Vísir - 06.02.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 06.02.1916, Blaðsíða 2
VÍSIR VISIR A f g r e i ð s 1 a blaösins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. irá Aöalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá id. 1-3. Sími 400.— P. O. Box 367. Sparsöm þjóð. Eftir próf. Edv. Lehmann. Morgun einn gekk eg um Witt- enbergs-torgið í Berlín til þess að sjá mannanna börn. þar eru ýmsar nauðsynjar seldar á torg- inu á þriðjudögum og laugardög- um og eg neita því ekki, að eg leit einnig á kræsingarnar sem hrúgað var saman á borðunum, grænmeti, fugla, veiðidýr, slátur og reyktan mat; jafnvel mjölsalar og urtakramarar höfðu reist sér þar skýli, og allir menn með viti vita að hér er varningurinn 10— 15% ódýrari en í sölubúðunum. Gömul kona keypti sérjarðar- ber í stóran bréfpoka og stakk honum í pokann sinn, en eitt jarðarber valt út úr pokanum, bara vanalegt jarðarber og datt niður á götuna. En viti menn, með erfiðismunum beygði konan sig niður og tók upp berið, út- atað eins og það var og stakk því aftur niður í bréfpokann. Mér þótti gaman að, en bauð þó við þessari ógeðslegu spar- semi. Vitanlega verður jarðar- berið þvegið; en hvað stoðar það, það hefir þó legið þarna á torg- inu í alskonar hálfmorknum óþverra og úrgangi. Nokkru síðar var eg á ferð suður í Thiiringen á járnbrautar- lest — þriðja farrými auðvitað, eins og sæmir ungum kandidat. Gegnt mér sat lítill maður, vin- gjarnlegur og nokkuð við aldur. Hann var með stór gleraugu og hafði hátt enni, leit út eins og prófessor. Og prófessor var hann líka; við fórum að tala saman. Hann þurfti eitthvað að skrifa í vasabókina sína, en þá datt dá- lítil ögn af blýstönginni úr skrjúfu- blýantinum hans niður á gólf. — Hann kraup á kné, og leitaði og og leitaði undir bekknum þang- að til hann fann blýögnina. Eg sá vel að það var bara bláoddur- inn af stönginni, sem hann hafði mist og það var nóg eftir til að skrifa með. Og honum fanst víst sjálfum, að hann hefði verið ó- þarflega hirðusamur. Um leið og hann stóð upp deplaði hann til mín augunum og sagði: „Das is't die deutsche Sparsamkeit". (þetta er þýska sparsemin). Og hann var þó prófessor meira en að nafninu til. Nú þekki eg hann betur og veit að hann er vel stæður maður. Hann er meira að segja „Geheimeráð", en þar með er enginn þjóðverji skuld- bundinn til að gera sig sekan í eyðslusemi á nokkurn hátt. Eg hefi etið miðdegisverð hjá einum slíkum manni og þar var etið með járngöfium — bókstaflega talað með járngöflum. Eg fyrirleit þetta alt saman á yngri árum. — Ekki að eiris sóða- legu kerlinguna — mér væri enn mjög á móti skapi að eta jarðar- ber hjá henni — heldur líka spar- semdarsmámuni Geheimeráðanna. Mér fanst það vera ræfilsháttur og eg hafði á reiðum höndum kenningu um að þetta væri ekki sú rétta sparsemi: Honum hefði verið nær að skrifa eitthvað nýti- legt í vasabókina sína og selja það einhverju tímariti, heldur en að skríða á góifinu og vera að leita að blýögn sem kostaði fjórða hluta úr pfennig. Og hinn hefði átt að fá sér sæmilega gafla til að eta með og halda þá hejdur 1—2 fyrirlestrum fleira til að afla sér peninga til þess! En með aldrinum hefi eg orð- ið skynsamari. Eg er kominn að raun um, að þessir smámunir eru vottur um annað meira. Annað sem er í raun og veru stórkost- legt, og hefir átt sinn þátt í því, að gera þýskaland að stórveldi. Frh. • luldi á lorðurlöndum. Kuldar hafa verið óvenju-mikl- ir í Noregi og Svíþjóð í vetur. í desembermánuði varð frostið 25° á celsíus, í Oslo, hefir aldrei . verið svo kalt þar um það leyti fyr, j svo menn viti. Mesti kuldi sem sögur fara af þar er 22,2 gr. það var á jóladag 1870. 23 des. s. 1. var 32 gr. kuldi í Dikemark í Noregi og 28 gr. í Kongsbergi. í Svíþjóð hefir einnig verið mjög frosthart. í Stockhólmi yfir 20 gr. og sumstaðar nyrst í Svíþjóð alt að 53 gr. JJönsk Endurtrygging' og útgerðarmenn. í „Politiken", 7. f. m., stendur eftirfarandi grein: „Á dögunum skýrðum vér frá deilu, sem risið hafði á milli félags- ins „Dönsk Endurtrygging", sem stjórnað er af Olesen framkv.stj., áður framkv.stj. fyrir „Tryg", og útgerðarfélagsins Brix Hansen & Co., út af greiðslu á vátrygging- arfjárhæð fyrir gufuskipið Thor- .valdsen, sem skotið var í kaf. Nú hefir „Dönsk Endurtrygg- ing" þverneitað að greiða trygg- Tl L IW I N N IS: Baðhúsið opið ••, d. 8-8, ld.kv. til 11 Borgarstskrif^t. í brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 % Bæjargjaldk. Laufásv. kl. 12-3og5-7v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. sanik.sunnd. 81/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til viö- tals 10-12 ¦ Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssíminn opinn v. d, daglangt (8-9) Heíga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnið opið V/,-21/, siðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-b. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vífilsstaðahælið. Hcimsóknart'mi 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud, kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. Landsféhirðir kl. 10-2 og 5-6. ingarupphæðina. Úr ýmsum átt- um höfum vér heyrt, að þetta muni ekki vera einstakt tilfelli. Sænska barkskipið „E m m a" var á ferð frá Álaborg til Ástralíu með sementsfarm og fórst. Ýmsa hluta úr skipinu rak á land í Svíþjóð og þar á meðal aftur- stefni skipsins með nafni þess og heimilisfangi. En þrátt fyrirþað, að sænska stjórnin hefir gefið út yfirlýsingu um að skipið hafi farist og að talið er víst, að öll skipshöfnin hafi druknað, hefir umboðsmanni eigenda skipsins hér, ekki enn tekist að fá „Danska Endurtrygging" til að binda enda á það mál. Og enn fleiri eru dæmin talin. þannig er sagt að einn lögmaður hér í Höfn, Btilow hæstaréttar- lðgmaður, hafi 20 kröfur á félag- ið frá skipa- og farmeigendum, en ekki getað fengið það til að borga. þetta er því fremur óskiljanlegt, sem sagt er að „Dönsk Endur- trygging" hafi græít, allmikið fé þennan stutta tíma, sem félagið hefir fengist við sævátryggingar". Grein þessi er þess verð, að hérlendir skipaeigendur athugi hana. Kvennhetjan frá Loos. ------ Frh. Við vorum þá aftur fallin í hend- ur Þjóðverja. Heill hópur af þessum villimðnn- um braust inn í hús okkar. Eg var óttalega hrædd foreldra og syst- kina minna vegna, því þeir otuðu byssustyngjunum að okkur og voru óttalegir útlils. »N i c h t Iranskir dátar hér?« sagði einn. »Nei«, svaraði faðir minn. Þeir trúðu honum samt ekki og rann- sökuðu húsið. >Við erum komnir aftur*, sagði einn hlæjandi. Þeir heimtuðu Ijds og þegar eg var búin að kveikja á kerti handa þeim, þá heimtuöu þeir að eg gengi á undan þeim ofan í kjaliarann, því þangað vildu þeir fara til að leita að víni. Þó að félagar þeirra hefðu þegar sópað innan kjallarann, fundu þeir samt nokkrar vínflöskur, sem þeir tóku. Margir áttu samt meira bágt en við. f einu húsinu tóku þeir 3 gaml- ar konur og 2 ungar ásamt börn- um þeirra, fóru með þær út þrátt fyrir bænir þeirra og kveinstafi og í tvær klukkustundir voru þær og börnin látin standa upp við stein- vegg, en Þjóðverjar fyrir framan með byssur við kinn, reiðubúnir til að skjóta ef einhver hreyfði sig. Tvo gamla menn, M. Leclerc og M. Druelle tóku þeir upp úr rúm- unum, lúbörðu þá og námu þá á brott með sér alla leiö til Douai, án þess að lofa þeim að klæða sig. Eg sá þá einnig reka 6 gamal- menni á undan sér með höggum. Eg vissi ekki hvert þeir áttu aö fara eða hvað fyrir þeim lægi, en síðan hefi eg frétt, að þeir skutu þá. En bónda nokkurn, Crespel að nafni, sem þeir höfðu geymt alla nóttina bundinn við stólpa, neyddu þeir næsta morgun til að grafa lik þessara aumingja. Brennivargar eru Þjóðverjar meö afbrigöum. Til þess- að hegna okkur fyrir aö hafa tekið komu frönsku her- mannanna með svo miklum fögn- uði, lögðu þeir nú eld í húsin okkar. Eftir skipun liðsforingjanna gengu hermennirnir hús úr húsi með stein- olíubrúsa og kveiktu í; sumir af þeim voru svo mannúðlegir að þeir gáfu fólkinu bendingu um að fara út, en sumir skeyttu alls ekki um þó einhver brynni inni. Brennumenn komu einnig með steinolíudúnk og nokkurskonar blys til að kveikja í húsinu okkar. En þá datt mér í hng ráð, sem, þó einfalt væri, dugði til þess að tefja fyrir ódáðaverkinu. »Eg sé hvað þið viljið«, sagði eg og flýtti mér að sækja vínflösku — því eg hafði verið svo forsjái að fela nokkrar flöskur — og setti hana fyrir framan þá á borðið. Þeir þrifu flöskuna, og áður en þeir höfðu tæmt hana vildi svo vel til, að kallað var á þá til að fremja eitthvert annað hryðjuverk. Okkur var bjargað í þetta sinni. En hvað lengi gátum við verið óhult?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.