianíu sumarið 1915. En vegna ástands- ins í Norðurálfunni, eftir að ó- friðurinn hófst sumarið 1914, kom forgöngumönnum þessara funda- halda í Danmörku, Noregi og Svíþjóð saman um að fresta und- irbúningi undir þennan fund. En nú hafa norskir kennarar boðað til fundar í Kristianíu fyrri hluta ágústmánaðar 1916, og bjóða öllum kennurum og kenslukon- um á öllum Norðurlöndum að sækja fundinn, og þeim öðrum sem hafa á höndum störf, erná- komin eru skólamálum. — Á fundinum verða eingöngu rædd mál er snerta kenslu og uppeldi. þeir kennarar íslenskir, sem ætla að halda fyrirlestur á fund- inum éða heíja umræðurum ein- hver mál, eiga að tiikynna dönsku fundarstjórninni það fyrir 1. mars n. k. og skýra frá efninu í fáum orðum. Samhliða fundinum verður höfð sýning á kensluáhöldum o. fl. Norska fundarstjórnin reynir að koma því til léiðar, að þeir sem fundinn sækja komist sem léttast frá ferðakostnaðinum. Baðhúsiö opið v, d. 8-8, ld.kv. ti) 11 Borgarst-skrifst. í brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk, sunnd. 81/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssiminn opinn v. d, daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnið opið U/,-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifílsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd, fmd. 12-2 Ókeyþis lækning háskólans Kirkjustræti 12: ' Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12-1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2-3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- / vikud. kl. 2—3. Landsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. Draumur. Vísir hefir verið beðinn að skýra frá draumi þeim, sem hér fer á eftir orðrétt eins og frá honum var sagt: „Mig dreymdi að eg horfði til norðurs og sá örn fljúga frá út- norðri til suðausturs. Hann flaug hratt en ekki háttj og þótti mér hann halda lifandi fugli í klón- um. þá sá eg sæg af kríum koma utan að honum úr loftinu og ætla að lemja hann, og reis þá fuglinn upp í klóm hans en losnaði ekki og hélt örninn á- fram ferðinni og hvorki seinkaði honum, né heldur breytti hann um stefnu". Enga ráðningu kann Vísir á draumnum. þátt í ófriðnum. — En hvernig sem þessn víkur við, þá er það ekki 'nema eðlilegt að Svartfellingar reyndu að semja frið, ef hann er fáanlegur með sæmilegum kjörum. Her þeirra er nú sagður að eins rúm 30 þús. og liggur í augum uppi að hann getur ekki haldið uppi neinni vörn, úr því að bandamenn hafa ekki neina viðburði til að senda hjálp. En því miður er ekki hægt að kalla friðarboö þessi því nafni, það er ekkert annað en uppgjöf, einsog þegar her er umkringdur og getur enga björg sér veitt og neyðist til að leggja niður vopn. — Enda vildu þeir ekki ganga að þeim, kon- ungur þeirra ekki heldur. Hefir jafnvel frést að hann sé farinn úr landi til Frakklands, en það mundi hann varla hafa gert ef hann hefði áður átt í Ieynimakki við óvini sína. Vínsölubann í Bandaríkjunum. Ellefu ríki Bandaríkjanna hafa haft aigert vínsölubann. þau eru þessi: Maine, Kansas, Tennesse, j Mississippi, Arizona, Norður Karolina, Vestur Virginia, Georgía | N.-Dak, Oklahoma og Albama. ’ Á gamalárskveld kl. 12 komu í gildi lög sem banna tilbúning, flutning og sölu áfengra drykkja í sjö ríkjum í viðbót. þau eru þessi: Arkansas, Washington, Idaho, Suður Karolina, Iowa, Colorado og Oregon. Hætta þar 3000 drykkjukrár auk fjöldavín- gerðastofnana og heildsölustaða. ’’ Eru nú 18 ríki þar syðra sem og hjúkraði honum eins vel og eg gat, þangað til hann var sóttur á sjúkravagni. Sagði hann mér að liðs- foringinn, sem tveim dögum áður hafði látið sér ant um líf mitt þegar við vorum á njósnum á efsta loft- inn væri fallinn og ætti að jarða hann næsta dag í garði nokkrum í nágrenninu. Sprengikúlurnar féllu ótt og þétt og sópuðu burt heilum strætum. »Þettar eru sólarlitlir dagar«, sagði faðir minn, »en á meðan franskir hermenn eru hér missir maðurekki kjarkinn*. Litli bróöir minn var nú orðinn svo vanur stórskotahríðinni að hann var alls ekki hræddur við kúlurnar og var altaf að týna brotin af sprengi- kúlunum, sem hann kom með glóð- volg. En seinna skildi hann betur hætt- una og var samt hugprúður og kjark- mikill. Höfuðsmaður einn kom oft inn til okkar og spjallaði við okkur og hughreysti það okkur að sjá hvað hann var rólegur. Hann skemmti sér ágætlega þegar eg sagði honum af fyrstu viðkynn- ingu minni af Prússum og af »Uhl- aninum þýska með stóru fæturna, sem ekki komst nema með stóru- tána í sokkana okkar. Hann kunni líka margar sögur og hafði gaman af að segja þær. Man eg sérstaklega eftir hvað hann var kátur þegar hann mintist á þorp eitt, sem hann í sigrinum við Marne hafði náð úr hendi óvinanna. Þar hafði hann borðað miðdegis- verð, sem búið var að matreiða fyrir höfuðsmann Þjóðverja, en hann orðið að flýja frá. Okkur þótti mikið í varið að fá greinilegar frá- sagnir um sigurinn við Marne, því um hann höfðu okkur einungis bor- ist óljósar fréttir. »Þar var vel að verið«, sagði höfuðsmaður, en við megum halda betur áfram*. Næsti dagur var sunnudagur og var hann miög rólegur. Úr varð- bergí mínu sá eg að bæði okkar menn og, óvinirnir höfðu grafið sig niður nálægt námunum í mjög stuttri fjarlægö hver frá öðrum. Eg held eg megi nú til að segja dálitla sögu um hundinn okkar. Þegar eg segi o k k a r þá er það ekki rétt, því þenna sunnudag vor- um við enn ekki búin að taka hann að okkur, en við gerðum það seinna. Það var fallegur veiðihundur, sem orðið hafði eftir í einu hús- inu, þegar fólkið flúði. Hannvand- ist fljótt við kúlnaregniö og kunni vel við sig í skotgröfunum. Seinna, þegar eg fer að segja frá hörmungum okkar, þá verð eg að minnast á, hvað hjartagæði hundsins hugguöu mig, þegar mennirnir sýndu afsér grimd. Hann hataði Þjóðverja, en þegar Englendingar síðar meir komu til Loos, var hann mjög vingjarnieg- ur við þá.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.