Vísir - 18.02.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 18.02.1916, Blaðsíða 2
VÍSIR Pað vakti því mikla undrun er »Appam« kom til Norfolk í Virginia í Bandaríkjunum þann 1. febrúar undir stjórn þýskra sjó- liðsmanna og undir þýskum fána, sem hertekið skip. Og á skip- inu voru ekki að eins allir far- þegar sem með því fóru frá Da- kar, heldur var það fult af fólki. Foringi Þjóðverja, Berg sjó- liðsforingi, segir söguna á þessa leið: Þýska hjálparbeitiskipið Möwe (1251 smál.) sigldi nndir sœnsk- um fána frá Þýskalandi og komst óáreitt yfir Norðursjóinn og alla leið út í Atlandshaf. Það hafði haft fregnir af ferðum Appams og lagðist í leið fyrir það og beið þess f heila viku. Pegar fyrst sást til Appams dró Möwe upp enska fánann og hafði hann uppi þangað til skipið var kom- ið í skotfœri, þá var þýski fán- inn dreginn upp og skotið af fallbyssu í veginn fyrir enska skipið og átti það ekki annars úrkosta en að gefast upp. Fóru svo 18 Þjóðverjar um borð í Appam og tóku skipið í nafni keisarans og drógu þýska fán- ann að hún og héldu síðan sem leið liggur til Ameríku. En á leiðinni segist Berg hafa sökt 7 breskum skipum, sem hann tel- ur upp með nöfnum. Skipshafn- irnar voru allar fluttar um borð í Appam og voru það samtals 150 manns, sem þannig var baett á skipið. Fyrsta skipið sem þeir söktu hét Clan Mactavish (5816 smál). Það bjóst til varnar og var barist þangað til fallnir voru 15 menn af Bretum, en 6 féllu af Þjóðverjum. Farþegarnir láta vel af fram- komu Þjóðverja og segja að vel hafi farið um sig á leiðinni þó þröngt væri. En altaf voru þeir lokaðir niðri í skipinu, þegar sást til skipa. Og til þess að koma í veg fyrir að þeir gerðu upp- reist sögðu Þjóðverjar þeim, að þeir hefðu falið sprengivélar hér og þar í skipinu og yrði það sprengt í loft upp ef nokkuð bólaði á slíku. En meðal farþega á Appam voru 20 þýskir fangar, sem auðvitað veittu löndum sín- um lið. Þegar Appam kom til Nor- folk og bað um hafnsögumann, var spurt um það með loftskeyti hvaða skip þetta væri, svarið var: Þýska beitiskipið »Buffalo«. Enski sendiherrann í Was- hington krafðist þess þegar, að Appam yrði látið laust og afhent réttum eigendum, en Þjóðverjar halda því fram, að skipið sé nú þýskt hjálparherskip og beri því að leggja hald á það til ófriðar- loka og síðan senda það til Þýskalands. En óvíst er enn hvernig Bandaríkjastjórnin sker úr því máli, þó er líklegt talið að úrskurður hennar verði Þjóð- verjum í vil. — En farþegar allir og skipshafnirnar herteknu fá að fara ferða sinna. Takið eftir. Ágætur saltaður Bútungur! fæst í nokkra daga 5 Hverfisg. 71. Sími 161, Pokar fylgja ekki með. VISIR Afgreiðsla blaðsins á Hðtel IsLand er opin frá kl. 8—8 á hverj- nm degi. Inngangur frá VallarstrætL Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá U 2-3. Sími 400.— P. O. Box 367. Kveðja Senn án tafar siglum vér, sjót með afar-knáa; öndin trafa ætlar sér út á hafið bláa. Kveðja mundi’ í sjötta sinn sonarlundin hýra, fönnum bundinn faðminn þinn, fósturgrundin dýra. Unaðsmærum minningum mun ei æran týna, vil þvi kærum kunningjum kveðju færa mína. Jósep S. Húnfjörð, (á Kútter »Björgvin« H. P. D. Rvk.) Þjóöverjar taka skip. Enkst gufuskip, að nafni Ap- pam, (7781 smál.) lagði frá Da- kar, á vesturströnd Afríku, þ. 11. janúar siðastl. með 30Q manns innanborðs, en síðan spurðist ekkert til þess fyrr en 1. febr. Hafði það verið talið af og var búið að birta nöfn farþeganna, sem á þvf voru, í enskum blöð- um og talið víst að þeir hefðu allir farist, því að ekki hafði spurst til neins þeirra. Kvennhetjan frá Loos. ---- Frh. hans og þeir dvöldu hjá okkur í tvo mánuði. þessir tveir mánuðir voru þeir vérstu, því við þjáðumst bæði líkamlega og andlega og nærvera þjóðverjanna var oss óþolandi. Lautinant von Giittig — þann- ig held eg hann hafi verið kall- aður, þessi óvelkomni gestur okkar — var maður kaldlyndur, hrokafullur og sælkeri var hann mikiil. það mátti með sanni segja að í húsinu okkar gaf að líta í tvo heima um þessar mundir. Hjá von Guttig voru alsnækt- ir, Ijós hiti og margir réttir mat- ar, hjá okkur var kuldi, myrkur, sultur og seyra. Hann hafði 5 þjóna, sem matreiddu fyrir hann og þjónuðu honum, og oft þeg- ar við fundum lyktina af kræs- ingum sem tilbúnar voru í eld- húsinu þá óskuðum við að við settum leifarnar, sem féllu frá borðum óvinana, en þó við hefð- um látið svo lítið að leita þeírra, þá mundum við ekkert hafa fundið, því þessir .þjónar hirtu alt og- mundu ekki hafa svifist að taka frá okkur, ef við hefð- um átt eitthvað til. En við kvöld- ustum af hungri og það er ótta- legt að sjá ástvini sína svelta. En ékki nóg með það, á hverj- um degi var eitthvað að, og ætla eg einungis að segja eitt lítið at- vik til dæmis um það stríð sem við stöðugt áttum í: Oft á dag heyrðum við von Gúttig segja við þjóna sína: „Was ist das ?“ við kölluðum hann því okkar á milli: „Hr. Vasistas* *) Bróðir minn gerði það að gamni sínu að einblína á glugg- ánn í hvert sinn sem laut- inantinn gekk um hjá okkur. Hann komst einhvernvegin að því, að við uppnefndum hann og skildi nú hvers vegna dréngur- inn gjörði þetta. Vafð liann sár- reiður og ætlaði að berja barnið, en eg varð fljótari til, hrifsaði bróður minn burt og bauð hon- um birgin. Hann þreif í hand- leggint\ á mér, en eg var hvergi smeik og horfði djarft framan í hann. Honum hefir líkast til þótt skömm að berja 16 ára gamla stúlku, því hann slepti mér og gekk burtu tautandi: „þessar frönsku stúlkur.... “ *) Franska orðið: Vasistas þýðir lít- ill gluggi, t. d. á liurð, súðljóri og því uin líkt. T I L M I N N I S: Baðhnsiö opið v. d. 8-8, ld.kv. til 11 Borgarstskrifjt. í brunastðð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op. v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk. Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. AJm. sanik. sunnd. 81/, siftd Landakotsspit. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbanlönn 10-3, Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssíminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vífilsstaðahælið. Hcimsóknartimi 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálsiækningar á föstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. k). 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. Landsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. % bdzn\xxn Morgunkjólar. Svuntur. Kvenn 8í Telpukápur. Barnakjólar. Álnavara. Cheviot.Silki. Slifsi o.fl Saumastofan á LaugaVogi 24. ísl. smjör 1,15 pr. V* kgr. í versl. Amnnða Arnasonar. Ti boð óskast í byggingu á steinsteypu- skúr. Menn snúi sér til undir- skrifaðs fyrir 20. þ. m., sem gefur nánari upplýsingar. Jón Þórarinsson Vatnsstíg 10 A. Eg var búln að læra, en dirfska var hið elnasta sem þessir menn mðttu nokkuð. f janúarmánuði urðu stjórnar- skifti hjá okkur. Hin fyrnefndl hershöfðingi sem hafði lofað okkur kornmat án þess að enda loforð sitt, fór burt, en í hans stað kom höfðusmaður nokkur, Pedsoóld að nafni, mesti harð- stjóri. Hann var maður lítill vexti, með mikið yfirskegg en næstum sköllóttur. Ennið og augun lýstu smásmygli, en munnurinn og hakan græðgi. Hann gekk við staf, því hann hafðí verið særður og sat að völdum í Loos meðan honum var að batna heltin. Má vera að hann hafi enn fundið til sárs- auka af frönsku kúlunni og það hafi verið orsökin til þess að hann fór svo illa með okkur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.