Vísir - 07.02.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 07.02.1916, Blaðsíða 4
V f s’l R Á Laugavegi 24 er nýkomið: Káputau, kven- og telpukápur, karlmanns regnkápur, nærfatnaður, stumpasirs, morgunkjólar, svuntur, náttkjólar og margskonar PQT álnavara sem selst með afarlágu verði. Vns Húsnæðisskrifstofan — á Grettisgötu 38 — vill hérmeð minna þá menn, er í vetur ætla að kaupa húseignir hér í bœnum, á að koma á skrifstofuna og gera þar húsakaup sín fyrir 14. þ. m. því þann dag verða flest hús leigð nœstk. ár. Gœtið þess að hús hækka í verði og húsaleiga stígur, Sýnið hyggindi yðar í því að kaupa hús meðan tækifærið býðst. Haligrímsmyndin — endurbætt — er nú aftur til sölu hjá úlgefandanum, Samúel Eggertssyni, Njálsgötu 15, Reykjavík. Verð kr. 1,25. Skófatnaður nýkominn í Skóverslun Stefáns Gunnarssonar. Par á meðal amerískur skófatnaður. Enn fremur miklar birgðir fyrirliggjandi af skóhlífum. rn ....-*■■■■-. .... n' i Sparsöm þjóð. Eftir próf. Edv. Lehmann. Frh. ---- Við skulum fyrst athuga hvern- ig það bar til. N e y ð i n hefir gert þýskaland að landi iðjuseminnar og spar- seminnar. „Arbeitsamkeit und Sparsamkeit“, kveður Mathias Claudius, — taka skáld nokkurs annars lands sér slík orð í munn? En þýskaland var fátækt land, og þá einkum Prússland, Meklen- burg, Hannover, Rínarlöndin og Bæheimur og Baden voru betur stödd; en í austurhlutanum og í Brandenburg, þar bjuggu menn við sult og seiru. Ekki svo að skilja að góðu hér- uðin hafi átt við sífeld sældarkjör að búa. þau höfðu varla náð sér eftir hörmungar þrjátíu ára stríðs- ins, þegar Napoleons styrjaldirn- ar dundu yfir þau og leyddi yfir slíka eymd og volæði að fólkið átti við hungursneyð að búa. það var ekki að eins hafnbannið, sem Napoleon lagði á öll löndmegin- landsins fyrir Englendingum, sem krepti að mönnum. það var ekki aðeins kaffi, te, sykur og krydd- vörur, sem menn höfðu af skorn- um skamti. Búrin voru fátæk af miklu nauðsynlegri matvörum. Gamlir menn kunna enn sögur af ástandinu þar syðra um þær mundir. þrekna veitingakonan í Berlín, sem að vísu leit ekki svo út sem hún hefði nokkuru sinni soltið, sagði frá því að afi sinn, sem var líflæknir í furstadæminu Thiiringen, hefði safnað saman blómum linditrjánna, þurkað þau og geymt í pjáturdósum. Annað te fékk hann ekki. — þá skildi eg hvers vegna hún mændi svo sárt í fingurna á mér, þegar eg tók þrjá sykurmola með kaffi- bollanum mínum. Neyðin kennir naktri konu að spinna: — þá var það, að menn funduuppáþví að brenna maltkaffi og að búa tií „kaffibætir“ — og það, sem meira var um vert og mikilsvert er orðið: að búa til sykur úr rófum. En auk þess var líka brauð af mjög skornum skamti, og þó einkum svo mikil ekla á kjöti, að neyð mátti kalla : á sandmörk- unum í Brandenburg, í renglulegu skógunum í Kurhessen og í verksmiðjubæunum i Saxlandi. Hvaðan átti matvaran að koma? Werner von Siemens, frægur rafmagnsfræðingur, segir svo frá, að þegar hann átti að fara úr foreldrahúsum í Hannover til að stunda náma í hermannaskóla í Bcrlín, þá hafi bændurnir úr ná- greninu lagt mjög að föður hans að senda ekki drenginn til „sult- arlandsins Prússlands;“ en gaml- ir Berlínarbúar hafa sagt mér, hvað átt hafi verið við með þess- um ummælum um sultarlandið. Á alþýðuheimilum í Brandenburg, Sljesíu og Saxlandi, fékk aðeins húsbóndinn á heimilinu kjöt á degi hverjum fyrir fimtíu árum síðan. Konur og börn fengu það aðeins einu sinni á viku, þau urðu að láta sér lynda brauð og kartöfl- ur, og eina sneið af pylsu þegar best lét. það er þessi fæða sem veldur því að Saxlendingar eru svo litlir; og það eru afleiðingar þessara lifnaðarhátta, sem valda því, að konurnar í Berlín eru svo ófagrar og eldast svo fljótt. Já, það hafa verið erfiðir tímar, en þeir eiga sinn þátt í því, að þjóðverjar eru það sem þeir eru. Fyrst og fremst eru þeir iðn- ustu verkmenn Norðurálfunnar. þeir urðu að vinna baki brotnu til að geta haft i sig og á. Nota alt, sem hönd á festi, til þess ítr- asta. Gáfumenn og iðjumenn hafa skapað þýska iðnaðinn, sem þýskaland lifir á. þýska járnið var ekki hið besta ogþýskukol- Landsins stærsta úrval af rammalistum er á Laugavegi 1. Innrömmun fljótt og vel a! hendi leyst. — Hvergi eins ódýrt. £\Hl \yvyv í £au$avA in voru léleg, en þau voru nógu góð til að byrja með hinn öfiuga vélaiðnað, sem bráðlega óx iðn- aði Englendinga yfir höfuð. Og þjóðverjar unnu úr alskonarinn- fluttum efnum — ekki ætíð bet- ur, en altaf fyrir lægra verð. Skrítlur. Kennarinn við bónda: »Sonur minn skrifar mér, að hann hafi fengiö .námsstyrk í skólanum fyrir ástundun.« Bóndinn: »Sannarleg gleðitíð- indi fyrir yður. Eg get svo vel sett mig í spor yðar. Því þegar nautiö okkar heima fékk verðlaunin á gripasýningunni, urðum við svo himinlifandi.« ^vyu saYYvU^^aYidv fveYbev^v til leigu á besta stað f bænum, mjög hentug fyrir skrifstofur eða prufu-lager. Upplýsingar hjá Andrési Andréssyni klæðskera. Stulka óskast frá 14. maí - 1 kaupstað á lorðurlandi. Hátt kaup í boði! Afgreiðslan vísar á. 1—2 herbergi til leigu fyrir ein- hleypa frá 14. maí. A. v. á. 2 lítil herbergi og eldhús, annað- hvort á Lindargötu eða Laugavegi, óskast til leígu 14 maí, A. v. á. Lítil 3ja herbergja íbúð í austur- bænum, óskast til leigu 14. maí n.k. A. v. á. Fyrir einhleypan kvennmann ósk- ast til leigu 14. maí lítið herbergi. A. v. á. Einhleypur maður óskar eftir litlu herbergi ásamt húsgögnum frá fyrsta maí næstkomandi. Tilboð, merkt Herbergi, leggist inn á afgreiðslu Vísis sem fyrst. Þrifin og barngóð stúlka getur fengið vist á frá 14. maí næstkom- andi á fámennu heimili. Hátt kaup. Afgr. v. á. Stúlka óskast nú þegar á Grettis- götu 24. Morgunkjólar . smekklegastir, vænstir og ódýrastir, sömuleiðis langsjöl og þríhyrnur eru ávait til sölu í Garðastræti 4 uppi. (Gengið upp frá Mjóstræti 4). Verslunln Bókabúðín á Lauga- vegi 22 selur brúkaðar bækur með miklum afslætti. Fallegir kvenngrímubún- ingar til sölu eða leigu á Grett- isgötu 2 (uppi). Lilið hús til sölu. Af sérstökum ástæðum er lítið hús til sölu á góöum stað mót sól, getur verið laust til íhúðar 14. maí. Afgr. v. á. Nokkur þorskanet með góðum teinum eru til sölu, einnig sexmanna- far meö góðum útbúnaði. Semja ber við Ólaf Ingimundarson Bygg- garði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.