Vísir - 16.02.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 16.02.1916, Blaðsíða 2
VÍSIR VISIR A f g re i ð s 1 a blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- nm degi, Inngangur frá Vailarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá kl. 2-3. Sími 400.— P. O. Box 367. Banðanljamenn láta ófriðlega. Fyrir nokkru var símað hingað að Lusitaniu-deilan milli Banda- ríkjanna og Þýskalands væri á erida kljáð, en það hefir ekki verið álskostar rétt. Hafa fulln- aðarsættir strandað á því, að þýska stjórhin hefir ekki viljað lýsa yfir því að hún kannaðist við verk kafbátsstjórans. Sendi- hlrra Þjóðverja hefir tvisvar boð- ið að leggja deiluna í gerð, en Wilson hafriað því, og krafist yfirlýsingar í ofangreinda átt. — Wilson hefir verið á ferðalagi um miðhluta Bandarikjanna til að afla frumvarpi stjórnarinnar um aukningu hers'og flota fylgis og hefir látið all-ófriðlega í ræð- urri sínum og er sagt að þýska stjórnin muni ganga að kröfum hans. í haust eiga að fara fram for- setakosningar í Bandaríkjunum og er talið víst að Wilson verði aftur í kjöri af hálfu demokrata. Nýlega áttu 10,000 þýsk-amer- ískir menn fund með sér í Balti- more og var þar samþykt yfir- lýsing um að vinna gegn endur- kosningu Wilsons. Ekki er kunnugt enn hver vera mun f kjðri af hendi repúli- kana, en margt virðist benda til þess að framsóknarmenn og re- púiikanar sameini sig um Roose- velt. Ef svo færi, þá mundu Þjóðverja-vinir ennþá ófúsari að styðja hann til kosninga. Roose- velt hefir manna mest legið Wil- son á hálsi fyrir það hve vœgi- lega hann hafi farið f sakirnar við Þjóðverja. Roosevelt hélt rœðu í Brooklyn fyrir skömmu og réðist þá óvægilega á stjórn- ina fyrir hinar löngu bréfaskriftir út af Lusitaniu-málinu. Er þetta kafli úr ræðunni: — Nú er oss boðið að kyssa á alblóðugar hendur þeirra manna, sem myrt hafa konur okkar og börn. Margir af stjórnmálamönn- um vorum virðast vera hræddir við Þýskaland og eru fúsir til að fórna heiðri ættjarðarinnar sakir þessa ótta. Það er ætlast til að við tökum fégjöld fyrir myrtar konur og börn og göng- um síðan erindi morðingjanna með því að tala máii þeirra við bandamenn, sem eru að losa Belgíu úr ánauð. Við eigum þannig að vera verkfæri í hendi morðingjanna gegn þeim þjóð- um sem hafa komið drengilegar fram og réttlátlegar. Vér sátum hjá þegar Þjóðverjar myrtu kon- ur okkar og börn á höfum úti og skutu á varnarlausar borgir. Vér erum að nokkru leyti með- sekir þeim um þessi glæpaverk, þar sem vér mótmæltum þeim ekki.------- White fyrrum sendih. Banda- ríkjanna í Berlín hefir nýlega skrifað grein í New York Times um það, að Þjóðverjer hafi selt bæði Spánverjum og Bandarfkja- mönnum vopn og skotfæri í spansk-amerísku sfyrjöldinnni, sitji því iDa á þeim að krefjast þess að Bandaríkjamenn selji ekki bandamönnum vopn. BíMserfingi Tyrkja ræður sór bana. Ríkiserfingi Tyrkja, Yussuf Izzedin, réði sér bana 1. þ. m. meö þeini hætti að hann skar á lífæðina á vinstri úlfnlið og Iét sér blæða til ólífis. Er þvf kent um að prinsinn hafi verið veikur undanfarið. Yussuf Izzedin var frjálslyndur í skoðunum, fylgdist hann vel með Ung-Tyrkja hreyfingunni hér um árið og var henni mjög hlyntur. Hann var og mikill vin Englendinga, og þótti fyrir þegar Tyrkir snerust gegn þeim í fyrra haust. Prinsinn var sonur Abdul A/.iz soldáns, en bróðurson- ur núverandi Tyrkjasoldáns. Hjá Tyrkjum tekur elsti karlmað- ur af soldánsættinni við ríkjuin en ekki elsti sonur fráfarandi soldáns. Bandamenn taka grísk- an kastala* Um daginn var skýrt frá því í Vísi að bandamenn hefðu tekið grískan kastala, Kara-Burnu, austan við Salaoniki-flóann. Nú hafa þeir tekið annan gríikan kastala vesfan við flóann, beint á móti Kara- Burnu. Ráða þeir nú álgeriega yfir siglingum við flóann. Grfska stjórnin hefir mótmælt þessum að- förum. TIL M I NN IS: Baðhúsið opið v. d. 8-8, ld.kv. til 11 Borgarst.skrif.Jf. í brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hvérfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk. Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk. sunnd. 81/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3, Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssíminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið lll,-2lj, síðd. Pósthusið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-fj. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vífilsstaðahæu'ð. Hcimsóknartimi 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2—3. Tánnlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlskningar í Lækjargötu 2 á rr.ið- vikud. kl. 2—3. Landsféhirðir kl. 10—2 og 5-6. Skattur á piparsveina — 0— Menn þykjast hafa komist á snoðir um að þýska stjórnin ætli að leggja það til í næstn fjárlögum að sér- stakur skattur sé Iagður á einhleypa menn. Hefir einn af þýsku þing- mönnunum ritaö um það, að ein- hleypir menn geti greitt helmingi hærri tekjuskatt en kvongaðir menn og þrefalt hærri en fjölskyldumenn. Hræddir viðbiblíuna Amerískur blaðamaður, Hermann Bernstein, sem fylgdist með friðar- postulum Fords yfir Þyskaland, seg- ir frá rannsókn Þjóðverja á ferða- mönnunum : Þeir skoðuðu á okk- nr hverja spjðr, og tóku jafnvel af mér biblíuna. Eg hélt að óhætt væri að Iesa biblíuna í Evrópu, en þeir virðast vera hræddir við hana 1 líka. Kvennhetjan frá Loos. ------- Frh. Við heyrðum hann ganga að stiganum, en svo datt hahn. Við mamma þutum upp á loft og furidurri hann liggjandi á gólfinu. Við gátum reist hann á fætur og sctt hann á hægindastól. þaö Tar ósköp að sjá hann og hann stundi: „Mér er svo ílt í höfð- inu". Við reyndum að gefa honum kaffi, en hann vildi það ekki. þá sóktieg kampavínsflösku, sem eg hafði falið til þess að hafa í viðlögum, en hann vildi hildur ekki bragða á því. Við reyndum alt sem okkur hugkvæmdist til að lina þjáningar hans, en árangurslaust. Andar- drítturínn tók að teppast og taana varð einsog nár í framan. Við stóðum þarna orvilnaðar og ráðalausar. Okkur sýndist hann meðvitundarlaus. Móðir mín sagði: »þú verður að sækja þýskan herlæknir", en þetta heyrði fað- ir minn og sagði tvisvar: „nei, nei". Við fundum að hjartað barðist mjög ótt og við sáum að altaf dró af honum. Eg ákvarðaði mig til að sækja þýskan læknir, en móðir mín vildi ekki láta mig fara út í myrkrið eina, enda var hún hrædd um að eg ef til vill mundi reka mig á Íæknirinn, sem eg hafði stygt með því að syngja la Marseillaise. Hún lagði af stað sjálf, en eg veit aldrei hvern- ig hún hefir farið að gjöra sig 8kiljanlega fyrir verðinum, en hann vísaði henni á bústað lækn- isins og eftir örstuttan tíma kom hún aftur og læknirinn með henni, en þá var faðir skilinn við. það skeði svo fljótt, að mér var ekki unt að skilja, að svo væri í raun og veru........... Hann dó af hungri, þreytu og geðshræringu, sjálfsagt líka af sorg,* því harin var góður fransk- ur borgari og honum gramdist að sjá óvinina setjast að í iand- inu. Við höfðum ekki annað ljós en svolitla næturtýru, læknirinn tók því upp rafurmagslampa úr vasanum og horfði á föður minn. Hann þagði. Eg hvíslaði að hon- um: „Segið móður minni það, eg véit....•." Hann snéri sér að móður minni og sagði: „Eg kem of seint, frú" og flýtti sér svo heim að hátta aft- ur. Börnin grétu, en yið mæðgur vorum eins og steingjörvingar, við gátum ekki einu sinhi grátið. Við lögðUm líkið á rúmið og settumst öll fjögur í kringum það. þegar leið á nóttina sofn- uðu börnin en þegar þau vökn- uðu fóru þau undir eins að gráta aftur. Við töluðum um veikindi og dauða föður míns, scm hafði komið okkur svo óvart, en samt datt okkur nú ýmislegt í hug, er benti til þess að hann hefði lengi verið veikur, eli dulið oss þess, til þess ekki að auka á eymd og kvíða okkar. Morgunin leið. það varð að hugsa um að jarða líkið. Móðir mín var svo að fram komin, að hún gat ekkert gjört í þessu, og við gátum ekki vonast eftir neinni aðstoð. Eg lagði því af stað til hers- höfðingjans þýska og náði loks- ins tali af honum. „Herra minn," sagði eg, „fað- !r minn dó í nótt, hvernfig á eg að fara að, til að láta smi'ða ut-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.