Vísir - 07.02.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 07.02.1916, Blaðsíða 2
VÍSIR VISIR A f g r e í ð s 1 a blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórínn til viðtals frá id. 1-3. Sími 400.— P. O. Box 367. Grikkjakonungur reiður. —:o:— Um tniðjan síðastliðinn mánuð sendi Konstantín Qrikkjakonungur eftir fréttaritara amerískra blaða í Aþenuborg. Var erindið að biðja hann að birta í blöðum vestan hafs, skoðun sína á ýmsum atburðum, sem skeð liafa á Balkan. Hefir viötal konungs við frétta- ritarann verið birt í amerískum blöðum og útdráttur úr því í ensk- um blöðum. Er hér farið eftir ensku blöðunum. Konungur var mjög æstur yfir því, hve bandamenn hefðu gerst ráðríkir í Grikklandi upp á síð- kastið. Þeir hefðu hvað eftir annað gert ráðstafanir um iiluti, sem gríska ríkið eitt hefði fullveldi um, síðast með því að taka Corfu og sprengja upp bruna hjá Demir Hissar. »Það er eintóm hræsni*, mælti konungur, »af Englendingum og Frökkum að tala um brot á hlut- leysi Belgíu og Luxemborgar, eftir það sem þeir hafa hafst að hér. Eg hefi reynt alt sem eg hefi getað til þess að fá ensk og frönsk blöð til þess að sýna mér sanngirni, og fá alþýðu manna á Englandi og Frakklandi til þess að veita mér áheyrn. Þegar bresk blöð hafaráð- ist á Grikkland og ranghverft sann- leikanum, þá hefi eg beðið frétta- ritara blaðanna að koma til mín og hefi eg þá skýrt fyrir þeim sjálíum afstöðu Grikkja. Sama hefi eg gert um frönsk blöð. En alt hefir komið fyrir ekki. — Öll sund eru lokuð fyrir mér nema Ameríka. Nú er of mikil hætta á ferðum til þess að eg skeyti hót um þó sagt verði, að það sé ekki konungi samboðið að láta blaða- menn hafa tal af sér, þegar sjálf- stæði landsins er í veði. Eg mun leita til Bandaríkjanna aftur og aftur, ef þörf gerist, til þess að fá áheyrn, sem mér er neitað um í löndum bandamanna. Lítið þér á hve mikið bandamenn hafa tekið undir sig af löndum Grikkja: Lem- nos, Imbros, Mytilene, Caslellorizo, Corfu, Saloniki og Kálkisskagann, og mikinn hluta af Makedoníu, Skaðabætur. Hvað sloðar það, þó að banda- menn Iofi að borga skaðabætur að ófriðnum loknum? Þeir geta ekki borgað fyrir þær þjáningar, sem þjóð mín verður að þola við það að hrekjast frá heimilum sínum. Bandamenn bera við hernaðar- legri nauösyn. Þjóðverjar brutust inn í Belgíu og tóku Luxemburg á sitt vald af hernaðarlegri nauðsyn. Bandamönnum er heldur ekki til neins að bera því við aö þeir hafi aldrei ábyrgst hlutleysi Grikklands, eins og Þjóðverjar höfðu gert um Belgíu, þvf að Stóra-Bretland, Frakk- land, Rússland, Austurríki og Prúss- land ábyrgðust hlutleysi Corfu. Þetta hefir samt engin áhrif á gjörðir þeirra. Og hvað er um hernaðarnauð- synina að segja? Til hvers þurftu þeir að sprengja upp Demir Hissar- brúna? Sú brú kostaði hálfa aðra miljón franka. Og yfir hana lá eina leiðin sem hægt er að nota til að koma vislum til gríska hersins í Austur-Makedoníu. Það er játað að enginn óvinaher hafi verið nálægt brúnni og það eru engar iíkur til að hann komi þangað. Hvaða hern- aðarnauðsyn var þá á því að sprengja upp brúna? Engin önnur en sú að svelta gríska liðið hjá Seres og Drama. Því þurftu bandamenn að taka Corfu? Ef Grikkir eru banda- menn Serba, þá eru ítalir það ekki síður. Og það var hægra að flytja Serbaher til ftalíu en Corfu. En ítalir neituðu að taka við honum af því að þeir eru hræddir við kol- eruna. Því þarf að stofna Grikkjum í hæítu frekar en ítölum ? Frh. Krýningu Yuans frestað. Þess var getið hér í blaðinu fyrir skömmu að Yuan-Shi Kai ætlaði að láta krýna sig til keis- ara yfir Kínaveldi 9. þ. m. Japanar hafa jafnan verið því mótfallnir að Yuan-Shi-Kai tæki sér keisaranafn og hafa ráðið honum vinsamlega til þess að Tl L M I N N IS: Baðhusið opið v. d. 8-8, ld.kv. tíi 11 Borgarstskrifit. í brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op. v. d. 10-2 og 4-7 * Bæjargjaldk. Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk. sunnd'. 81/,, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1. Landsbankínn 10-3. Bankastjórn til viö- , tals 10-12 Landsbókasafn 12-3-og 5-8. Utlán 1-3 Landssíminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnið opið H/,-21/, siðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgöin 12-2 og 4-b. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vífilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á rr.ið- ^ vikud. kl. 2—3. Landsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. gera það ekki. Þessi .ráðlegging hefir borið þann árangur, að stjórnin í Kína. hefir Iýst því yfir, að hún væri horfin frá því ráði að koma á einveldi og því væri krýningu Yuans frestað um óákveðínn tíma. Ástæðu til þessarar frestunar segir hún vera innanlandsóeyrðir. Eins og kunn- ugt er hefir kínverskur hershöfð- ingi hafið uppreist suður í landi og stjórnin ekki getað bælt hana niður og nú nýlega hafa fylgis- menn gömlu keisaraættarinnar norður í Ulanskuríu hafist handa og farið með ófriði gegn stjórn- inni. Kvennhetjan frá Loos. ----- Frh. Nú byrjuðu á ný hörmungar okkar. Að vera í Loos þessa fyrstu daga, sem þjóðverjar drottn- uðu yfir okkur, var engu líkara en að vera í helvíti. þeir héldu áfram að kveikja í húsunum, fyrir utan bæinn brendu þeir bóndabæ, þar sem særðir menn höfðu leitað hælis og brunnu þeir allir inni. það er ekki unt að lýsa hvern- ig Loos leit út þessa daga. Fjós og hesthús loguðu, en inni fyrir bauluðu kýrnar og hestarnir hneggjuðu. Aumingja skepnurn- ar gátu stundum slitið sig lausar og þutu þá særðar og sviðnar um gðturnar. Hestur með ann- ann kjálkann lafandi og innífiinn hangandi út úr kviðnum datt niður dauður fyrir framan húsið okkar. það var næsta hlægilegt, þó ljótt væri, að sjá hænsnin sviðin og fjaðralaus hlaupa fram og aftur. Á strætunum lágu aumingja skepnurnar dauðar í hrúgum, en innan um þær voru hálfbrunninn viður úr húsunum, brotin húsgögn, óhrein föt, brotn- ar flöskur o. s. frv. En það sem var hræðilegast af öllu var, að undir öllum þess- um ósköpum lágu enn lík her- mannanna. það var ekki fyr en mörgum dögum seinna, að hugs- að var um að taka þau burt. Loftið var þrungið af ódaun. þjóðverjar hrósa sér svo mjög af góðu skipulagi á öllu, en það veit trúa mín að hér gaf að líta þá mestu óreglu, sem hægt er að hugsa sér. Fyrstu dagana hugsuðu þeir ekki um annað en munn og maga. þeir átu og drukku og skeyttu ekki meir um lieilsu sína en okkar. þegar þeir slátruðu nauti, tóku þeir að- eins kjötið en létu slátrið rotna fyrir framan dyrnar hjá sér. það liðu margir dagar áður en ráð- stafanir voru gerðar til að bæta úr þessu. þeir höfðu rænt og skemt svo óþyrmilega fyrstu dagana að þeir hlutu að sjá eftir því. En nú tóku þeir að rannsaka húsin grandgæfilega og bera burt í körfum alt sem eftir var, hvort sem það var fæði eða klæði. Af íbúum Loos voru ekki eftir nema tæp tvö hundruð og í fyrst- unni vissum við ekki neitt hvert um annáð. Eins og fyr var um getið, höfðu óvinirnir tekið alt frá okk- ur og við fórum að líða hungur. Okkur var bannað að fara' út, en eg læddist samt að nóttu til á næsta bóndabæ og náði í dálitla mjólk. þar var aðeins ein gömul kona, en tvær kýr voru enn í fjósi.— Samt leið ekki á löngu fyr en þjóðverjar tóku þær líka, en fyrstu dagana, í mestu vandræð- unum, var mjólkin eins og hver önnur guðs gjöf. Foreldrar mín- ir og eg reyndum að bera sult- inn karlmannlega, en börnin kvört- uðu svo mikið, að hörmung var að hlusta á þau. Eg ætla ekki að lýsa fögnuði vorum einn dag, þegar eg fann litla sardínudós, sem þjóðverjum hafði yfirséstl En hún entist ekki lengi. Eitt kveld tók eg kjark í mig og fór að leita hjálpar í ölgerðarhúsi í næstu götu. í kjallaranum höfðu fjórar fjölskyldur leitað hælis, en hjá þeirrt var ekkert að hafa, þær voru sjálfar aðframkomnar af hungri. Eg frétti samt, að einhverjir raunabræður vorir hefðu náð sér í mjöl í bakaríi þar skamt frá,—- Mér hafði sjálfri komið til hugar að leita þangað, en faðir minn hafði bannað mér það og sagt: „þú ætlar þó ekki að fara að stela, eins og þjóðverjar". Hann var sannfæfður um að við mund- um fá hjálp þá og þegar. Undir slíkum kringumstæðum huggar maður sig við, að svona óttalegt ástandfgeti ekki orðið langvint. Okkur kom þá ekki til hugar að við ættum að Hfa í ánauð heilt ár! þegar eg kom ubakaríið voru þjóðverjar búnir að nema á burt mjölsekkina, en eg náði samt í nokkur hnefafylli og úr þeimbjó eg eitthvað til, sem líktistbrauði. í garði nábúahússins, sem var gjöreyðilagt, fundum við dálítið af jurtum, sem við höfðum mikið gagn af. s"

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.