Vísir - 25.02.1916, Side 4

Vísir - 25.02.1916, Side 4
VISIR Morgunkjólar. Svuntur. Kvenn & Telpukápur. Barnakjólar. Álnavara. Cheviot.SiIki. Slifsi o.fl Saumastofan á Laugavegi 24 Gula hættan. í lok ófriðarins milli Japans og Rússlands var mikið talað um gulu hættuna. En þá var aðal- lega átt við þá hœttu, sem Nörð- urálfunni stafaði af hermensku gulu þjóðanna, og þó einkum Japana. — Þeir höfðu barist af svo mikilli hreysti að Norður- álfumönnum stóð stuggur af, og auk þess kom það mönnnum á óvart hve fullkominn allur herút- búnaður þeirra var. En síðan hefir hvítu mönnun- um verið rórra. Þessi gula hætta virðist áreiðanlega ekki vera yfir- vofandi. — Víst er um það, að Norðurálfuþjóðirnar standa gulu þjóðunum enn miklu framar í því að drepa í stórum stíl. — En það er önnur gul hætta yfirvof- andi og má gera ráð fyrir því, að hún segi til sín að heims- styrjöldinni lokinni. Allir verða að lifa. En til þess að lifa verða menn að geta aflað sér fæðis og klæðis. Hver þjóð kappkostar að auka framleiðslu sína sem mest og koma afurð- um sínum á markað annara þjóða. — Fyrir 60—70 árum var mikið talað um kínverska múrinn. Ekki steinmúrinn sem Kínverjar bygðu fyrir mörgum öldum, heldur þann bannmúr sem Kínverjar höfðu reist gegn öilum viðskiftum við allar vestrænar þjóðir. Og hvítu mennirnir fengu því Ioks áorkað að sá múr var feldur. — En nú fer þeim víst óðfluga fjölgandi, sem óska þess heitt og innilega að múrinn sá vœri sem öílug- astur. Hvítu mennirnir vildu fá mark- að fyrir afurðir sínar í Kína og nota sér auðsuppsprettur lands- ins til þess að auðgast á þeim. En þar ætlar alt að fara öðru- vísi en til var ætlast. Það eru ekki nema 20 ár síðan Kínverjar fóru að rumska. Mót- þróinn gegn öllum viðskiftum við vestrænar þjóðir og gegn vest rænni menning var þjóðinni mjög inngróinn. En eftir að boksara- uppreistin hafði verið bæld nið- ur og ófriðnum við Japan var lokið, þá afréðu Kínverjar að fara að læra af fjandmönnum sínum. Það var eini vegurinn til að geta staðist í samkepninni. Árið 1908 Aoru 14000 Kínverjar að námi í Japan og 20000 í Ameríku og tU s\tda\\)e\Wwa\ $\^w wovttaw tæluv Pétur Thorsteinsson, \Z -- \ Wl 6 s\3A. sew et\w e\$a ejtu aí vá?a s*\g Wl Síldarverkunar á Hjalteyri hjá Th. Thorsteinsson gefi sig fram ekki síðar en næstk, laugardag ki. 5-7 síðd. Evrópu. Árið 1909 voru settir 220 skólar á stofn í Kína undir umsjón japanskra manna. í blöð- unum voru landsmenn fræddir um það, hvað væri að gerast í öðrum löndum, og á þann hátt varð unt að fá framgengt ýms- um umbótum, sem til þessa höfðu engan byr haft. Það voru bygðar nýjar járnbrautir, lagður sími og stofnuð stórfeld verk- smiðjufyrirtœki. Það eru 40 ár síðan fyrsta járnbrautin var lögð í Kína. — Árið 1860 bauðst enskt-amerískt félag til þess að leggja fyrstu járnbrautina. Mandarinarnir þurftu að hugsa sig um þangað til ár- ið 1876, þá leyfðu þeir að leggja járnbraut á milli Shanghaj og Woutschang. Vegalengdin milli þessara borga er að eins 15 rast- ir, en vegna þess að ekki mátti hreyfa við bœjum, kirkjugörðum, húsum né kálgörðum, þá varð þessi járnbraut 50 rasta löng með öllum krókum. En tveim vikum eftir að járnbraut þessi var fullgerð, þá keypti kínverska stjórnin hana, lét rífa teinana upp og sökkva þeim ásamt vögnun- um og eimreiðunum í sjáfardjúp. — Andar jarðarinnar höfðu hót- að öllu illu ef þessum óþverra væri ekki rutt í burtu. Og það var ekki fyr en 20 árum síðar að járnbrautin frá Tsiensien til Peking var bygð. En síðan 1904 hefir verið lögð járnbraut um 8000 rastir og símar um 80000 rastir með 650 stöðvum. í ófriðnum milli Rússa og Jap- ana fengu Kínverjar að kenna á því, að þeir áttu engar málm- verksmiðjur. Tóku sig þá saman nokkrir ríkir kínverskir kaupmenn í Shanghaj og ákváðu að reisa verksmiðju sem smíðaði vopn, brynplötur og járnbrautarteina. Hlutafénu var safnað á einum degi og nam 30 miljónum króna. Verksmiðjan var reist í bænum Hang-Yang, þar sem fljótin Han og Yangtsekiang mætast. í Han- Yang eru 2 milj. íbúa og héruð- in í kring afar-fjölmenn, svo að ekki skorti vinnulýðinn. En auk þess eru þar í grendinni bæði járn- og kolanámur' og fljótin eru skipgeng fyrir stór skip. — Fyrst var verksmiðjunum og námugreftrinum stjórnað af erl. verkfræðingum, svo hundruðum skifti, en nú, eftir 17—18 ár, er þar ekki einn einasti útlending- ur, jafnvel aðalframkvæmdarstjór- inn er Kínverji, hann heitir Zee og hefir stundað nám í Ameríku. Árið 1904 voru fluttar járnvörur frá Ameríku til Kína fyrir 20 milj. króna en síðan árið 1910—ekki eyrisvirði. En Kínverjar láta ekki þar við lenda. Þeir selja Japön- um árlega 6000 smálestir af stáli og fjytja mikið járn til Banda- ríkjanna. Járnið er flutt á gufu- skipum suður fyrir Ameríku en þrátt fyrir þann gífurlega flutn- ingskostnað, þá borgar það sig vegna þess hve gott það er og ódýrt, vegna þess hve ódýr vinnan er. — Þar gægist gula hættan fram. Frh. H ÚS N ÆÐ I 3—4 herbergja íbúð meö eld- húsi vantar mig 14. maí. Guðm. Guðmundsson, skáld, Laugaveg 79. 1 herbergi og geymslu og að- gang aö eldhúsi óska barnlaus hjón. Afgr. v. á. Hesthús og heyhlaða. Hús fyrir 10 hesta og heyi óskast frá 1. maí. Tilboö merkt »Hest- hús« sendist afgr. Vísis. Morgunkjólar smekklegastir, vænstir og ódýrastir, sömuleiðis langsjöl ogþríhyrnureru ávalt til sölu í Garðastræti 4 uppi. (Gengið upp frá Mjóstræti 4). Gott fjögramannafar til sölu nú þegar með tækifærisverði. Uppl. gefur Ágúst Guðmundsson á vinnu- stofu L. G. Ludvigssonar. Desimalvog óskast til kaups nú þegar. A. v. á. Rösk og áreiðanleg stúlka, vel að sér í skrift, reikningi og dönsku, óskar eftir atvinnu í búð eða bakaríi. Afgr. á. á. Ungur og duglegur vinnumaður getur fengið góða og vel launaða vist frá 14. maí n.k. A. v. á. Ný skóhlíf fundin. Vitjistá Frakka- stíg 12.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.