Vísir - 22.02.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 22.02.1916, Blaðsíða 2
VÍSIR Kex Mjolk fyrir skip og heimili. niðursoðin, Nestles Ideal, sama og Víking. Margarine, hið ágæta Búkollu merki. í heildsölu hjá: S^jÁnsson. Margari ne ágœtt, einnig Ruttait Margarine nýkomið í versl. SuBm. QUeti. þetta væri hann ekki á móti að nefnd yrði kosin til að íhuga mál- ið. Hitt virtist sér þó meiri nauð- syn á að athuga, það væri or- sökin til tillögu þessarar, n. I. að bæjarmenn eignist kost á nægum fiski til matar. Ráðstafanir til þess væru nauðsynlegar og þyrfti aö vinda bráðan bug að því að hrinda þeim í framkvæmd, Til að afla fiskjar fyrir bæinn mætti eins fá vélbáta og meiri líkur til að þeir fengjust en togarar. Tillaga Þ. Þ. var samþykt og í nefndina kosnir: Thor Jensen, Þ. Þorvarðarson, borgarstjóri, Hannes Hafliðason og Kristján Guðmunds- son. » T I L M I N N I S: Baðhúsið opið v. d. 8-8, Id.kv. til 11 Borgarst.skrifjt. í brunastöð opin v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst, Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjatdk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk.sunnd. 81/, siðd » Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl, í 1-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssíminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnið opið 1V.-21/, siðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-b. Stjómarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3.. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. Landsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. Hjntrnnarnemi. Ung stúlka, heilsuhraust og greind, getur komist að í Laug- arnesspítala til að læra hjúkrun- arstörf. Læknir spítalans gefur nauð- synlegar upplýsingar. Gd^vast \ feœtvuw Morgunkjólar. Svuntur. Kvenn & Telpukápur. Barnakjólar. Álnavara. Cheviot.Silki. Slifsi o.fl Saumastofan á Laugavegi 24 VISIR Afgreiðsla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Valiarstræti. Skrífstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá kl. 2—3. Sími 400.— P. O. Box 367. Frá bæjarstj.fundi 17. þ. m. , framh. Botnvörpuútgerð fyrir bæjarfé. Þorv. Þorvarðarson kom fram með tillögu þá, að kosin væri 5 manna nefnd til að íhuga hvort tiltækilegt væri að kaupa botnvörp- ung og gera hann út á kostnað bæjarsjóös. Sagði hann að tvö ár væru síðan að sér hefði dottið í hug að leggja þessa tillögu fyrir bæjar- stjórnina, en ekki séð sér fært að koma fram með hana fyr en nú, eða það af ýmsum ástæðum dreg- ist fyrir sér. — Venjan væri sú, að hugsa ekkert um fjárhag bæjarins nema í sambandi við fjárhagsáætl- unina, þegar hún kæmi fram, en sín meining væri sú, að þeim mál- um bæri að halda vakandi, á öðr- um tímum, til að íhuga þau, oft þá betri tími til þess. Nú vissu allir aö skuldir bæjarins færu vaxandi ár frá ári, og að stjórn bæjarins væri oft í vandræðum með hvar og af hverju skyldi ná þeim tekjum ínn er bærinn þarfnaðist til að Kvennhetjan frá Loos. --- Frh. með þeim í staðinn fyrir að kenna þeim. Yngstu börnin voru 3 ára. Eg byrjaði á að skifta þeim í flokka eftir aldri. Eg gjörði elstu börnunum skiljanlegt að þau yrðu að vera alvarleg og að þau ættu að vernda litlu fé- laga sína. þegar öll börnin voru sest niður, útskýrði eg fyrir þeim, að þau yrðu að vera fljót til að standa upp og ganga í reglu niður í kjall- arann, því þegar hættu bæri að höndum, þá yrðum við að flýja þangað og að þau mættu ekki hrinda hvort öðru. Svo lét eg þau æfa sig í þessu og voru þau furðu fljót að átta sig á að halda undan í reglu. þessi kunnátta var ekki ónauðsynleg, því oft þurftum við á kjallaranum að halda. þetta var fyrsta kenslustundin mín! Eg þurfti ekki að hugsa mig mikið um, hvað eg ætti að segja standast útgjöldin. Mál það, er hann legði hér til að tekið yröi til íhug- unar, ætti ekki að verða fráfæl- andi fyrir fjárhag bæjarins, því það hefði sýnt sig undanfarin ár, að út- gerð botnvörpunga hér við land væri hreinn gróðavegur, og ætti því að verða það eins fyrir bæinn, sem einstaklinga. — Kvaðst hann vonast til þess að nefndin, sem kosin yrði, yröi kosin til að starfa og segja eitthvað um málið, en ekki til að svæta þap. Thor Jensen sagði að það hefði verið mjög óheppilegt aö tillaga þessi hafði ekki komið þegar fram er Þ, Þ. kom hún til hugar fyrir 2 árum, því hefði málinu þá verið hrundið í framkvæmd væri bærinn orðinn togaraeigandi og líklega bú- inn að græða á úlgerð þeirri fleiri þúsundir króna. Nú víki máli þessu alt öðruvísi við. Nú væri als ekki eins gott út- lit eins og margir mundu hyggja, árið sem leið kæini ekki aftur, Þá hafi ágóði af fiskiútgerð verið meiri en nokkur hefði gert sér vonir um. Nú væri það að athuga að naum- ast gæti komið til mála að bærinn keypt gamlan togára, enda væri sala á þeim skipum bönnuð þótt þau liggi ónotuð, aftur á móti mundi taka 2—3 ár að fá nýjan togara smíðaðan og smíði á honum mundi verða 40 til 80% dýrara en áöur en stríðið hófst. Auk þess værí ílt um aðflutninga á kolum og þau komin í geypiverð. Útlitið væri því ekki hið æskilegasla, þó allir vilji vona hins besta. Þrátt fyrir við börnin. Eg kendi svo mikið í brjósti um aumingjana litlu. þau höfðu öll fengið að kenna á hörm- ungum stríðsins. þau höfðu öll staðið augliti til auglitis við dauð- ann, þau höfðu öll liðið sult og öll mist einhverja ástvini,- Eg áminti þau um að elska Frakkland, eg útskýrði fyrir þeim hversvegna Frakkland væri mesta og fegursta land í heimi og eg sagði þeim að bera saman her- mennina okkar, sem væru svo góðir, hraustir og kátir, við þýsku hermennina, sem væru svo grimm- ir, ómannúðlegir og hranalegir. Eg sagði þeim að nú værum við ógæfusöm og í ánauð, en sá tími mundi koma að Frakkar mundu sigra. þegar við aftur kæmumst í samband við landa okkar, þá mundi okkur þykja enn vænna um þá, af því að við nú værum undir útlendu oki. Svo talaði eg um hvað þau ættu að læra, hvað skemtilegt það væri fyrir þau að kunna vel móðurmálið og sögu ættjarðarinnar og loksins tók eg sögu Daudet*): „La Derniére Classe" og las fyrir þau. »Síðasta kenslustuudin« var útlögð í Vísi í fyrra. Eg hafði leikið á hina réttu strengi, börnin skildu mig og eg þau. Undireins frá byrjun komst á gotl samkomulag, eg gerðimér far um að kenna þeim og þau lögðu sig í líma til að þóknast mér og læra vel. þegar mér fanst hljóðið af sprengikúlunum koma of nærri, þá hrópaði eg: „Fljótt til, í kjallarann!“ Stundum varð eg eftir uppi til þess að sjá hvað fram færi, en þá kölluðu þau og kölluðu, því þeim var farið að þykja vænt um mig og voru hrædd um mig. Eg hafði skift börnunum í þrjá flokka. þegar eg kendi elsta flokknum, hafði miðflokkurinn gætur á litlu börnunum, sem ekki var hægt að kenna, en bara leika við, og þegar eg lék við litlu börnin, þá kendi elsti flokk- urinn hinum. þannig skiftum við vinnunni, því mér hefði ann- ars. verið ómögulegt að komast yfir þennan hóp. Eg notaði veggtöfluna mikið við kensluna, t. d. til að kenna börnunum mál- fræði og skrifaði þá ætíð eitthvað sem gat átt við kringumstæðurn- ar, eins og: Frakkland er okk- ar ástkæra fósturmold. þýska yfirforingjanum líkaði þetta miður — því hann kom stundum í skólann til að vita hvað liði. Einn dag skipaði hann að þvo töfluna og sagði mér svo að fara að kenna, hann ætlaði áð hlusta á 1 Eg tók krítina og skrifaði: „Við eigutn að vera trú ættjörðunni og elska hana enn meira þegar hún á bágt,“ og svo lét eg efnilegasta læri- sveininn segja mér hvað væri, sögn, nafnorð, lýsingarorð o. s. frv. Hann tók fram í: „þér hafið þá traust á sigri Frakka ?“ „Vissulega". „En við höfum tekið Belgíu og allan norðurhluta Frakklands". „þér hafið ef til vill einnig tekið París,“ gat eg ekki stilt mig um að bæta við. Hann hrökk við: „þér verð- ið látin hætta að kenna og eg sendi hingað einn af kennurum vorurn". „þér ætlið þá að banna að kenna á frönsku?" „Mér hefir þegar verið sagtfrá ósvífni yðar, þér megið gæta yðar. Fyrst um sinn banna eg yður að rita svona setningar á töfluna og svo mun eg láta hafa á yður gætur“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.