Vísir - 06.02.1916, Side 4

Vísir - 06.02.1916, Side 4
VfSIR « Bréfin aðflutt, — blærinn — ? það gleður mig að bænakeðju- bréfin eru ekki einu sinni sprott- in af kaþólskri hjátrú samkvæmt skrifi prestsins í Landakoti í dag, en því miður mun margur halda að „vingjarnlegi" blærinn á þessu skrifi hans sé reglulega kaþólsk- ur. Hvort það sé rétt, þori eg ekki að fullyrða neitt um, — hefi ekki lesið nógu mörg kaþólsk tímarit til þess. Annars væri fróðlegt ef ein- hver gæti og vildi skýra frá hver hafi komið þessum keðjubréf- um af stað hér í bæ í vetur. 5/2 1916. S. Á. Gíslason. Á Laugavegi 24 er nýkomið: Káputau, kven- og telpukápur, karlmanns regnkápur, nærfatnaður, stumpasirs, morgunkjólar, svuntur, náttkjólar og margskonar álnavara sem selst með afarlágu verði. Húsnæðisskrifstofan — á Grettisgötu 38 — vill hérmeð minna þá menn, er í vetur ætla að kaupa húseignir hér í bœnum, á að koma á skrifstofuna og gera þar húsakaup sín fyrir 14. þ. m. því þann dag verða flest hús leigð nœstk. ár. Gœtið þess að hús hækka í verði og húsaleiga stígur. Sýnið hyggindi yðar í því að kaupa hús meðan tækifærið býðst. Styrkur handa fátækum veikum stúlkubörnum í Reykjavík verður veittur úr S\$\\3a\ ?ifvo\ö&dsetv. Aðstandendur sendi beiðni um styrkinn ásamt lœknisvottorði til forstöðunefndar Thorvaldsensfélagsins Austurstræti 4, fyrir 20. febrúar næstkomandi. Kaffar úr bréfi frá Atidré Courmont tll dr. Guðm. Finnbogasonar rit- uðu á íslensku 17. jan. þ. á. -------„það er besta hressing mín að lesa íslensku. Og svo er nú annað: eins og þúveister eg nú við Bureau de la Presse Etrangére í París; starf mitt er að lesa útlend blöð, sérstaklega ensk, og þýða það sem mér finst merkilegt, eða þá bara benda á það. Aðrir vinna í þýskum, hollenskum etc. blöðum; við les- um næstum því hvert einasta blað sem kemur út í heiminum. Nú ætla eg að stofna íslenska grein í þeirri stofu.----Sendu mér þau blöð sem þér finnast best til þess fallin, að fræða mann um hugarfar og skoðanir íslend- inga um stríðið, hagfræðilegar framfarir, útlenda pólitík, merki- lega atburði á sjó og landi o. s.frv.“ -----„Nú líður mér bærilega; einn fingur er ónýtur á hendinni og hægra augað fjarska slæmt; yfír höfuð er eg ekki eins hraust- ur og eg var: mér er nokkuð ilt í taugunum; en það lagast með tímanum------“. „Eg veit ekki með vissu hvort eg eigi ekki eftir fáa mánuði að fara í“;skotgryfjur, en það getur vel skeð--------“. hvers þessara þriggja, fengið nán- ari upplýsingar um félagið og greitt fyrsta árstillag sitt (5 kr.). Samkvæmt 2. gr. félagsins er tilgangur Listvinafélagsins, „að efla þekkingu og áhuga íslend- inga á fögrum listum í þrengri merkingu, þ. e. dráttlist, pentlist, höggmyndalist og húsagerðarlist; að vinna að útbreiðslu góðra lista- verka og eftirmynda þeirra; að gera íslenskum listvinum hægra fyrir að kynnast framförum er- lendra lista, og að auka þekkingu á íslenskum listum erlendis8. Samkv. 4. gr. laganna, býst félagið við að gefa út (listrit og myndir) sem félagsmenn fá ó- keypis. Félagið mun ætla sér að kaupa listarit ýms til afnota fyrir félagsmenn, halda skemtandi og fræðandi fundi o. s. frv. Landsins stærsta úrval af rammalistum - er á Laugavegi 1. Innrömmun fljótt og vel af hendi leyst. — Hvergi eins ódýrt. £U\B \wt\ á£auga\).\ saml\c^\ati&\ til leigu á besta stað í bænum, mjög hentug fyrir skrifstofur eða prufu-lager. Upplýsingar hjá Andrési Andréssyni klæðskera. » Listvinafélag Islands var stofnað hér á fímtudagakvöld af SCP’mönnum, konum og körl- um. Var fyrir jólin haldinn und- irbúningsfundur undir þennan stofnfund og þá kosnir nokkrir menn til að semja frumvarp til laga félagsins. Eftir að þetta frumvarp nú hafði verið sam- þykt sem lög fyrir félagið, var kosin hin fyrsta stjórn þess: Rík- harður Jónsson form. (til þriggja ára), þórarinn þorláksson gjald- keri og Matthías þórðarson rit- ari. Geta þeir, sem óska inn- göngu í félagið, snúið sér til ein- Hingað til hefir lítið verið unn- ið hér á landi að útbreiðslu á fögrum listum og þekkingu manna á þeim. Listamönnum fer nú óðum fjölgjandi og áhugi manna á listum fer sívaxandi. þessi fé- lagsstofnun er einn þáttur íþess- ari framfarahreyfingu og vér vilj- um láta í ljósi þökk vora tilfor- göngumannanna og heillaósk vora til félagsins. • það skal tekið fram, að þetta félag er vitanlega ekki fyrir íbúa höfðuðstaðarins eina, heldur alla, sem vilja styðja að tilgangi þess innan lands sem utan og hikum vér oss ekki við, að ráða mönn- um fastlega til að ganga í þetta félag. 1—2 herbergi til leigu fyrir ein- hleypa frá 14. maí. A. v. á. 2 lítil herbergi og eldhús, annað- hvort á Lindargötu eða Laugavegi, óskast til leigu 14 maí. A. v. á, Lítil 3ja herbergja íbúð í austur- bænum, óskast til leigu 14. maín.k. A. v. á. Fyrir einhleypan kvennmann ósk- ast til leigu 14. maí Iítið herbergi. A. v. á. Stór stofa án húsgagna til leigu á góðum stað í Austurbænum. A. v. á. Stofa til leigu frá 14. maí (aðeins fyrir einhleypa). A. v. á. Þrifin og barngóð stúlka getur fengið vist á frá 14. maí næstkom- andi á fámennu heimili. Hátt kaup. Afgr. v. á. Karlmannsföt fást saumuð á Hverf- isgötu 84. Vönduð vinna en ódýr. 10 króna seðill fundinn syðst á Þingholtsstræti. Vitjist á afgr. Vísis. Lyklar hafa tapast frá Hótel ísland upp á Kárastíg. Skilist á afgr, Lyklar fundnir. Vitjist í Austur- stræti 18. Brjóstnál með 3 steinum fundin. Vitjist gegn borgun þessarar aug- Iýsingar á afgr. Vísis. Týnst hefir 4. febr. peningabudda með um 8 kr. í — vafin í vasa- klút. Biðst skilað í Tjarnargötu 11 gegn fundarlaunum. Peningabudda með 15—16 kr. í tapaðist í miðbænum í gær. Skil- ist á afgr. Vísis. - Kvensvipa merkt »Guðrún« tap- aðist frá Baldurshaga að Geithálsi. Skilist á afgr. gegn fundarlaunum. KAUPSKAPUR Morgunkjólar smekklegastir, vænstir og ódýrastir, sömuleiðis langsjöl og þríhyrnur eru ávalt til sölu í Garðastræti 4 uppi. (Gengið upp frá Mjóstræti 4). Verslunin Bókabuðin á Lauga- vegi 22 selur brúkaðar bækur með miklum afslætti. Fallegir kvenngrímuhún- ingar til sölu eða leigu á Grett- isgötu 2 (uppi). Nýr svartur silkikirtill til sölu með tækifærisverði. Afgr. vísar á. Lílið hús til sölu. Af sérstökum ástæðum er lítið hús til sölu á góðum stað mót sól, getur verið laust til íbúðar 14. maí. Afgr. v. á. Skemtibátur, nýr, vandaður og sér- staklega vel bygður, er til sölu. Agreiðsla vísar á. okkur þorskanet með góðum teinum eru til sölu, einnig sexmanna- far með góðum útbúnaði. Semja ber viö Ólaf Ingimundarson Bygð- arenda. Góður bátur fæst keyptur. Afgr. vísar á. Fallegur kvengrímubúningur til sölu eöa leigu á Laugavegi 25. Kronus-net og glös fást á Vita- stíg 14.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.