Vísir - 23.02.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 23.02.1916, Blaðsíða 2
VÍSIR -gniffifla VISIR Afgreiösla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá kl. 2-3. Sími 400.— P. O. Box 367. Um Appam. Bandaríkjastjórnin hefir úr- skurðað að skoða skuli Appam sem hertekið skip og að það megi liggja í höfn í Bandaríkj- unum fyrst um sinn. Skipshöfninni af Appam og farþegum var leyft að fara í land og sömuleiðis skipshöfnum af þeim skipum sem Möwe hafði sökt og flutt yfir í Appam. Berg sjóliðsforingi vildi halda eftir þeim mönnum, sem voru við fallbyssurnar á kaupförunum, en Bandaríkjastjórnin taldi það ó- heimilt. Talsverður vafi þykir leika á því hvort skipið, sem tók Ap- pam hafi heitið Möwe, eins og Berg sjóliðsforingi segir. Maður nokkur sem hafður var í haldi á Möwe segist hafa séð nafnið »Ponga« grafið víða á skipið, og telur að það hafi verið nýbygt skip. Sir Edward Merewether fyrr- um landstjóri í Sierra Leone var farþegi á Appam á leið til Eng- lands. Hefir hann skýrt frá því að þegar þeir á Appam sáu fyrst Möwe, hafði skipið uppi neyðar- flagg á framsiglu. Skipið hafði einnig uppi flagg í skut, en það bærðist ekki fyrir vindinum, hafði það verið bundið við stöngina Reyndist það síðar að það var þýska flaggið. Appam hafði nokkra þýska hertekna menn meðferðis, sem fiytja átti í varðhald á Englandi, voru þeir leystir úr haidi þegar Berg og menn hans komu um borð og settir til að gæta skips- hafnarinnar á Appam. Appam hafði meðferðis 200 þús. sterl.pd. í ómyntuðu gulli og var það flutt yfir í Möwe. DanmörJí og England Bretar hafa undanfarið lofað dönskum skipum að halda leið- ar sinnar heim, þótt þau hafi haft vörur sem grunur lék á að ættu að fara til Þýskalands, gegn loforði um að slíkar vörur yrðu fiuttar aftur til Englands til rann- sóknar. Hefir þetta komið sér mjög vel, sérstaklega þegar erfitt . hefir verið að komast að vörun- um. — Nýlega tóku Þjóðverjar danskt skip, sem Bretar höfðu ieyft að sigla með loforði um að senda nokkurn hluta farmsins aftur til Englands. Þjóðverjar fluttu skipið til þýskrar hafnar og létu skipa þar í land þeim ! hluta farmsins sem senda átti aft- ur til Englands. Nú verða dönsk skip að skilja eftir þann varning sem Bretum leikur grunur á að eigi að fara til Þýskalands. Skipi sökt af loftfari Enskt vöruflutningaskip var á ferð í Norðursjónum nýlega og kom þá j - Zeppelinsloftfar aö því og varpaði k tundurhylki niður á skipið. Kom hylkið á mitt skipið og sökk það á tveim mínútum. Þrír menn kom- ust af. Rússar spara kjöt Búnaðarmálaráðherra Rússa hefir gefið út skipun um, að ekki megi jeta kjöt tvo daga í viku á Rúss- landi, Er það gert til þess að sporna við því að nautgripum fækki þar í landi meira en orðið er. Þjóðverjar þreyttir á ófriðnum Dr. Halvdan Koht prófessor í Kristjaníu hefir dvaliö í Þýskalandi um hríð, en er nú kominn heim aftur. Hefir hann ritað um dvöl sína þar í norsk blöö. Kveður hanu þýsku þjóðina óska þess af alhug að friður mætti kom- T I L M I N N I S: Baðhúsið opið d. 8-8, ld.kv. lil 11 Borgarst.skrifjt. i brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk. Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K, F. U. M. Alni. samk, sunnd. 81/, siðd Landakotsspit. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landsstminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið V/,-21/, siðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- vikud. ld. 2—3. Landsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. Hjtfruatitii. Ung stúlka, heilsuhraust og greind, getur komist að í Laug- arnesspítala til að læra hjúkrun- arstörf. Læknir spítalans gefur nauð- synlegar upplýsingar. ast á. Þetta beri þó ekki að skoða sem merki um það, að hún sé orð- in hrædd um að verða undir í ó- friðnum, en henni sé orðið Ijóst, að ekki muni takast að gersigra óvinina, síst af öllu Breta. Dr. Koht er talinn Þjóðverjavinur. Kvennhetjan frá Loos. --- Frh. Upp frá þessu voru liðsforingj- ar eða óbreyttir liðsmenn altaf að koma í skólann. En eg lét sem ekkert væri og hélt áfram kensl- unni. Eg skal láta ósagt hvað miklum framförum lærisveinar mínir tóku, en eitt er víst: eg hughreysti börnin og brýndi fyrir þeim að vera góðir Frakkar. Eg hef þegar sagt frá því, að okkur vantaði alt: föt, mat og hvað eina. En nú var hægt að fá leyfi til að fara til Lens og kaupa, þó dirfðist eg ekki að sækja um leyfi, því eg vissi að yfirliðsforingjanum var illa við mig. En þegar hann skömmu eftir fór burt um stundar sakir, stakk eg upp á því við móður mína að reyna, hvort eftirmaður hans mundi ekki vilja leyfa mér að fara. Sá hét Braumann, er nú réðí lofum og lögum í Loos. Var hann digur og voðalega rauður í framan. Hann lagði fyrir mig nokkrar spurningar og gaf mér svo skriflegt leyfi og fanst mér mikið til um, hvað þetta gekk alt vel og orðalaust, en þegar eg var að fara, fékk eg útskýring- una. Hann kallaði á mig og sagði: „Leyfið kostar hálft mark“. „Eg hefi enga þýska peninga". „það stendur á sama, látið mig fá 60 centíme". Eg raðaði eyrpeningunum fyrir framan hann á borðið og fór, en hann stakk þeim í vasann. Tveir prússneskir hermenn áttu að fylgja þeim, sem færu til Lens,'en það þótti ekki áhættu- laust að vera einn á ferð með þessum félögum, og þeir sem fengu fararleyfi urðu þess vegna samferða. Vegna skothríðarinn- ar var ekki hægt að fara beina leið til Lens, heldur varð að fara ýmsa króka — og þó var það ekki hættulaust — við vor- um þvi fullar tvær stundir að ganga þangað. Eg var búin að lifa svo lengi innan um viður- stygð eyðiieggingarinnar, að þeg- ar eg kom tiLLens og sá búðir opnar og marglyft hús standa óskemd, þá var eins og eg fyndi til undrunar. En þó að mér í fljótu bragði sýndist borgin óskemd, þá var það ekki svo í raun og veru. Sprengikúlur höfðu eytt járnbraut- arstöðinni, og stórskemt ýmsa skóla og opinberar byggingar. Innrás þjóðverja í Lens hafði borið svo brátt að, að mjög fátt af fólkinu hafði getað flúið burt, en þrátt fyrir fjölmennið, var ákaflega mikil deyfð yfir borg- inni. Á strætunum bar mest á þýskum hermönnum. Flestum skólum og öðrum stórhýsum hafði verið breytt í sjúkrahús, og þó að íbúarnir í Lens vissu ekkert um hvað gerðist í kring- um þá, þá varð því þó ekki leynt fyrir þeim, hvað óvinirnir daglega biðu mikið manntjón, því af tölu hinna særðu mátti einnig ráða tölu hinna föllnu. Lens er enn þá í höndum óvinanna og eg þori því ekki að tala mikið u m það, sem eg s,á og heyrði þar, því eg veit ekki nema að það mundi hafa einhverjar óþægilegar afleiðingar fyrir hlutaðeigendur, og eg hef sjálf orðið að þola svo mikið ílt af þjóðverjum, að eg vil ekki verða orsök til að þeir farj illa með aðra. í Lens rændu þjóðverjar ekki eins miskunarlaust og í Loos. þeir höfðu fyrstu dagana tæmt öll húsin, sem voru yfirgefin, en í hinum húsunum létu þeir sér nægja að heimta það sem þeim þóknaðist. Undir því yfir- skyni, að íbúar Lens gæfu frakk- neska liðinu bendingar, neyddu þeir bæjarsjóð til að borga 5000 franka í hvert skifti sem frönsk sprengikúla féll niður í herbúir þeirra. Vistir voru til í Lens, þó af skornum skamti væru, og ýms- ir góðir borgarar höfðu séð um að bærinn ætti sjálfur kornforða, svo hægt væri að forða fólkinu frá hungri, peningastyrkur var veittur hinum fátækustu. þó að ástandið þar væri betra en í Loos, þá mætti einnig segja margar hræðilegar sögur, frá Lens. Eg skal aðeins minnast á eina, af þvíhún er orðinn kunn og þjóðverjar hafa ekki getað borið á móti henni. I einu mannlausu húsi voru enn nokkur húsgögn og kenslu- kona í næsta húsi, sem þekti eigendurnar, ætlaði að reyna að gæta þeirra. Hún fór því á hverjum degi út í húsið, en einn dag kom hún ekki aftur og urðu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.