Vísir - 04.02.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 04.02.1916, Blaðsíða 4
VfSIR ‘.. ... .............. Panamasýningin. 4. des. var sýningunni lokið. Hún hafði staðið yfir í 10 mán- uði; á þeim tíma komu þangað 18,875,974 manns og tekjurnar rúmlega 6,000,000 dollarar. Ágóð- 4 inn þegar allur kosnaður var greiddur var 1,410,876 dollara. Hér um bil 12,000,000 eyddu sýningargestirnir á staðnum. All- ur kosnaður sýningarinnar var um 50,000,000 dollara. þar í er talin lóð undir sýningarhúsin, sem var afardýr og mikil bygg- ing og kostnaður allra húsa; öil stjórn sýningarinnar, viðhald og viðgerðir og brottflutningur hinna ýmsu bygginga á sýningunni. Mikið af þessum kostnaði borg- uðu þeir sjálfir, sem þátt tóku í sýningunni. Californiaríkið veitti 10,000,000 dollara til sýningar- innar, þegar með er talið það sem bærinn San Francisco og héraðið veitti og 6,000,000 doll- ara voru veittar í almennum prívat tillögum. Kaupmaður í San Francisco sem Reuben Brook Hale heitir stakk fyrst upp á þessari sýn- ingu 1904 og var hann varafor- maður þeirrar nefndar, sem fyrir sýningunni stóð. þótt þessi sýn- ing væri ein hinna fjölmennustu í heimi þá náði hún hvorki sýn- ingunni í Chicago né St. Louis að mannfjölda. Á Chicago sýn- ingunni voru 27,539,521 manns og á St. Louis sýningunni 19,694,855. Hér um bil öll lönd í Evrópu tóku þátt í sýningunni. England og þýskaland höfðu þar þó enga fulltrúa í nafni stjórnanna. þessi sýning er talin hin við- hafnarmesta sem nokkru sinni hafi verið haldin. Lb. Frá Mesopotamiut Bretum gengur illa að koma Townsend til hjálpar í Kut-el- Amara. f síðustu viku janúarmánaðar átti hjálparliðið 7 mílur ófarnar til Kut. En Tyrkir höfðu öflug- an her til varnar. Varð þar Iangur og harður bardagi. Lauk þeirri viðureign svo, að Bretar urðú að hætta áhlaupum og sett- ust að skamt frá vígvellinum. — Mannfall varð mikið á báðar hlið- ar og var sett vopnahlé tii að grafa fallna menn. Herirnir héldu kyrru fyrir er síðast fréttist, enda yoru þá sífeldar rigningar þar eystra og vöxtur í Tigris. Bresk blöð héldu að Townsend mundi ef til vill vera matarlaus, en hann hefir sent skeyti um að svo væri ekki. Húsnæði, 3ja herbergja íbúð með eldhúsi óskast 14. maí eða fyr. Upplýsingar í Brauns Verslun Vaxandi aðsökn veldur því, að til 12. þ. m. verður líftryggingarbeiðnum til lífttygg- ingafélagsins »DANMARK« veitt móttaka á Hótel Island 23, frá kl. 6—7 e. h. hvern virkan dag. Fallið eigi óbættir í valinn! Tryggfð yðurl Lág iðgjöld I HÓTEL ÍSLAND 23. Opið virka daga frá kl. 6—7 e. h. $\exfcet$\ til leigu á besta stað í bænum, mjög hentug fyrir skrifstofur eða prufu-Iager. Upplýsingar hjá Andrési Andréssyni klæðskera. Sendisvein löskan og áreiðan- legan vantar versl. Nýhöfn nú þegar. Úr Hafnarfirði. H ó 1 a r komu á/ miðvikudags- morguninn meö 500 smálestir af kolum til Sameinaða fél. Að upp- skipun lokinni fer skipið aftur til Englands eftir öðrum kolafarmi, er einnig verður fluttur á land hér. V í ð i r er nýkominn frá Eng- landi, hlaðinn af kolum og salti til útgerðarinnar. Hafði hann hrent þrumur og illviðri í hafi og urðu allir áttavitar vitlausir á skipinu. U p s i hefir veiðst hér lítið eitt í ádrætti, eitthvað á annað hundrað tunnur. Hefir tunnan verið seld á 2 krónur. K o I a 1 a u s t er hér nú í versl- unum, að öðru leyti en því sem útgerðarfélögin hafa kol handa sér. V e r k f a 11 i ð stendur enn yfir. Þó hafa sumir verk-kaupendur að nokkru gengið inn á kröfur verka- manna, t. d. um kaupgjald við af- greiðslu skipa. Skóhlíf, merkt G. U., hefir tapast á Laufásvegi. Skilist gegn fundarlaunum tjl kapt. Unger- skov, Lækjargötu 12. Nú eru komnir aftur hinir margeftirspurðu Gummíhælar tii Erl. Jóhannessonar, Laugav. 46. Hænsnafóður. Þetta margeftirspurða : hænsnafóður: ,Leymor‘, er nú loksins komið í Versl Vísir, Laugavegi 1. Landsins stærsta úrval af rammalistum • er á Laugavegi 1. Innrömmun fljótt og vel af hendi leyst. — Hvergi eins ódýrt. \t\tv á £au§av. V Stúlka óskast í vist á Óðinsgötu 1. Stúlka óskast á heimili nálægt Reykjavík. Gott kaup. A. v. á. Þrifin og barngóð stúlka getur fengið vist á frá 14. maí næstkom- andi á fámennu heimili. Hátt kaup. , Afgr. v. á. Karlmannsföt fást saumuð á Hverf- isgötu 84. Vönduð vinna en ódýr. Dugleg, þrifin stúlka, fær um að stjórna litlu heimili, óskast frá 1. mars. Eggert Snæbjörnsson, Mímir. Stúlka óskar eflir atvinnu í mjólk- ursölu eða bakaríi. Tilb, merktu »50« tekur afgr. á móti. 1— 2 herbergi til leigu fyrir ein- hleypa frá 14. maí. A. v. á. 2 lítil herbergi og eldhús, annað- hvort á Lindargötu eða Laugavegi, óskast til leigu 14 maí. A. v. á. íbúð óskast frá 14. maí eða fyr, þarf að vera í Vesturbænum. Eggert Snæbjörnsson, Mímir. 2 lítil herbergi og eldhús, annað- hvort á Lindargötu eða Laugavegi óskast til leigu 14. maí. A. v. á. Lítið herbergi óskast til leigu nú þegar. A. v. á. Góð stofa til leigu nú þegar. Upplýsingar gefur Egill Guðjónsson Hverfisgötu 83, heima eftir klukkan 5 síðdegis. 2— 3 herbergi ásamt eldhúsi — helzt um miðja Hverfisgötu eða á Klapparstíg — óskast 14. maí. Uppl. á afgr. Eitt lítið herbergi til leigu í nýja húsinu hjá Árna Nikulássyni rakara. Lítil 3ja herbergja íbúð í austur- bænum, óskast til Ieigu 14. maín.k. A. v. á. fbúð óskast til leigu frá 14. maí sem næst miðbænum eða í Vestur- bænum. Afgr. v. á. 10 króna seðill íapaðist syðst á Þingholtsstræti. Skitist á afgr. Vísis. Nærfatnaður fundinn. Vitjist á Bræðraborgastíg 35 uppi. Tóbaksbaukur tapaðist ofan úr Austurbæ og niður í Miðbæ. Skil- ist á afgr. Góð fundarlaun. Morgunkjólar smekklegastir, vænstir og ódýrastir, sömuleiðis Iangsjöl og þríhyrnur eru ávalt til sölu í Garðastræti 4 uppi (Gengið upp frá Mjóstræti 4). Verslunin Bókabúðín á Lauga- vegi 22 selur brúkaðar bækur með miklum afslætti. Barnakerru vil eg kaupa nú þegar, Brynj. Magnússon bókb., Njálsgötu 39 eða bókbandsvinnustofunni í Gutenberg. Mjög fallegur kvenngrímubúning- ur er tit sölu eða leigu á Njálsg. 12. Fallegir kvenngrímubún- ingar til söiu eða leiguáGrett- isgötu 2 (uppi). Barnavagga til sölu. A. v. á. Grímubúningar til Ieigu eða sölu. A. v. á. Smokingföt og skautar til sölu. A. v. á. Nýr svartur silkikirtill til sölu með tækifærisverði. Afgr. vísar á.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.