Vísir - 26.02.1916, Blaðsíða 1

Vísir - 26.02.1916, Blaðsíða 1
Utgefandi HLUTAFÉLAG Ritstj. JAKOB MÖLLER SÍMI 400. VIS Skrifstofa og afgreiðsla i Hótel Island SÍMI 400. 6. árg. Laugardaginn 26. febrúar 1916. 56. tbl. f Gamla Bíó » Sprengingin Ástarleikur í 3 þátlum, Ieikinn af þektum dönskum leikurum, svo sem Hr. Einari Zangenberg. Hr. Anton de Verdier. frk. Ellen Rassow. LeikfélaB Reykjavíkur. í kvöld og annað kvöld Tengdapabbi, Sjónleikur í 4 þáttum eftir Gustaf af Geijerstam. Pantaðra aðgöngumiða sé vitjað fyrir k). 3 þann dag sem leikið er, annars verða þeir þegar seldlr öörum. 3sL soYi$vasa$t\. — I. BINDI — MB~ 150 uppáhaldssönglög þjóðarínnar með raddsetningu við allra hœfi. Stærsta ogódýrasta |8|e„8ka nótnabók- 'n sem ut hefir komið til þe88a. Prentuö vonduðustu nótnastungu Norðurálfu á sterkan og vandaðan pappir. Omissandi fyrir alla söngvini landsins! Pœst hjá öllum bóksölum. Verð 4 kr. I„nb. 5 kr. Bókaversl. Sigf. Eymundssonar. Nokkrar kaiipakonur vanta á góð heimili. Upplýsingar gefur Gunnar frá Selalæk. £-"^ZZSEESSEEESEESEEESEEEEEEEEEEEEEEEEEEEE53ESS^^^iiiT7bíE^* heldur árshátið sína í Gthúsínu, sunnud. 27. þ. m, Afar fjölbreytt skemtun. Nánara á götuauglýsingum. Vissara að festa aðgöngumiða í tíma, því að- sóknin verður mikil. , Ymir kom í fyrradag frá Englandi. Hafði selt afla sinn fyrir 1500 sterl. pund. »Akorn< lagöi út frá Hafnarfirði í gær. Er það fyrsa þilskipiö þaðan að þessu sinni. Árni Pálsson bókavörður heldur alþýðufyrir- lestur á morgun um ættarnöfn, kl. 5 síðdegis. Trúlofun. Ungfrú Sylvía Þorláksdóttir, Hvg. 32 og Kristján Jónsson, sjómaður, Njálsg. 19. Samverjinn. H. G. hefir afhent Vísi 5 krón- ur að gjöf til Samverjans sem kom- ið hefir verið til skila með þakk- læti. / Til Vestmannaeyja fóru í gær með Gullfossi: Steinn Sigurðsson, klæðskeri og Sigurður Lýðsson, lögmaður. u- M. F, R. Fundur annað kvöld kl. 6 í Báru- búð. Síttu ekki heima fram yfir tímann. Na koma allir stundvíslega. Bæjaríréttir Afmæli í dag: Helga Jónsdóttir, ungfr. Afmœii á morgun: Agnar Magntísson skipstj. Hendrik St. Erlendsson læxnir. Jón Nikulásson sjóm. Sveinn Björnsson yfirdómslögm. Vilborg Guðnadóttir prjónakona. yaldimar Jónsson sjóm. Afmæiiskort með íslensk- um erindum fást hjá Helga Arnasyni í Safnahúsinu. Erl. niynt. Kaupm.höfn 7. febr. Sterlingspund kr. 17,15 100 frankar — 61,50 100 mörk — ? R e y k j a v í k Bankar Pósthiís Sterl.pd. 17,55 17,55 100 fr. 63,25 63,00 100 mr. 67,50 67,00 1 florin 1,55 1,55 Doll. 3,85 3,90 Svensk kr. lOlVa a- Messað i Dómkirkjunni á morgun: kl. 12 sr. Jóh. Þorkelsson, kl. 5 sr. Bjarni Jónsson. Messað á morgun í Fríkirkjunni (Rvík) ki. 12 á hád. sr. Ól. ÓI., og kl. 5 síðd. próf. Har. Níelsson. Um hvað er talað? Undanfarna daga hefir ekki verið talað um annaö meira en „Tengda- pabba," en nú hefir hann fengið slæman keppinaut, þar sem er úr- skurðurinn í bankamálinu. En sá er munurinn á, að enginn fær að sjá úrskurðinn en öllum er vel- komið að sjá Tengdapabba. &§) í^ýja Bfó Þjóðverjar í Brussel. Leyndardómurinn í Bankastræti. Gamanl. leikinn af dönskum leikurum. Svefngangan; Leikin af Vitagraph-félaginu. Costello leikur annað aðalhlv. Innilegt þakklœti vottum við öllum þeim er sýndu okkur hlut- tekningu við andlát okkar ást- kæru dóttur, Aðalheiðar Vilborg- ar, og heiðruðu útför hennar með návist sinni. Pálína Pálsdóttir. Simon Guðmundsson. ' ÞAÐ tilkynnist hérmeð vinum og vandamönnum að konan min elsku- leg, Valgerður Jónsdórtir, andaðist á þeimili sínu, Skólavörðustig 26, í gær. Jarðarförin verður ákveðin siðar. Rvík 26. febr. 1916. Þorður Þorsteinsson. Eldur kom upp kl. rúml. 10 í morg- un í kjallaranum í húsinu nr, 20 við Nýlendugötu hér í bænum. V»r eitthvað at tjöru í kjallaran- um og varð bálið all-mikið. — Slökkviliðið var kallað til hjálpar og tókst vonum fyrr að slökkva. Hermálaráðherra Bandaríkjanna segir af sér. Garrison hermálaráðherra Banda- ríkjanna og aðstoðarráöherra hans hafa sagt af sér embættum sínum. Umdæmisþing templara í Hafnarfirði á morgun kl. 2 Er jafnvel búist viö að fleiri menn úr ráðuneyti Wilsonsmuni segja af sér vegna þess að þeir séu ósam- þykkir stefnu forsetans í utanrfkis- málum, einkum þó afslætti hans í Lusitaniumálinu. Gerhveitið góða, er aftur komið í N ýh öf n.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.