Vísir - 16.02.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 16.02.1916, Blaðsíða 4
VISIR Þeír sem ætla að fá sér ham-mótor á þessu ári ættu að festa kaup á honum nú þegar því verðhækkun er í vændum eftir miðjan þ. m. eða þegar síminn kemst í lag. Tiiboð sem eg hefi gefið mönnum eru að eins bindandi þangað til E|s GULLFOSS fer til útlanda núna. Sama gildir um tilboð í mótorbáta. Virðingarfylst. ^Poi&eU ^p. (Llemexvtz, 5, tvetma \6--3 og 5--1. Stóru fallbyssurnar. Eins og kunnugt er höfðu mið- ríkin stærri falibyssum á að skipa í byrjun ófriðarins, hinum svoköll- uðu 42 sentim. falibyssum. Stóðust engin vígi fyrir heijarskotum þeirra. Bretar höfðu stærri fallbyssur á her- skipum sínum en Þjóðverjar, voru þ*r stærstu 39 sm. að hiaupvídd. Þótti verða sú raúnin á í fyrra í þeim sjóorustum sem þá urðu, að skip með stórurrf failbyssum bæru hærra hiut frá borði. Upp á síðkastið hefir taisvert verið um það talað í enskum blöðum, að Þjóðverjar hefðu sraíðað stærri failbyssur en áður hefðu þekst og væru að koma þeim fyrir á skipum sínum. Eru fallbyssur þessar sagðar vera 44 sm. að hiaupvídd. Balfour flotamála- ráðherra hefir minst á þessar fali- byssur í ræðu og taldi hann iíklegt að þær væru alls ekki til. En 2. þ. m. hélt Northcliffe lávarður ræðu f blaðamannasamsæti í London, sagði hann þar að hann hefði frétt um þessar 44 sm. fallbyssur fyrir nokkr- um mánuðum og hefði síöan fengið staðfestingu á því úr ýmsum áttum að fregnirnar væru sannar. Kvaðst hann vita að Þjóðverjar væru nú að setja nýjar fallbyssur á nokkurn ! hluta flotans. Hindenburg, nýi víg- drekinn þeirra,hefði stærri fallbyss- ur en nokkurt annað herskip. — Þjóðverjar væru auðsjáanlega að breiða út fréttir til að vilia Bretum sjónir á því hver hætta vofði yíir þeim. Á hvaða máli er besi að skrifaP Póstmálastjórnin enska hefir látið þess getið, að sökum þess hve erfitt sé að fá tungumálafróða menn fyrir ritskoðendur, þá geti orðið talsverð bið á því að afgreiöa bréf milli Bretlands og hlutlausra landa nema þau séu skrifuð á: ensku, keltnesku frönsku, rússnesku, ítölsku, japönsku, flæmsku og serbnesku. Langfljótast verði bréfin þó atgreidd ef þau séu skrifuö á ensku eöa frönsku. Hln árlega skemtisamkoma ,Hvítabandsins‘ 17. febrúar getur ekki orðið að þessu sinni Nefndin. Tll sölu með tækifæris- verði vandað íbúðarhús í Austurbænum, stærð 12 x 12 áln. Upplýsingar hjá Stgr. Guðmundssyni, Amtm.st. 4. Eldri maður óskar eftir einu her- bergi í góðu húsi strax eða 1. marz. Tilboð merkt »Herbergi« sendist afer. Frá 14. maí er til leigu stofa með húsgögnum fyrir þrifinn og reglu- saman sjómann, Afgr. v. á. 3 herbergi ásamt eldhúsi og geymsiu óskar barnlaus fjölskylda frá 14. maí, helst nálægt miðbæn- um. A. v. á. Herbergi til leigu. A. v. á. íbúö óskast frá 14. maí eða fyr, þarf að vera í Vesturbænum. Eggert Snæbjörnsson, Mímir, 3— 4 herbergja íbúð með eld- húsi vantar mig 14. maf. Guðm. Guðmundsson, skáld, Laugaveg 79. 4— 5 herb. íbúð óskast til leigu ásamt eldhúsi og geymslu 14. maí næstk. fyrir barnlaust fólk. A. v. á. Unglingsstúlka óskast til morgun- verka nú þegar. Afgr. v. á. Stúlka óskast í vist frá 14. maí Uppl. á Nýlendugötu 11 A. Stúlku vantar á heimili rétt við Reykjavík frá 1. mars til 14. maí. Getur fengið góða atvinnu lengur, ef um semur. Uppl. í Þingholts- stræti 33. Stúlka óskast frá 1. mars á Njálsgötu 62. Lítiö steinhús nýlegt, með góðri lóð, er til sölu nú þegar. Upplýsingar gefur Gunnar Gunnarsson, Hafnarstræti 8. Morgunkjólar smekklegastir, vænstir og ódýrastir, sömuleiðis iangsjöl og þríhyrnur eru ávalt til sölu í Garðastræti 4 uppi. (Gengið upp frá Mjóstræti 4). íslenskt smjör fæst í dag og næstu daga í Bankastræti 7, einnig nýtt skyr frá Einarsnesi. Gullhringur fundinn í Öskjuhlíð. Vitjist á Laugav. 49 A.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.