Vísir - 10.02.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 10.02.1916, Blaðsíða 2
 VISIR VISIR Afgreiðsla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórínn til viðtals frá H 2-3. Sími 400.— P. O. Box 367. Briminn á lyrarbakka, Hr. ritstjóri! Greinarstúfur með þessari fyrir- gögn stendur í heiðruðu blaði yðar frá 28. jan. 1916 og er þar óþarf- lega rangt frá skýrt í jafn stuttri grein; og þar eð mér kemur málið einna mest við, þá vil eg leiðrétta villurnar. Þá kemur fyrsta villan, sem er að vísu meinlaus, hún hljóðar svo: »Haldið er að kviknað hafi í hús- inu frá lampa í litlu loftherbergi*. — Loftherbergi var ekki að tala um í þessum skilningi, því að húsið var tvær hæðir rislausí. í öðru lagi kom eldurinn upp niðri, eftir því sem næst er komist, en ekki á lofti. Svo koma næstu 6 línur og eru þær að mestu ósannindi; sú klausa hljóðar svo: »Vindurinn stóð af næsta húsi og var hægt að brjóta niður húsið sem var að brenna, áður en kviknaði { annarsstaðar. Ein dæla var til á staönum, en hún var ekki í því á- standi að hennar yrðu not.< Fyrst og fremst stóð ekki vind- urinn af hæsta hiísi, því að hann stóö á næsta hús, en ekkert hús vindmegin við húsið sem var að brenna. Það er rétt að ein dæla er til á staðnum, en að hún hafi verið í óstandi, það eru tilhæfulaus ósannindi, eins og allir viðstaddir sáu, sem nokkuð hafa séð og satt vildu segja. Og þeir sem eru lengra frá geta líka ímyndað sér það, þar sem eldurinn var stöðvaður á timb- urvegg sem var nálægt 3 faðma frá húsinu. Auðvitað var hann á hlið við vindinn, vindurinn af suðri, en veggurinn fyrir vestan húsið, og geta þeir sem hafa verið|viö bruna gert sér í hugarlund, hve gott er að verja mannhæðar háan timburvegg 3 faðma frá tveggja hæða háu húsi, sem stendur í björtu báli. Þaðsáu þeir sem við voru að oft lék loginn um þenna skúrvegg á meðan bálið var mest og þ ó var eldinum varn- að að ná föstum tðkum þar ein- göngu með dælunni, sem á að hafa verið í svo megnu óstandi að henn- ar hafi ekki orðið not. En þess má geta að eldurinn var svo magnaður þegar dælan kom, að ekki var gerð tilraun til að slökkva í húsinu, eins og gefur að skilja, þegar hann var svo magnaður er hans varð vart, að með naumindum varð komist ut. Þessa leiðréttingu óska eg aö þér, hr. ritstjóri, takið í blað yðar hið fyrsta og skora eg jafnframt áyður aö segja til hver sendir yðursvona ósannindi, sem eru eingöngu til að setja blett á mig, sern á að sjá um að dælan sé í standi. Eyrarbakka 4. febr, 1916. Einar Jðnsson (slökkvilíðsstjóri). Aths. Mér finst herra slökkviliðsstjórinn óþarflega stórorður. f Suðurlandi er sagt að það hafi bjargað húsi E. J., »sem. er næst fyrir vestan hve suðlægur hann var«, og verður það ekki skilið svo að vindurinn hafi staðið á húsið. Suðurl. segir einnig að dælan hafi reynst »lítt nothæf< vegna þess að sandur hafi borist í hana úr sjónum, og er þá frásögn sögumanns Vísis heldur ekki f . því svo fjarri sanni. — Eg sé því ekki ástæðu til að birta nafn hans, enda er eg þess fullviss að þessar smávægilegu skekkjur í frásögninni eru ekki sprottnar af fjandskap við slökkviliðsstjórann. Málamiðlun. Lansing utanríkisráðh. Banda- rlkjanna hefir ritað stjórnum ó- rriðarþjóðanna bréf og stingur upplá|því|að§ þær verði ásáttar um vissar reglur fyrir kafbáta- hernaði. — En réglur þaer sem hann stingur upp á eru þessar: 1. að mönnum ófriðarþjóð- anna sem ekki bera vopn, sé heimilt að sigla um höfin á skip- um sfnum og mégi treysta því aðfþau fái að njóta alþjóða- og mannúðarlaga. 2. að ekki megi ráðast á kaupför án þess þeim sé fyrst gert viðvart um árásina. 3. að kaupskip þeirra þjóða, sem eiga í ófriði skuli undir eins nema staðar og þeim er skipað það. 4. að ekki megi skjóta á kaup- far nema það búist til varnar Tl L MINNIS: Baðhúsiö opiP v. d. 8-8, ld.kv. lil 11 BorgarsLskrifat. í brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst, Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk. sunnd. 8'/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssíminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið 1V.-21/, siðd. Pósthúsið opið v..d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustrætí 12': Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslaekningar á föstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. Landsféhirðir kl. 10—2 og 5-6. eða Ieyti undan. Oefi það upp vörn þá á að hætta að skjóta á það. 5. að ekki sé heimilt að sökkva kaupfari nema ef ekki er hægt að setja menn út í það tii að flytja þaðftil hafnar, og að þá skuli altaf bjarga skipshöfn og farþegum. Ennfremur telur Lansing <æp Iega löglegt að vopna kaupför. Segir f bréfinu að ef ekki verði gengið að þessum uppástung- um, muni Bandaríkjamenn ekki leyfa vopnuðum kaupförum að koma inn á hafnir hjá sér, nema eftir sömu reglum og herskipum. Kvennhetjan frá Loos. ------ Frh. séð um að tæma hann — og ef nokkuö er eftir af húsinu okkar, þá munu þær vera þar enn í herbergi, sem snýr út að kirkju- garðinum. Tveim dögum seinna ætlaði eg að stelast út og reyna að ná okk- ur í einhvern mat, því hungrið kvaldi okkur. Eg var kvíðinþví eg hafði frétt að von væri á þýskum hershöfðingja til bæjar- ins og að nú ætti að setja yflr okkur herstjórn; með öðrum orð- um: þjóðverjar bjuggust ekki við að fara bráðlega burt úr Loos. þegar eg lauk upp hurðinni rak eg mig á þýska liðsforingja og í hóp þeirra var lítill dökk- hærður maður, sem hinir sýndu mikla lotningu. Hann hafði sams- kon&r húfu og þeir, en hannvar á ljósum fjóluleitum jakka, grá- um buxum með rauðum borð- um og axlaskúfarnir voru úr silfri með gyltum stöfum. Mér datt undir eins í hug, að þarna mundi vera kominn hershöfðinginn. Hann gekk til mín og sagði: „Eg er hershöfðingi von .... (eg man ekki nafnið) gerið svo vel að vísa mér leiðina í þing- húsið*. Mér datt í hug, að það væri nú mér að þakkaefeitthvað væri eftir af því, en auðvitað þagði eg og gekk á undan hohum. þeg- ar hann kom í þinghúsið hýrn- aði yfir honum; honum fanstvíst að hermennirnir hans hefðu verið æði duglegir því alt var hér brot- ið og skemt. því næst hélt hann yfír mér nokkurskonar próf. „Hvar er borgarstjórinh?" „Hann er í stríðinu". „í hvaða.herdeild?a „það veit eg ekki". „það er þó merkilegtl Er hér þá nokkur prestur?" „Já\ „Sýnið mér hvar hann býr". Eg fylgdi honum. Prestssetrið var eitthvert fallegasta húsið í bænum og fyrir framan það var fallegur blómgarður. þegar þang- að var komið kvaddi hershöfð- inginn mig og gekk inn. Eg veit ekki hvað hann og presturinn tóluðust við, en syo mikið er víst, að frá þeim degi voru dátar á verði fyrir framan dyr prestsins og honum var bannað að fara út. Fyrstu dagana ínóvemberkom fyrlr mig lítið atvik, sem hafði í för með sér alleinkennilega við- burði. Ungur lautinant kom inn til okkar og tók að leita í öllum hirslum, mig minnir að það hafi verið borðbúnaður sem hann vantaði. Við vorum orðin svo vön að sjá þessar aðfarir þjóð- verja, að við vorum hætt að kippa okkur uþp við það. þegar hann var búinn að ræna nokkrum hníf- um og skeiðum og láta ívasann, fór hann að starblína á mig á óviðeigandi hátt. Eg ætlaði að fara inn í næsta herbergi, en hann tók í hand- leginn á mér og sagði: „Vous étre mo'n amie". (þér vera vin- stúlka mín). það var ekki í fyrsta skifti að þessir herrar voru nærgöngulir við mig. Einu sinni á miðri götu ætlaði einn hermaður að kyssa mig, en eg var ekki sein á mér og rak honum duglegan löðrung. Hann hrökk við og í sama vetfangi kom þar að liðsforingi, sem kallaði til hans og hegndi honum samstund- is. Refsingin var tólgin í því, að hermaðurinn varð að snúa að honum bakinu og fékk tilfinnan- legt spark í rassinn, varð svo að .snúa sér við með byssuna um öxl og hendina á húfunni og segja auðmjúkur: „Ja wohl, herr leueant". það var samt auðsætt að liðs- foringinn hafði ekki gert þetta af eintómri umhyggju fyrir mér, en eg gat flúiö undan þessum dað- ursegg. En svo eg snúi mér aftur að hinum lautinantinum, þá var ber- sýnilegt að hann var mjög upp með sér og þóttist ómótstæði- legur. Eg reiddist yfir mig og hann hefir hlotið að sjá hvílíkan við- bjóð eg hafði á honum, þvíhann slepti mér og fór út, en eg sá á honum að hann bjó yfirhefnd. Seinni part dagsins kom hóp- ur af vopnuðum mönnum og liðsforingi í broddi fylkingar með

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.