Vísir - 04.02.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 04.02.1916, Blaðsíða 3
V'f'SÍR 5>ve&&\5 Satútas sUtotv o§ bmipavíti %\m\ \%§ Nokkrar duglegar -= stúlkur =- — helst vanar fiskverkun — geta fengið góða atvinnu við fiskverkun í VIÐEY næsta vor og sumar. Semjið við Magnús Jónsson verkstjóra, til viðtals í síma 232, og hittist á skrifstofu h.f. P. I. Thorsteinsson & Co. i Likv., Pósthússtræti 11, laugardag 5. febr. kl. 4-7 síðd. Stúika sem er vel að sér í skrift 'og reikningi (þarf helst að geta skrifað á skrifvél) getur nú þegar fengið atvinnu á skrifstofu hér í bænum. Tilboð merkt Skrifstofustörf, sendist afgreiðslu þessa blaðs sem fyrst. au^s\ti^av UmauU^a. SKRIFSTOFUSTORF. Piltur 16—17 ára, vel að sér í skrift og reikn- ingi, getur fengíð atvinnu á skrifstofu hér í bænum. Tilboð, merkt PILTUR sendist afgreiðsiu Vísis fyrir 5, þ. m. au^^sa \ \ s \ LÖGMENN Vátryggið tafalaust gegn eldi vörur og húsmuni hjá The Brit- ish Dominion General Insu ance Co. Ltd. Aðalumboðsm. G. Gíslason Oddur Gíslason [yfirréttarmálaflutnlngsmaður, Laufásvegi 22. Venjulega heima kl. 11-12 og 4-5. Sími 21 Sæ- og stríðsvátrygging Det kgl. oktr. Söassurance Komp Miðstræti 6, Tals. 254. A. V. TULINIUS. Aðalumboösmaður fyrir fsland Bogi Brynjólfsson yfirrjettarmálaflutningsmaöur. Skrifstofa Aðalstræti 6 (uppi.) Skrifstofutími frá kl. 12-1 og 4-6 e. h. Talsími 250. Det kgl. octr. Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vörur alskonar. Skrifstofutími 8—12 og 2—8. Austurstræti 1. Pétur Magnússon yflrdómslögmaður,| Grundarstíg 4. Sími 533 Heima kl. 5—6. N. B. Nielsen. Prentsmiðja Þ. Þ. Clementz. Trygð og slægð, Eftir Guy Boothby. 48 ---- Frh. — En eg hvorki get það né má heldur, svaraði húnr Og svo bætti hún við svó sorgleg á svip- inn að það var hart á því, að hann gæti stilt sig um að faðma hana að sér til að reyna að hugga hana: Ó, þú hefir ekki hugmynd um, hvað eg er óhamingjusöm. — Því meiri ástæða væri til, að eg væri hjá þér, vina mín, sagði hann. Til hvers á eg að vera ná- lægt þér ef eg ekki reyndi að hjálpa þér eftir mætti. Þú virðist ekki hafa skoðað mig í því Ijósi hing- að til. Ef þú gætir ekki því betur að þér, þá er vísast að eg fari bráðum með þig til einhvers prests- ins hérna í nágrenninu og láti hann gefa okkur saman hvort sem þú vilt eða ekki. Þá ert þú neydd til að láta mig sjá fyrir öllura fram- kvæmdum eftir það, hvort sem þér er Ijúft eða leitt. Hún Ieit undrandi á hann. — Góði, þú mátt ekki skopast að þessu. Eg fullvissa þig um, að þessu máli er þannig varið, að ekki er vert að hlægja að því, að minsta kosti gæti eg það ekki. — Mér detlur það heldur ekk í hug, svaraði Browne. Þú hefðir bara átt að sjá framan í mig þeg- ar eg las bréfið frá þér. Eg er nærri því viss um, að þá stundina hefi eg verið vansælastur maöur í allri Evrópu. Hún svaraði þessu engu, ef til vill hefir það verið þess vegna sem gamli maðurinn, í svarta flegna frakkanum og með gamaldagshatt- inn, sern gætir gripanna á safninu og sem nú kom inn, hélt að þau væru að rífast. — Komdu, sagði Browne að síðustu, við skulum fara eitthvað burtu þangað, sem viö getum talað saman j. næði og þar sem enginn heyrir til okkar. Svo getum við athugað málið, — En það er ekki ti) neins sagöi Katrín. Truðu mér, eg hefi hugsað þetta út í ystu æsar, og hefi staðráöið við mig hvað eg skuli gera. Oerðu það nú fyrir mig, að reyna ekki að fá mig til að brjóta það, sem eg hefi lofað sjálfri mér. — Eg skal ekki biðja þig um neitt annað en að elska mig, vina mín, svaraði Browne. Það versta við þetta alt saman er það, að eg hefi líka fyrir mitt leyti gefið Ioforð, sem þú ekki mátt biðja mig um að svíkja. Við virðumst að þessu leyti bæði vera komin í slæma klípu, og eini hugsanlegi vegurinn til þess að losna úr henni er, að ræða málið nú þegar og komast að ein- hverri niðurstöðu. Komdu nú, eg veit af stað þar sem við getum tal- að saman í næði og þurfum ekki að óttast að hlerað verði eftir því, sem.við segjum. Nú komum við og Ieitum að þessum stað. Hún sá, að það var gagnslaust að malda í móinn, og hún varð eins og eitthvað öruggari þegar hún sá hvað hann var herralegur, hún lofaði honum því að leiða sig um salina þangáð til þau komu að þessum stað, sem Browne hafði minst á. Þar var enginn maður nærri, ekki einu sinni litli maður- inn í svarta frakkanum. Hann hefir líklega, samkvæmt vana sínum verið að dást að ,,Venus del Pardo“ í 4. salnum. — Nú skulum við setjast stund- arkorn, sagði Browne, og benti á stóla sem voru þar. Nú verður þú að segja mér alt. Minstu þess, að eg hefi rétt til að fá að vita alt, og minstu þess einnig, að sé nokk- ur maður til f víðri veröld sem getur hjálpað þér, þá er það eg, eiginmaður þinn fyrir augliti guðs, þótt eg sé þaö ekki enn samkvæmt mannlegum lögum. Hann greip hönd hennar ög fann að hún titraði. Hann kreisti hána eins og til að gefa henni hugrekki. — Segðu mér nú alt saman, elskan mín, sagði hann, alt frá upp- hafi til enda, þá skal eg finna ein7 hver ráð til þess að hjálpa þér. Eg sé að þú hefir látið þetta fá of mikið á þig, svo það geturver- ið hættulegt fyrir heilsu þína. Leyfðu mér að taka málið í mínar hendur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.