Vísir - 11.02.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 11.02.1916, Blaðsíða 4
VISIR Jzx (veðati Ofnar og eldavélar fyrirliggjandi. Ofnar frá kr. 14,50—175 kr. Eldavélar frá 17—200 kr. — Rör og leir o. s. frv. — 0flK~ Stœrsta eldfæraverslun í borginni. '3BK) Laura Nielsen. í fyrramálið kl. 6'L W ’y.aStiatSiatíat 09 \>a‘5ax\ á Uvð W úUatvda C. Zimsen. Vinir og vandamenn. Elsku litla Hrefna Björg okkar and- aðist 10. þ. m. Jauðarförin ákveðin siðar. Kristin Jón8dóttir. Brynj. Magnússon. Njálsgötu 39. Frh. bæjajfrétta. Botnfa kom í gær frá útlöndum, fór fram hjá Vestmannaeyjum. Hún flutti hingaö lík Þorgríms Stefáns- sonar, sem veriö hefir háseti á skip- um Sameinaða félagsins, en lést nýiega í Kaupmannahöfn. Póaturinn, sein sendur var frá Höfn meö Gullfossi og Botníu, kom hingaö meö skilum. Þess skal þó getið, aö eitthvaö varð eftir af þeim böggla- pósti, sem Gulifoss áfti að taka í Höfn, vegna þess að ekki fylgdu sendingunum yfirlýsingar frá send- endum um, að innihaldiö væri danskur varningur. Veðrfö f dag. Vm.Ioftv.745 logn U -i-2,5 Rv. “ 744 logn U -5,0 íf. “ Ak. “ 746 nna. kul u 0,0 Gr. “ 706 na. st. gola u —3,0 . Sf. “ 742 na. st. k. u 0,7 Þh. “ Ceres kom aö vestan í morgun. Meöal farþega voru Jóhannes og Sigvaldi Þorsteinssynir kaupmenn á Akur- eyri og Sveinn Einarsson kaupm. á Raufarhöfn. Helgi Helgason versl- unarstj. kom vestan af ísafirði meö skipitiu. Skrítiur. Feröamaöurinn: Er gistihúsið yðar gamalt? Gestgjafinn (uppmeðsér): Fulira hundrað ára, herra minn! Feröam: Haldið þér þá ekki að það væri kominn tími til að viðra rúmfötin ? Gesturinn: Þjónn, gefið mér tannstöngut! Þjónninn: Það er því miður ver- ið að brúka þá alla. Hafnbann Breta. Nokkur ensk blöð, einkum Daily Maíl og Times, hafa haldið því fram að Bretar leyfðu að flytja meiri vör- ur til hlutlausra landa en góðu hófi gegndi. Væri auðsætt að mikill hluti af þeim vatningi færi til Þýska- lands. Höfðu þau komist að þess- ari niðurstöðn með því að bera saman hvað flutt hefði veriö frá Bandaríkjunum til þessara landa fyrir ófriðinn og þaö sem nú er flutt. Hafa blöðin sí og æ verið að klifa á því að sljórnin ætti að heröa á hafnbanninu. Þau hafa kent Sir Edward Grey utanríkisráðherra um að svona er komið, því að hann tæki of mikið tillit til hlutlausra þjóða og hindr- aði flotann í að framkvæma hafn- bannið. Utanríkisráðherrann svaraði þess- um árásum blaðanna í þingræöu 26. f. m. Kvað hann skýtslur blaðanna um vöruinnflutning alsendis óábyggi- legar. T. d. væru ekki dregnar frá útfluttum vörum frá Bandaríkjunum þeir farrnar sem Bretar heföu lagt Hallgrímsmyndin — endurbætt — er nú aftur til sölu hjá útgefandanum, Samúel Eggertssyni, Njálsgötú 15, Reykjavík. Verð kr. 1,25. hald á. Eitt af því sem blöðin segðu væri það, að Norðurlönd og Holland hefðu flutt inn 19 miljónir mæla (bushels) af hveiti frá Banda- ríkjunum fyrstu 10 mánuði ársins 1913 en 50 milj. á tilsvarandi tíma- b.ili 1915. Við þetfa væri að at- huga að í síðari upphæðinni væri reiknaö með hveiti, sem fiust hefði til Spánar, Portugals, Grikklands og Malta, samtals 23 millj. mæla. Og þegar líka væru dregnar frá hveíti- gjafir til Belga, þá væri langt frá því að innflutningur á þessari vöru- tegund til Norðurlanda og Hollands hefði aukist til muna. Hann kvað ómögulegt að gera við því að dálítiö slæddist til Þýska- lands, því Bretar gætu ekki tekiö að sér stjórn í hlutlausum löndum, til þess aö sporna viö því að farið væri í kring um reglur, sem þau lönd heföu sett hjá sér. Sir Edward Grey mótmælti því eindregið, aö utanríkisráðuneytið hefði hindrað flotann í því að gera skyldu sína. Ráðuneytið hefði að eins leyst tvö skip úr haldi án þess aö spyrja bannvörunefndina ráða. Hefði það verið gert af sérstökum ástæöum. — Ef vih heföum sagt viö htntlausar þjóðir að skipatöku- dómurinn væri sá hreinsunareldur, sem öll verslun þeirra yröi aö ganga í gegn um, þá væri ófriðnum ef til vill lokið nú. Þá hefðu öll lönd orðið oss andvíg og vér og banda- menn vorir !otið í lægra haldi. — Ef hlutlausar þjóðir leyfa oss að beita sömu reglunni og Bandaríkin fylgdu í borgarastyrjöldinni, þá yröi auðvelt aö greina hvaða varningur væri f raun og veru ætlaöur því landi, sem hann væri fluttur til. En ef hlutlausar þjóðir segja að vér höfum ekki rétt til að varna óvin- unum að versla við sig með því að hafa önnur hlutlaus lönd fyrir milli- lið, þá svara eg því, að þær þjóðir séu ekki hlutlausar úr því. — Ef gengið væri að uppástung- um Bandaríkjanna í síðasta bréfi hennar, þá væri jafnvel ekki hægt að koma í veg fyrir það að óvin- irnir næðu í bannvöru með milli- gðngu hlutlausra þjóða. Gullhringur (merktur) fundinn. Vitjist í Aðalstræti 12. Lyklar fundnir á Njálsgötu. A. v. á. Morgunkjólar smekklegastir, vænstir og ódýrastir, sömuleiðis langsjöl og þríhyrnur eiu ávalt tii sölu í Garðastræti 4 uppi. (Gengið upp frá Mjóstræti 4). Verslunin Bókabúðin á Lauga- vegi 22 selur brúkaðav bækur ineð miklum afslætti. Hálf húseign í vesturbænum fsest keypt með óvanalega góðum kjörum, sé um kaup samið fyrir þ. 14. þ. m. Uppl. í N j á 1 s b ú ð. Nýr hjólhestur til sölu á Vestur- götu 12. Barnavagn er til sölu á Vestur- götu 12. 1—2 herbergi óskast frá 14. maí næstkomandi með aögang að eldhúsi. Afgr. v. á. Herbergi með húsgögnum óskast til leigu nú þegar. A. v. á. Stúlka óskast nú þegar á Hverfis- götu 63. Stúlka sem vill vinna að fiskverk- un óskast frá 1. apríi til 1. júlí. Afgr. v. á. Dugleg og góð stúlka óskast í vist nú þegar. Afgr. v. á. Vetrarmann vantar á heimili ná- lægt Reykjavík. Afgr. v. á. Stúlka óskast 1 vist frá 14. maí til 1. júlí í Tjarnargötu 40. Stúlka óskast í vist frá 14. maí til gasstöðvarstjórans. Barngóð stúlka — mætti vera unglingur — óskast um miöjan * þenna mánuð eða í lok hans. A. v. á.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.