Vísir - 25.02.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 25.02.1916, Blaðsíða 2
VÍSIR ingu um, aö ekki væri hægt að binda um böggla, því að seglgarn væri ekki til, og ennfremur að ekki væri hægt að senda böggla heim til manna vegna þess aö sendi- sveina vantaði. Konur stýra þar sporvögnum bæði ofan og neðanjarðar, og eg sá 20—30 konur vera að grafa járnbrautargöng undir Friedrich. strasse. Kunningjakona konunnar minnar sagði henni að hrísgrjón hefðu , kostaö 90 aura pundið og nú væru þau ófáanieg, og sömuleiðis baunir. í Hamborg mátti sjá einna greini- legast að landið átti í ófriði. Eng- in umferð var um höfnina né viö bana. Vöruflutningar um borgina voru alveg hættir. Yfirleitt var þar lítið til af öllu og dýrt það sem til var. Landar mínir í borginnt sögðu mér að borgarbúar væru vondaufir. í Bremen og Hannover varástand- ið engu betra. Menn óskuðu að styrjöldin yrði á enda kljáð sem fyrst og kvörtuðu alment yfir dýr- t'ðinni. í kvikmyndaleikhúsi voru sýndar myndir af keisaranum og krónprinsinum og Austurríkiskeisara en áhorfendurnir létu sér fátt um finnast. Eg kom til Múr.ster. Þar er eg gagnkunnugur. Mikil breyting var orðin á borgarbúum frá því í fyrra. Einn af kunningjum mínum skrifaði mér í fyrra meðalannars: »í næstu viku tökum við Calais*. Nú spurði hann mig áhyggjufullur. »Hvenær verður styrjöldinni lokið? Alyktunarorð. Eg dreg þá ályktun af því sem eg hefi séð í þessari ferð, að mikill hluti verkalýðsins f Miðríkjunum svelti og að fjárhagurinn sé slæmur ^ og fari versandi meö degi hverjum. Þjóöin er að missa kjarkinn. Menn eru farnir að spyrja: »Hvað græð- um við á þessum sigurvinningum? Við vinnum sigur á hverjum degi, en ekkert batnar hagur okkar neitt við það, heldur þveröfugt*. Eg er sannfærður um að Þýskaland og Austurríki veröa undir í þessari styrj- öld, hvort heldur á málið er litiö frá hernaðarlegu eða fjárhagslegu sjónarmiði, ef bandamenn berjast eins og þeir eru menn til. Landar erlendis, ,A vígvellínum. í »Tidens Tegn« segir Ella Anker frá því, að ungur íslensk- ur rithöfundur, sem dvalið hefir í Lundúnum, sé nýgenginu í her- inn. Hver er hann? Druknun. í sama blaði er sagt frá því að íslending einn hafi tekið út af norsku síldveiðaskipi, Allas, og hafi hann ekki náðst aftur. Enekki er nafns þess manns getið. Snjóflóð féll á bæinn Grænagarð viö ísa- fjarðarkaupstað. Flutti flóðið bæinn alla Ieið út á sjó (Pollinn). Mann- tjón varð þó ekkert, tveim konum sem í bænum voru tókst að bjarga ómeiddum. VISIR Afgreiðsla blaðsins á Hótel Island er opin frá ki. 8—8 á hverj- um degi. Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá ld. 2—3. Sími 400.— P. O. Box 367. Perð um Miðríkin. ----- NI. Á leiðinni heim kom eg við Dresden og þar varð eg í fyrsta og eina skiftið saddur af miðdegis- verðinum á allri ferðinni. En auð- vitað varð eg að greiða hátt verö fyrir þann málsverð. Þar hitti eg hollenskan tóbakssala og spurði hann hverjum augum hann Iiti á hafn- bann Breta. »Þó að það nái ekki fullkomlega tilgangi sínum, þá getur ástandið ekki verið verra en það er*, svar- aði hann. í Leipzig var ástandið eins og í öðrum borgum, sem við komum til. Þar varð eg fyrst var við að Þjóð- verjar notuðu slæma vélaolíu. Það virtist ekki hægt að koma vögnun- um af stað með henni, og þess vegna hefir ökumaðurinn jafnan með sér benzín á flösku, til þess að koma vagninum af stað. Eg varö var við þetta enn betur í Berlín og Hamborg. í Leipzig voru notaðir viðarhringir á vagnhjólum í stað togleðurhringja. Við stóöum við í Berlín í fjóra daga. í stórri búð sá eg auglýs- Kvennhetjan frá Loos. --- . Frh. vegurinn alt í kring var upprót- aður..... það voru Frakkar, sem gerðu áhlaup til að ná baenum. Um morgunin þann 9. kom dálítið hlé á. Við fórum að gjöra morgunverkin, bróðir minn tók sér bað, þegar húsið alt í einu lék á reiðiskjálfi. Kúla hafði sprungið uppi á efsta lofti. Skot- hríðin byrjaði aftur og mest á strætunum. Móðir mín þreif drenginn upp úr baðinu, vafði utan um hann ábreiðu og stökk með hann of- an í kjallara en eg náði í systur mína! Bróðir minn gat samt ekki verið nakinn í kjallaranum, svo eg varð að fara upp að ná í föt- in hans, en eg varð að flýta mér ofan aftur, því eg hélt að húsið væri að hrinja. Önnur kúla hafði sprungið uppi á efsta lofti.„ þaðereinsog landar vorir miði á húsið okkar“, sagði mamma mín og satt var það, að við vor- um illa stödd. Einlægar spreng- ingar í kringum okkur, múrarnir hrundu á húsunum í kring. Háv- aðinn var svo mikill að þó að við sætum í einum hnapp þá gátum við ekki heyrt hvort til annars ... en hvernig á eg að lýsa þessum ósköpum: dunur og skot, sprengingar og jarð- skjálftar. það var eins og mað- ur væri kominn í helvíti og háv- aðinn ætlaði að gjöra mann vit- stola. Alt í einu lét hurðin að búð- inni undan og á efstu þrepum stigans, sem lá ofan í kjallarann sáum við þrjá menn alla blóðuga. þrátt fyrir ósköpin sem á gengu heyrðum við þá segja: „Sacrement! .... Franzoust!“ það voru þjóðverjar, sem leit- uðu hælis hjá okkur. Á einum þeirra hékk handleggurinn aðeins á taug við líkamann, annar var særður á höfði en hinn þriðji var hjúkrunarmaður, sem var að fylgja þessum félögum sínum á sjúkrahúsið, en hafði orðið að leita þeim og sér hælis um stund- arsakir. þó að hann væri ósærð- ur þá var hann samt allur löðr- andi í blóði af að styðja hina. Hundurinn okkar urraði, þeg- ar hann sá óvinina en hjúkrun- armaðurinn sem kunni dálítið í frönsku, sagði auðmjúkur við hann: „Góðurhundur, egekki v o n d u r.“ Ef að hryllingin hefði ekki verið svo mikil mundi eg hafa hlegið að þessu, en eg flýtti mér aðeins að sefa hundinn, því þótt óvinir væru, kendi eg í brjósti um þessa aumingja menn. Hermaðurinn snéri sér að mér : „Félagar mjög særðir e r u, strætið ómögulegt að vera.“ Hinir særðu lögðust á gólfið. Mér var ant um að fá fréttir og eg spurði því: „Hvað er um Frakka?“ j,Frakkar að komast áfram, við að láta und- a n.“ Hann sagði satt, en því miður var það ekki nema um stundar- sakir að vorir menn höfðu betur. Stundu síðar héldu þessír menn leiðar sinnar til sjúkrahússins, T I L M I N N I S: Baðhúsiö opið v, d. 8-8, ld.kv. til 11 Borgarst.skrifst. í brunastöð opin v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K, F. U. M. Alm. samk, sunnd. 81/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssiminn opinn v. d, daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið Þ/,-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknart'mi 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og háislækningar á föstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. Landsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. Góðrar íbúðar, 34 herbergja ásamt eldhúsi óskar lítil fjölskylda, í eða við miðbæinn. A. v. á. Loðhufur nýkomnar í y. Jludevseu & S'óu Aðalstræti 16. því þó að skothríðin héldi áfram þá var henni nú beint í aðra átt. þeir kvöddu þegar þeir fóru og sá frönskutalandi þakkaði jafnvel fyrir sig, en samt var. eg reið við þá, því þeir höfðu enn einu sinni mölvað hurðina að húsinu okkar. Eg vogaði mér fram á þrösk- uld. Partur af bænum stóð í björtu báli, fallbyssurnar drundu, en á milli heyrði eg einnig byssu- skot og eg hljóp því glöð til móður minnar til að hugga hana með að fótgöngulið franska mundi vera í nánd. En tíminn leið og ekki komu neinir franskir hermenn í ljós. þar á móti sá eg að þjóðverjar mundu hafa fengið liðsauka og að góð regla var kominn á hjá þeim aftur. Eg kvaldist af löng- un til að frétta eitthvað og vog- aði mér út, ætlað eg mér að fara í nýlenduvörubúðina, því eg þeki, konuna og húsið var rétt hjá, en þegar eg kom þar að stað- næmdist eg agndofa, eg hélt mig væri að dreyma; húsið var al- gjörlega horfið, þar stóð ekki steinn yfir steini......Eg frétti

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.