Vísir - 06.02.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 06.02.1916, Blaðsíða 3
VÍSIR Samtas sUyow o$ ^ampavm $m\ \$b Lífsábyrgðarfélagið „Danmark” •MHnnnmBBHi er áreiðanlegasta og ódýrasta lífsábyrgðarfélagið á lorðurlöndum. Lág iðgjöld! Hár Bónusl Drekkið LYS CARLSBERG Heimsins bestu óáfengu drykkir. Fási alstaðar Aðalumboð fyrir ísland Nathan & Olsen Nýtfsku barnatryggingar I $S£T Ef trygði hættir í félaginu einhverra hluta vegna, fær hann mest öll iðgjöld endurgreidd. \ v s \ taju let\$\ tiaJV \jatrvaify\t\$ ^\év. LOGMENN □ Kelvin-mótorarnir eru einfaldastir, (éttastir, handhægastir, bestir og ó- dýrastir í notkun. Verðið er tiltölulega lægra en á öðrum mótorum, Fleiri þús. seljast árlega og munu það vera bestu meðmælin / ðalumtioð fyrir Island heflr T. Bjarnason, Sími 513. Templarasundi 3, Oddur Gíslason yfirréttarmálaflutningsmaOur, Laufásvegi 22. Venjulega heima kl. 11-12 og 4-5. Simi 21 Bogi Brynjólfsson yfirrjettarmálaflutningsmaður. Skrifstofa Aðalstræti 6 (uppi.) Skrifstofutími frá kl. 12-1 og 4-6 e. h. Talsími 250. Pétur Magnússon yflrdómslögmaður.S Orundarstig 4. Símí 533 Heima kl. 5—6. Vátryggið tafalaust gegn eldi vörur og húsmuni hjá The Brit- ish Dominion General Insu ance Co. Ltd. Aðalumboðsm. G. Gíslason Sæ- og stríðsvátrygging Det kgl. oktr. Söassurance Komp Miðstræti 6. Tals. 254. A. V. TULINIUS. Aðalumboðsmaður fyrir Island Det kgl. octr. Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vörur alskonar. Skrifstofutími 8—12 og 2—8. Austurstræti 1. N. B. Nielsen. Prentsmiðja Þ. Þ. Clementz. Trygð og slægð. Eftir Guy Boothby. 50 ---- Frh. Eg var nærri óð af hræðslu, hnipraði mig saman i rúminu og hlustaöi. Þá skipaði einhver fyrir um eitthvað og aftur heyrðist um- gangur um stigana. Rétt á eftir datt alt í dúnalogn. Auðvitað y(ssi eg það ekki þá, að þessa somu nótt hafði faðir minn. verið hand- tekinn af Iögreglunni, sakaður um að vera hættulegur nihilisti, og aö hann mánuði síðar var sendur til Síberíu. Það var ekki fyr en eg var komin til vits og ára, að mér var sagt að honum hefði veriö gefið að sök, að hann heföi staðið fyrir samsæri gegn keisaranum. Eg hefi síðar komist að því, að það getur ekki leikið neinn vafi á því, að hann hefir verið í nihilistafélagi, og að hann hefir ekki einungis verið einn í samsærinu, sem varð til þess að hann var dæmdur í æfiiangt fangelsi, heldur hefir hann verið einn af aðalforsprökkunum í því. Og samt er það eina minn- ingin, sem eg hefi um hann, sú, aö hann var góður og ástríkur faðir, sem sagði mér æfintýri þeg- ar hann var heima, og hélt því fram að konan sín væri yndisleg- asti kvenmaðurinn í heiminum. — Vesaiings litia barn, sagði Browne og þrýsti fastar hendina, sem hann hélt í, Þú hefir átt óskemtilega æsku. En þú hefir ekki sagt mér hvernig á því stóð, að þú komst undir handleiðslu frú Bernstein. — Hún var gamali vinur fööur míns, svaraði Katrín. Og þegar móðir mín dó og faðir minn var sendur til Síberíu, þá tók hún mig að sér. Eg er í þakklætisskuld við hana, sem eg aldrei get greitt. Því þótt hún sé dálítið sérvitur stund- um, þá er hún samt tryggur vinur. — Og hefir þú ætíð lifað á hennar eigum? spurði Browne hálf stamandi. Því þaö er ekki sem skemtilegast Jyrir ungan mann, að tala um slíka hiuti við þóttamikia og gáfaða stúlku. — Nei, nei, svaraðí Katrín. Sjáðu til, rétt á eftir að móðir mín var dáin komst einhver — eg man ekki hver, — að því að bróðir hennar var dáinn og að eg var einkaerf- ingi hans samkvæmt arfleiðslu- skránni. Fyrir þig hefði það verið sama sem ekki neitt sem eg fékk, en fyrir mig var það stórfé. Því var komið fyrir á öruggum stað og eg heti í tekjur af því, rétt þrjú hundruð ensk pund á ári. Auðvit- að er ekki hægt að veita sér alt fyrir slíka upphæð, en við lifum fremur spart og við frú Bernstein höfum komist að raun um, að með því setn eg vinn mér inn fyrir málverkin mín, þá getum við lifað áhyggjulitlu lífi. Browne hvesti augun þegar hann heyrði þetta, því að það varpaði alveg nýju ljósi á alt málið. — Þú segir þá, að frú Bern- stein eigi ekkert sjálf, en hafi öll þessi ár lifað á þér? — Já, því ekki það? Þú getur ekki gert þér í hugarlund hve góð ráðskona hún er. Mér yrði ekki nærri því eins ntikið úr pening- unum ef eg ætti að annast alt sjálf. — Eg skal nú bráðum komast að því, hugsaði Browne með sjálf- um sér. Svo bætti hann viðhátt: Þetta gerir nú ekkert til, þegar þú ert orðin konan mín, þá skal frú Bern- stein geta lifað í óliófi, ef hún vill. Þú mátt trúa mér til þess, að hún skal ekki geta kaliað okkur van- þakklát. En haltu áfram með sög- una. Annars held eg að það sé best að eg ljúki við hana fyrir þig. Þú hefir sagt mér, að þú hafir búið með frú Bernstein, eða réttara sagt, að hún hafi búið hjá þér í mörg ár. Þið hafiö ferðast land úr landi. Af einhverri ástæðu hafið þið ekki haft fast heimili. Svo fer þú að mála, og allan þennan tíma hefir þú neitað þér um alt til þess, að frúin geti Iifað í munaði. Það er ekki til neins fyrir þig að mæla á móti þessu, eg veit þetta eins og eg hefði séð það með eigin augum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.