Vísir - 08.02.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 08.02.1916, Blaðsíða 4
VÍSIR A Laugavegi 24 er nýkomið: Kápuiau, kven- og telpukápur, karlmanns regnkápur, nærfainaður, stumpasirs, morgunkjólar, svuntur, náttkjólar og margskonar PQT álnavara sem selst með afarlágu verði. Húsnæði. 3ja herbergja íbúð með eldhúsi óskast 14. maí eða fyr. Upplýsingar í Brauns Verslun vantar á Njörð. 4» \ H.f. Eimskipafélag ísiands / Pað tilkynnist hérmeð vorum heiðruðu viðskiftavinum, að vér frá og með 15. mars þ. á., og fyrst um sinn á meðan stríðið stendur yfir, gefum að eins einu siuni 10 °l afslátt af öllum flutningsgjöldum til og frá Kaupmannahöfn, samkvæmt flutningsgjaldskrá vorri. Allur afsláttur umfram þetta fellur í burfu. Pó verður reiknað nettó flutningsgjald fyrir kjöt og síld. Reykjavík, 7. febrúar 1Q16. H.f. Eimsflipafólag Islands. Kaupið last word pfpurnar í Landstjörnunni Færeyiskar þjóðsagnir. Þingstólar. í Kvígadal í Miðvogi er steinn einn klofinn í sundur í miðju og kallast hlutarnir »Þingstólar« vegna þess að þar var þingstaður til forna. Frá þeim atburði er steinninn klofn- aöi, er skýrt frá á þessa leið: Tveir bændur deildu um Ianda- merki og varð ekki komið á sættum; málið fór því fyrir þingdóm. Annar málsaðilinn sá það í hendi sér aö dómarinn mundi dæma hin- um í vil, tók hann þá það ráð að bera fé í dóminn sem kallað var, eða að múta dómaranum. Þetta dugði, dómurinn féll honum í vil, en sá sem á réttu hafði að standa bar lægra hlut. En svo voru regin réttlætisins firt af þessum ranga dómi aö steinninn klofnaði í tvent um Ieið og dóm- urinn var upp kveðinn. . . . TrölHn á Skálavöllum. Tröllin á Skálavðllum voru vön því á hverri jólanóttu að halda dans á Skálavöllum í Borgardal eystra. Heyröust þau þá jafnan syngja þetta um leið og þau dönsuðu: »Trum trum, tralala. kalt er á fjöllum hjá tröllum; Skýlla er í húsum á Skálavöllum. Mottan dugar í dyrunum, trum, trum, dönsum dátt.* Þessi motta sem tröllin sungu um var nokkurs konar töfradúkur, sem það eöli hafði að tröllin sáust ekki og enginn komst inn til þeirra þegar hann var í dyrunum í húsi þeirra á Skálavöllum. Einhverju sinni lofuðu Miklanes- menn þeim kvígu sem þyrði að fara þangað sem tröllin dönsuöu á jólanóttina og kippa mottunni úr dyrunum. Maöur nokkur bauðst til fararinnar. Hann fékk sér ágætan hest og reið upp Borgardal. Þegar að húsinu kom svifti hann dúknum úr dyrunum, stökk svo á bak og reið heim allt hvað af tók. Tröllin veittu honum eftirför. Dró aaman með þeim og manninum eftir því sem Iengra leið. Þegar maðurinn kemur niður f dalsmynnið og sér yfir sveitina segir hann svo undir tekur í dalnum: »Þarna er guð og kirkjan!« Voru þá tröllin komin svo nærri að eitt þeirra náði f taglið á hesti hans og sleit það af með sterti og öllu saman; en maðurinn komst heill á húfi með töfradúkinn. VINDLAR bestir í Landstjörnunni. TAPAfl—FUNDIÐ Fundist hefir karlmanns fingra- vet-ingur með útprjóni hja Nýja Bfó, sunnudaginn 6. febrúar. Vitja má á Lindargötu 14 uppi. Fundist hefir sjálfblekungur. Vitj- ist á Laufásveg 15. Peningabudda tapaðist á götum bæjarins. Skilist á afgr. Vísis. Fundist hefir kvenúr ásamt festi. Vitja má á Lindargötu 36. Úr fundið. Vitja má á Vestur- gðtu 33. Þrifin og barngóð stúlka getur fengið vist á frá 14. maí næstkom- andi á fámennu heimili. Hátt kaup. Afgr. v. á. Stúlka óskast nústrax. Háttkaup. A. v. á. Þrifin stúlka óskast ívistl4. maí. Hátt kaup í boði. Frú Wiehe, Sauðagerði. Tvær kaupakonur óskast að Stór- ólfshvoli \. Rangárvallasýslu. Uppl. á Spítalaslíg 6 uppi. Stúlku vantar strax til léllra inni- verka á Vatnsstfg 3. Stúlka óskast nú þegar á Hverfis- gölu 63. | H ÚSNÆÐI | 2 Iítil herbergi og eldhús, annaö- hvort á Lindargötu eða Laugavegi, óskast til leigu 14 maí. A. v. á. Lítil 3ja herbergja íbúð í austur- bænum, óskast til leigu 14. maí n.k. A. v. á. Einhleypur maður óskar eftir litlu herbergi ásamt húsgögnum frá fyrsta maí næstkomandi. Tilboð, merkt Herbergi, leggist inn á afgreiðslu Vísis sem fyrst. 3 herbergi ásamt eldhúsi og geymslu óskar barnlaus fjölskylda frá 14. maí, helst nálægt miöbænum. Afgr. v. á. Skemtileg stofa með húsgögnum og sérinngangi er til leigu strax. A. v. á. Lítiö herbergi fyrir einhleypa konu er til leigu í Vonarstræti 2. KAUPSKAPUR Morgunkjólar smekklegastir, vænstir og ódýrastir, sömuleiðis 1 a n g s j ö I og þ r í h y r n u r eru ávalt tii sölu í Garðastræti 4 uppi. (Geneið upp frá Mjóstræti 4). Verslunin Bókabúðín á Lauga- vegi 22 selur brúkaðar bækur með miklum afslætti. Fallegir kvenngrímubún- ingar til sölu eða leiguáGrett- isgötu 2 (uppi). Nokkur þorskanet með góðum teinum eru til sölu, einnig sexmanna- far með góðum útbúnaöi. Semja ber við Ólaf Ingimundarson Bygg- garði. Lítið hús tii sölu. Af sérstökum ástæðum er lítið hús til sölu á góðum stað mótsól, getur verið lanst til íbúðar 14. maí. Afgr. v. á. Kronus-net og glös fást á Vita- stíg 14. | Borðvog einnig Desimalvog ósk- ast til kaups nú þegar. Afgr. v. á. Brúkaður ofn, sömuleiöis stór eldavél óskast til kaups strax. A. v. á, Hálf Húseign f vesturbænum faesf keypt með óvanalega góðum kjörum, sé um kaup samið fyrir þ. 14. þ. m. Uppl. í N j á 1 s b ú ð. Barna-baðker (Zink), hvíthúðað járnrúm með gormfjöörum og dýnu, skrifborö eg fataskápur er til sölu á Hverfisgötu 44 (bakh.). Nýlega og snotra barnakerru vil eg kaupa strax. Halldóra Þórarinsdóttir Frakkastíg 15. Góða skraddara saumavél vil eg kaupa strax. Andrés Andrésson klæðskeri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.