Vísir - 06.02.1916, Síða 1

Vísir - 06.02.1916, Síða 1
H L Ritstj. Utgefandi utafélag , JAKOB MÖLLER SÍMI 400. 6- árg. bs Sunnudaginn 6 . febrúar 1916. wstm f Gamia Bfó • Framúrskarandi fallegur og spennandi sjónleikur i 3 þáttum. Aðalhlutv. leíkur hin góðkunna leikkona Henny Porten. Sagan um skyrtuna. Afar hlægllegt. 3sl. söw^vasajw. — I. BINDI — 150 uppáhaldssönglög þjóðarinnar með raddsetningu við allra hœfi. Stærsta og ódýrasta islenska nótnrbók- in sem út hefir komið til þessa. Prentuð í vönduðustu nótnastungu Norðurálfu á sterkan og vandaðan pappir. Ómissandi fyrir alla söngvini laudsins! Fæst hjá öllum bóksölum. Verð 4 kr. Innb. 5 kr. Bókaversl. Sigf. Eymundssonar. Afmæli i dag : Sveinbjörn Árnason stud. art. Soffía Haraldsdóttir ungfrú. Afmæli á morgun: Ágúst L. Lárusson málari. Guðr. Teitsdóttir húsfrú. Lára Á. Níelsson húsfrú. Þorsteinn Arnljótsson, Þórshöfn. Afmæliskorf með íslensk- um erindum fást hjá Helga Árnasyni í Safnahúsinu. Eri. mynt Kaupm.höfn 4. febr. Sterlingspund kr. 17,26 100 frankar — 62,25 100 mörk — 66,85 R e y k j a v í k Bankar Pósthús Sterl.pd. 17,55 17,55 100 fr. 63,00 63,00 100 mr. 67,25 67,00 1 florin 1,55 1,55 Doll. 3,85 3,90 Svensk kr. 102 a. Maí kom af fiskiveiðum í gær, en hafði aflað mjög lítið. Á hann að halda áfram veiðum í nokkra daga áöur en hann fer til Englands. Bögglapósturinn. Með skipum Eimskipafélagsins er gert ráð fyrir, að ekki verði teknar ti! sendingar héðan í bögglapósti sendingar til Þýskalands eða banda- ríkja þess og engir bögglar, sem í er bannvarningur. Með skipum Sam- einaða félagsins verða fluttir allir bögglar, sem ekki er í ull eða gærur. Hafa félögin sjálf sett skil- yrðin og fá vottorð póstmeistara þar að Iútandi. En allar sending- ar eru á ábyrgð sendanda. fjársvik Robltns-stjórnarinnar yfir- leitt, þótt af öðru tagi sé. Er þetta góður minnislisti fyrir þá Vestur-íslendinga, sem göluðu hæst um spillingu viðskiftalífsins á íslandi — þegar verið var að stofna Eimskipafélagið hér um árið. Þýsk áhrif, Fiskur. 2 vélbátar komu hlaðnir af fiski í gær sunnan úr Sandgerði, annar til fisksölu bæjarins, en hinn til fisksalanna. Fiskur fisksalanna hafði allur verið seldur fyrirfram á 12 aura pundið, en bæjarsalan seldi á 10 aura, og var ös hjá henni þang- að til alt var uppselt, en margir urðu frá að hverfa fisklausir. Bæjarsíminn. Vísir hefir nú í nokkra daga, nokkrum sinnum á dag, beðið um aðgerð á símanum hjá sér, en enga áheyrn fengið. Hneyxlismál í Canada. Pugsley, sem var ráðherra opin- berra verka í ráðnneyti Sir Wilfrid Lauriers, hefir borið ýmsar sakar- giftir á nefnd þá, er breska stjórnin hefir skipað til að sjá um skotfæra- gerð í Canada. Flokkur hans (stjórnarandstæðingar) hafa krafist þess á þingi, að nefnd yrði skipuð til að rannsaka það, hvort einn af þingmönnum stjórnarflokksins hafi verið milligöngumaður miili nefnd- arinnar og skotfæraverksmiðjanna, og stungið allmiklu af fé' landsins í sinn vasa. Þetta er ekki í fyrsta skifti að slík hneykslismál koma upp í Canada. ( fyrrahaust urðu tugir af þing- mönnum stjórnarflokksins aö segja af sér, vegna þess að þeir urðu sannir að sök um að hafa svikið fé úr landssjóði, í sambandi við herútbúnað fyrstu liðsendingarinnar til Bretlands. Þá voru og þær sakir bornar á Bride forsætisráðherra í British Coi- umbia, að hann hefði verið milli- göngumaður þess, að landið keypti bráðónýtt herskip. Þá er og alkunnugt þinghús- byggingarhneykslig í Winnipeg og HoIIenska blaðið »Telegraaf« hefir síðan ófriðurinn hófst dreg- ið taum bandamanna. Par hafa meðal^annars verið birtar skop- myndir eftir Raemaeker, skop- myndateiknara. Hafa þær mynd- ir síðan verið teknar upp í blöð annara landa og þótt llstaverk í þeirri grein. Er í flestum mynd- unum skopast að Þýskalands- keisara eða Þjóðverjum. Þýsk blöð hafa haft í heitingum við »Telegraaf« út af myndunum og [ fleiru og hugsa Raemaeker þegj- [ andi þörfina að ófriðnum Iokn- | um. — í haust var höfðað mál gegn ritstjóra blaðsins, Schöcler, fyrir það að hann hafði nefnt þá sem með völdin fara í mið- ríkjunum »Þorpara Mið-Evrópu». Málinu lauk svo að ritstjórinn var sýknaður. Nú hefir Þjóðverjavinum tekist að ná haldi á blaðinu og hetir einn af aðaleigendum þess feng- ið því til leiðar komið að fjölda af starfsmönnum við blaðið hefir verið sagt upp stöðunni. Blaða- mannafélagið í Amsterdam hefir rannsakað málið og síðan sent út áskorun til hollenskra blaða- manna um að taka ekki að sér stöður þeirra manna sem reknir hafa verið! Yerkfallið í Hafnarfirði. Bæjarstjórnin í Hafnarfirði hafði kosið þriggja manna nefnd, til þess að reyna að miðla málum milli verkamanna og vinnuveitenda þar út af verkfallinu. — En svo lauk starfi þeirrar nefnar, að verkamenn neituðu i fyrradag að vinna með henni; annað hefir ekki gerst í því máli. Skrifstofa og afgreiðsla í Hótel island SÍMI 400. 36. tbl. eíg) Mýja Bíó e^§) Hvíta mærin. V Skemtileg draugasaga frá gömlu herrasetri. — í þrem þáttum. — Aðalhlutverkið leikur hin fræga leikkona Rita Sacchetto. Leíkfélag Reykjavíkur. Hadda Padda. Sjónleikur í 4 þáttum eftir Guömund Kamban. Verður leikin í dag í síðasta sínn I Pantaðra aðgöngumiða sé vitjað fyrir kl. 3 þann dag sem leikið er, annars verða þeir þegar seidir öðruni. Fiskur þurkaður með rafmagni. Sagt er í norskum blöðum að Norðmaður einn að nafni Niko- las Spjelkavik, smiður í þránd- heimi, hafi fundið aðferð til að þurka fisk með rafmagni. Mað- ur þessi hefir lagt mikla stund á uppfindingar og hefir þótt takast margt vel. Hann hefir búið til sér- stakar vélar til notkunnar við fiskþurkunina og einnig sett sam- an eitthvert duft, sem hann segir að geri fiskinn snjóhvítan. Með 8 hestöflum rafmagns kveðst Spjel- kavik geta þurkað 25000 af fiski á hálfum mánuði og verði fisk- urinn, þannig þurkaður, besta vara. Ýmsar aðferðir hafa verið reynd- ar til að þurka fisk við hita, en rafmagn hefir ekki verið reynt Jyr. — Ef aðferð þessi reynist hagkvæm, er það vonandi að þetta flýti fyrir því að komið verði upp rafmagnsstöð í Reykja- vík.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.