Vísir - 16.02.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 16.02.1916, Blaðsíða 4
VISIR Þeir sem ætla að fá sér á þessu ári ættu að festa kaup á honum n ú þegar því verðhækkun er í vændum eftir miðjan þ. m. eða þegar sítninn kemst í lag. Tilboð sem eg hefi gefið mönnum eru að eins bindandi þangað til E|s GULLFOSS fer til útianda núna, Sama gildir um tilboð í mótorbáta. Virðingarfylst. .'JpoAeU.'lp. ClexwexvU, Stóru fallbyssurnar. Eins og kunnugt er höfðu mið- rfkin stærri fallbyssum á að skipa i byrjun ófriðarins, hinum svoköll- uðu 42 sentim. fallbyssum. Stóðust engin vígi fyrir heljarskotum þeirra. Breíar höfðu stærri fallbyssur á her- skipum sínum en Þjóöverjar, voru þsr stærstu 39 sm. að hlaupvídd. Þótti verða sú raiinin á í fyrra í þeitn sjóorustum sem þá urðu, að skip með stórunf fallbyssum bæru hærra hlut frá borði. Uppá síðkastið hefir talsvert verið um það talað í enskum blöðum, aö Þjóöverjar hefðu sraíðað stærri fallbyssur en áður hefðu þekst og væru að koma þeim fyrir á skipum sínum. Eru fallbyssur þessar sagðar vera 44 sm. aö hlaupvfdd. Balfour flotamála- ráðherra hefir minst á þessar fall- byssur í ræðu og taldi hann líklegt að þær væru alls ekki til. En 2. þ. m. hélt Northcliffe Iávarður ræðu í biaðamannasamsæti í London, sagði hann þar að hann hefði frétt um þessar 44 sm. fallbyssur fyrir nokkr- um mánuðum og heföi síðan fengið •taðfestingu á þvi úr ýmsum áttum að fregnirnar væru sannar. Kvaðst hann vita að Þjóðverjar væru nú að setja nýjar fallbyssur á nokkurn- hluta flotans. Hindenburg, nýi víg- drekinn þeirra,hefði stærri fallbyss- ur en nokkurt annað herskip. — Þjóðverjar væru auðsjáanlega að breiða út fréttir til að villa Bretum sjónir á því hver hætta íofði yfir þeim. A livaða máli er best að skrifa? Póstmálastjórnin enska hefir látið þess getiö, að sökum þess hve erfitt sé að fá tungumálafróða menn fyrir ritskoðendur, þá geti orðið talsverð bið á því að afgreiöa bréf milli Bretlands og hlutlausra landa nema þau séu skrifuð á: ensku, keltnesku frönsku, rússnesku, ítölsku, japönsku, flæmsku og serbnesku. Langfljótast verði bréfin þó atgreidd ef þau séu skrifuð á ensku eða frönsku. Hin árlega skemtisamkoma .Hvítabandsins' 17. febrúar getur efcki orðið að þessu sinni Nefndin. Til sölu með tækifæris- veröi vandað íbúðarhiís í Austurbænum, staerð 12 x 12 áln. Upplýsingar hjá Stgr. Guðmundssyni, Amtm.st. 4. [ H ÚSNÆÐI 1 Eldri maður óskar eftir einu her- bergi í góðu húsi strax eða 1. marz. Tilboð merkt »Herbergi« sendist afgr._____________. _______ Frá 14. maí er til leigu stofa með húsgögnum fyrir þrifinn og reglu- saman sjómann. Afgr. v. á. 3 herbergi ásamt eldhúsi og geymslu dskar barnlaus fjölskylda frá 14. maí, helst nálægt miðbæn- um. A. v. á. Herbergi til leigu. A. v. á. íbúð óskast frá 14. maí eða fyr, þarf að vera í Vesturbænum. Eggert Snæbjörnsson, Mímir. 3—4 herbergja íbúð með eld- hiisi vantar mig 14. maí. Ouðm. Guðmundsson, skáld, Laugaveg 79. 4—5 herb. íbúð óskast til leigu ásamt eldhúsi og geymslu 14. maí næstk. fyrir barnlaust fólk. A. v. á. r VINNA — Unglingsstúlka óskast til morgun- verka nú þegar. Afgr. v. á. Stúlka óskast í vist frá 14. maí Uppl. á Nýlendugötu 11 A. Stiílku vaníar á heimili rétt við Reykjavík frá 1. mars til 14. maf. Oetur fengið góða atvinnu lengur, ef um semur. Uppl. í Þingholts- stræti 33. Stúlka ðskast Njálsgötu 62. frá 1. mars á L KAUPSKAPUR 1 Lítið steinhús nýlegt, með góðri lóö, er til sölu nó þegar. Upplýsingar gefur Ounnar Gunnarsson, Hafnarstræti 8. Morgunkjólar smekklegastir, vænstir og ódýrastir, sömuleiðis langsjöl og þríhyrnur eru ávalt til sðlu í Garðastræti 4 uppi. (Gengið upp frá Mjóstræti 4). íslenskt smjör fæst í dag og næstu daga í Bankastræti 7, einnig nýtt skyr frá Einarsnesi. [ TAPAÐ —FUNDIÐ 1 Gullhringur fundinn í Öskjuhlfð. Vitjist á Laugav. 49 A.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.