Vísir - 09.02.1916, Blaðsíða 1

Vísir - 09.02.1916, Blaðsíða 1
Utgefandi HLUTAFÉLAG Ritstj. JAKOB MÖLLER SÍMI 400. Skrifstofa og afgreiðsla í Hótel Island SÍMl 400. 6. árg. Miðvikudaginn 9. febrúar 1916. 39. tbl. • Gamla Bíó • Hin fræga gamanmynd Palads- leihhússins Þreytti Friðrik. Oamanleikur í 4 þáttum, útbúinn af Einar Zangenberg og leikinn af ágætum dönskum leikurum, svo sem: Jutta Lund, Frú Friis Hjort, Lilly Jansen, Jörgen Lund og í aðalhlutv, hinum alþekta og góð- kunna leikara, Friðrlk Jensen. Aðgni. kosfa: Tölusett 60 aura, Alm. 35 aura og fyrir börn 15 au. * 3sl. soYigvasaJn. — I. BINDI — JMST 150 uppáhaldssönglög þjöðarinnar með raddsetningu við allra hœfi. Stœrsta og ódýrasta islenska nótnabók- in sem út hefir komið til þessa. Prentuö i vönduðustu nótnastungu Norðurálfu á sterkan og vandaðan pappir. Ómissandi fyrir alla söngvini laudsins! Fœst hjá öllum bóksölum. Verð 4 kr. Innb. 5 kr. Bókaversl. Sigf. Eymundssonar. Leikfélag Reykjavíkur. Hadda Padda. Sjónleikur í 4 þáttum eftir Guðmund Kamban. Alþýðusýning f kvöid (miðvikudag) kl. 8 sfðd. Aðgöngumiðar verða seldir í Iðnó í dag og kosta: Betri sæti 65 aura. Alm. — 50 — Standandi 40 — Barnasæti 25 — Stúlka óskast frá 14. maí -- í kaupstað á líorðurlandi. Hátt kaup í boðil Afgreiðslan vísar á. Erindi um þegnskylduvinnuna flyiur Hermann Jónasson í Bárubúð fimtudaginn þann 10. þ. m. kl. 8V2 e. h. — Inngangur 25 aurar. — Aðgöngumiðar fást í Bókaversl. ísafoldar og Sigf. Eymunds- sonar. Ennfremur í versl. »Von« og við innganginn. HÉRMEÐ tilkynnist vinum og vandamönnum að ástkœr dóttir okkar, Helga Magnúsdótlir, lézt að heimili okkar að morgni dags hins 8. þessa mánaðar. Reykjavik 9/2. 1916. þóra Ólafsdðtíir. Magnús Gunnarsson. Bæjaríréttir Afmæli á morgun: Ásgeir Blöndal Iæknir. Ámundi Ámundason fiskimatsm. Guðm. Hlíðdal verkfr. Gísli Björnsson trésm. Guðrún Bjarnadóttir saumak. Lárus Thorarensen kaupm. Ak. María Ólafsdóttir ekkja. Tómas K. Magnússon verkam. Afmæliskort með íslensk- um erindum fást hjá Helga Árnasyni í Safnahúsinu. Erl. mynt Kaupm.höfn 4. febr. Sterlingspund kr. 17,26 100 frankar — 62,25 100 mörk — 66,85 Rey kja vík Bankar Sterl.pd. 17,55 100 fr. 63,25 100 mr. 67,50 1 florin 1,55 Doll. 3,85 Svensk kr. Pósthús 17,55 63,00 67,00 1,55 3,90 102 a. Meðal farþega á fslandi að vestan voru : Carl Proppe, O. V. Davíðsson, Vigfús Guðbrands- son, Páll Stefánsson stórkaupmaður, frú Þorbjörg Steingrímsdóttir Bol- ungarvík, Jósefína Pétursdóttir Bol- ungarvík o. fl. Lóðakaup. A. Obenhaupt stórkaupm. hefir keypt lóð á Arnarhóli, fyrir sunnarc Hverfisgötu, frá lóð stjórnarráðsins að Ingólfsstræti. ísland komst ekki héðan í gær. Kvesti svo, er á daginn leiö, að ófært varð milli skips og lands. Skipsijóri komst með naumindum út í skipið og með honum Sveinn Björnsson og Hjörl. Þórðarson, en báturinn, sem þeir fóru í, varð svo að hverfa frá skipjnu meö tvo farþega, sem ekki komust upp. Litlu síðarlagði vélbátur frá landi með uppskipunar- bát í eftirdragr, og voru í honum margir farþegar, Copland, Sig. Briem póstmeistari o. fl. Slitnaði uppskip- unarbáturinn þrisvar aftan úr vél- bátnum, en altaf tókst vélbátsmönn- um að ná í hann aftur. En aldrei komust bátarnir út, urðu að snúa aftur til lands, og skipið fór ekki fyr en í morgun. Sigurður Briem póstmeistari fór utan á fslandi sér til heilsubótar. Símabilunin. Nú er það sæsíminn, sem bilað- ur er. Er bilunin 8 mílur norður af Færeyjum að sögn, og má búast við að ekkl verði við hann gert á skemri tíma en viku eða 10 dög- um. Gullfoss kom til Vestmannaeyja í gær. Til útfanda fóru á íslandi: L. Kaaber, Sveinn Björnsson, Þórh. Daníelsson kaupm., Óiafur Teitsson skipstj., Debell, Cop- land og kona hans, Sigurður Briem póstmeistari, Þyri Benediktsdóttir ungfrú, Ólafur Magnússon Ijósm., D. Thomsen, A. Berléme, Henning- sen, Meinholt, Þorvaidur Sigurðsson húsgagnasm., Stefán Guunarsson skósm., Kristján Kristjánsson skip- stjóri o. fl. <s% Nýja Bfó Ut yfir gröfog dauða Sorgarleikur í 4 þáttum eftir hinn nafnkunna austur- ríska leikritahöfund Arthur Schmitzler. Aðalhlutverkin leika: V. Psilander. Frú Augusta Blad Christel Holch. Carl Lauritsen. Frú Fritz Petersen. Myndin stendur hálfa aðra klukkustund. Aðgöngumiðar kosta 50 au„ 40 au. og 30 au. JARÐARFÖR Sigríðar sálugu Jónsdóttur frá Oddgeirshólum fer fram fimtudaginn 10. þ. m. og hefst með húskveðju kl. 117* f. h. á heimili hinnar látnu á Laugavegi 54 B. Oddur ögmundsson. Samverjinn. Kvittanir fyrir gjöfum. Peningar: Ónefnd ' 2,00 G G 2,oo Herm. l,oo Kaffi 2,oo + o,50 2,5o Vísir safnað 25,00 P S 5,oo Jóhanna 2,00 Frú N N 10,00 Sæm. Sigfússon 10,00 Önefndur 4,00 Frú H E 25,oo O. Guðm.ss. s/s Geir 15,00 Nemandi 5,00 N N 5,oo Húsfrú M S 3,oo V ö r u r: J. H. H. 100 pd. grjón og 7* fn. kartöflur. V. O. 15 i. mjólk. Ónefnd 72 tn- rófur. P. J. Th. 72 kartöflur. og 100 pd. grjón. ísfélag 70 pd. kjöt og 70 pd. heilagfiski. J.J. 1 s. haframjöl og 1 s. rúg- mjöl. Frú J. M. 5 rúllupylsur. 6/í 1916. Páll Jónsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.