Vísir


Vísir - 14.02.1916, Qupperneq 4

Vísir - 14.02.1916, Qupperneq 4
VISIR ri-vni.. ■ .1..- • • i •.. i .. .. 1 800 000 000 sterl. pd herkostnaður Innanríkisráðherra Breta skýrði nýlega frá því á fundi, að her- kostnaður Breta væri 1.800.000.000 slerl. pund á ári. Hann kvað tekj- ur landsmanna vera 2.400.000 000 sterlings pund á ári. Ef greiða sctti herkostnaðinn af tekjunnm þá yrði ekki eftir nema 600.000.000 pd, sterl. handa þjóðinni til að lifa á eöa um 13 sterl. pd. á mann (kr. 234.00). Hann kvað það auð- sætt að ekki yrði hægt aö greiða allan herkostnaðiun af tekjum þjóð- arinnar, þær byröar yrðu eftirkom- endurnir að bera h'ka. En það væri skylda þeirra manna sem nú væru uppi að greiöa sem mest af her- kostnaöinum. Það væri ekki hægt nema með því að þjóðin sparaði meira en hún hefði gert. Góð nýung. Skrifað frá Khöfn 9. jan. 1916. í dag kl. 3 var eg hér við ís- lenska guðsþjónustu— líklega þá fyrstu, sem hér er haldin. Til hennar boðaði íslenskur prest- ur, sr. H a u k u r G í s 1 a s o n’; sem gegnt hefir preststörfum hér í Danmörku alllengi og þjónar nú viö Holmenskirkju hér í bæ. Guðsþjónustan var haldin í ofur- 1itlu bænahúsi við gamalmennastofn- un eina, sem heitir »Abels-Kathe- rine-Stiftelsee. Voru þar saman komnir líklega um 200 manns. — Það var verulega ánægjulegt að heyra gömlu íslensku sálmana sungna af íslenskum röddum — og íslenska prédikun. Fólkið söng af fullum hálsi, og ræða prestsins bar vott um hreina einlægni og alvöru. Þökk sé honum fyrir þetta starf hans. Ætlast er til þess, að slíkar guös- þjónustur verði haldnar hér fram- vegis einu sinni í hverjum mánuði, — hin næsta 6. febrúar. Th. Sápa bannvara. Enska stjórnin hefir nýlega bætt eftirfarandi vörutegundum á bann- vöruskrá sína og telur þær skiiyrðis- lausa bannvöru: Korkur, bein, heil eða mulin og beinaska, sápa, jurta- tægjur og garn, sem er búið til úr þeim. Bardagar t loftinu. Bretar hafa upp á síðkastið mist alsvert mikið af flugvélum á vestur- vígstöðvunum. Segja sumir að það sé því að kenna að Þjóðverjar hafa nú smíðað sér nýja tegund flug- véla, sem eru skjótari í förum og léttari í svifum, en flugvélar þær sem áður hata þekst. Aftur á móti segja aðrir að flugvélatjónið sé því að kenna, að Bretar séu stöðugt á sveimi uppi yfir hersöðvum óvin- anna, en þýsku flugvélarnar hafi sig ekki eins í frammi. Hvað sem því líður, hver orsökin sé til þessa tjóns, þá er eitt víst, að það hefir verið tals- vert mikið. Þjóðverjar hafa skýrt frá því að síðan 1. okt í haust hafi þeir mist 16 flugvélar á vesturvígstööv- unum en Frakkar og Bretar 63. Af þessum 63 höfðu 41 farist í viðureign við óvinaflugvélar. Árásin á Egyptaland þegar minst yarir. Þjóðverjar og Ausfurrtkismenn hafa nú mjög hljótt um sig á Balk- an. Láta þeir í veðri vaka að þeir rouni ráðast á Saloniki og leggja undir sig Albaníu. Enskur her- fræðingur, sem ritar um þetta efni, heldur því fram að miðríkin ætli sér alls ekki að ráðast á Saloniki, heldur hafi þau viðbúnað þar norður frá til að villa bandamönnum sjónir. Aðal-herferðinni sé heitið til Egypta- lands. Tyrkir dragi nú her saman suður á Gyðingalandi og muni sá her hefja sókn þegar minst varir. Sami maður færir það máli sínú til styrktar, að fréttir séu að berast út um það að Tyrkir séu orðnir þreytt- ir á ófriðnum, en sögur þessar séu búnar til af Tyrkjum sjálfum til þess að bandamenn uggi ekki að sér við Suesskurðinn. Hreystiverk og snarræði. Eftirfarandi saga er höfð eftir einum hershöfðingjanna á Galli- poliskaga: Foringi nokkur var að varpa tundurkúlum yfir í skotgrafir Tyrkja. Misti hann þá eina kúl- una niður þar sem hann stóð. Tók hann þegar á rás í burtu, en varð litið við og sá þá að nokkrir af liðsmönnunum mundu ekki komast í burtu áður en kúlan springi. Sneri hann þá við hljóp að kúlunni og lagðist ofan á hana. Með þessu móti bjarg- aði hann lífi liðsmannanna, en sjálfur tættist hann í sundur við sprenginguna. Innflutningur takmarkaður. Nauðsynjavörur hœkka í verði á Englandi eins og annarstaðar og er það mest fyrir þá sök að skipaleigur eru nú gífurlega háar. Her og floti þarf nú að nota mörg af þeim skipum, sem áður voru höfð til vöruflutninga og ekki er hœgt að byggja ný skip eins og með þarf, til þess vant- ar þá vinnukraft. Bretar geta heldur ekki fengið skip keypt hjá öðrum, því hlutlausar þjóðir vilja ekki selja þau. En nú hafa þeir tekið til annara ráða til að t I létta aðflutninga til landsins, en það er að banna algerlega inn- flutning á sumum vörutegundum. — Verslunarmálaráðherrann gat þess á þingi 27. f. m. að stjórnin mundi algerlega banna innflutn- ing á trémerg og grasi, sem not- að er til pappírsgerðar. Hafði hún komist að raun um að 2 miljónir smálesta komu til lands- ins árlega. Ennfremur gat hann þess, að bann mundi verða lagt við inn- flutningi á byggingarefni, hús- gögnum, ávöxtum, sumum tó- baksefnum o. fl. Skrítiur. —o— Auðfengið leyfi, Það er siður með Aröbum, að ekkjur mega ekki giflast aftur, nema þær fái leyfi til þess hjá fyrra manni sínum. — En þó að leyfið hafi ekki verið veitt í lifanda lífi, þá er þó ekki eins erfitt að fá það og margur skyldi halda. Ekkjan heim- sækir bara Ieiði mannsins síns og hefir þétta blæju fyrir andlitinu og vatnskönnu í báðum höndum. Þeg- ar að gröfinni er komið, krýpur hún á kné og ávarpar manninn. Hún tjáir honum, að nú ætli hún að giftast aftur, biður hann að reiðast sér ekki og spyr hvort hann sé því mótfallinn. Maðurinn segir ekkert og þögn er sama og sam- þykki. Hún stendur upp og hellir nú úr báðum vatnskönnunum ofan á Ieiðið. Það gerir hún til þess að kæla honum, ef honum skyldi nú samt ætla að verða of heitt af til— hugsuninni um, að konan sem hann átti einu sinni eigi nú að verða annars manns. — Svo fer konan beint heim í brúðkaupið. Orgel óskast til leigu nú þegar. Samúel Ólafsson, söðlasmiður. Kaupfélag Hafnarfjarðar selur saltað leður í heilum og hálfum húðum. Lægst verð. Morgunkjólar smekklegastir, vænstir og ódýrastir, sömuleiðis langsjöl og þríhyrnur eru ávalt til sölu í Garðastræti 4 uppi. (Gengið upp frá Mjóstræti 4). Verslunin Bókabúðin á Lauga- vegi 22 selur brúkaðar bækur meö miklum afslætti. Smokingföt til sölu fyrir hálfvirði. ____________________A. v. á. Lítið steinhús nýlegt, með góðri lóð, er til sölu nú þegar. Upplýs- ingar gefur Gunnar Gunnarsson, Hafnarsfræti 8. Til sölu: 3ar gardínur með stöng- um, 2ar draggardínur, lir pórtierar með stöngum, skrifborð, borðstofu- skápur, stundaklukka, stráborð, ýmsir búshlutir o. fl. A. v. á. Barngóð stúlka — mætti vera unglingur — óskast um miðjan þenna mánuð eða í lok hans. A. v. á. Þrifin stúlka óskast ívistl4. maí. Hátt kaup í boði. Frú Wiehe, Sauðagerði. Sjómaður getur fengiö með góð- um kjörum bát og uppsátur á Aust- fjörðum. Uppl. á Amtmannsstíg 4 (kjallaranum). Þrifin og geðgóð stúlka óskast á fáment hús frá 1. marz til 14. maí og lengur ef um semur. Uppl. á Njálsgötu 62, niðri. TAPAÐ — FUNDIÐ 3 kvenhárlokkar fundnir á Þing- holtsstræti. Eigandi vitji þeirra á Smiðjustíg 9. Lítið herbergi óskast til íbúöar frá byrjun maí. A. v. á. Herbergi fyrir 2 óskast til leigu nú þegar með rúmi og öllum hús- gögnum. Jón Sigurðsson, Lauga- vegi 56. Eldri maður óskar eftir einu her- bergi í góðu húsi strax eða 1. marz. Tilboð merkt »Herbergi« sendist afgr. Prentsmiðja Þ. Þ. Clementz.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.