Vísir - 26.02.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 26.02.1916, Blaðsíða 4
VISIR Ostar, pylsur. ósætt kex, afbragð í Nýhöfn — segir sex, hunang, síróp sardínur, lax, er sælgæti besta — reyn- ið strax. Arethusa ferst. — :o:— Breska stjórnin tilkynti 14. þ. m. að beitiskipið Arethusa (3,500 smál.) hafi rekist á tundurdufl við austurströnd Englands og sokkið. Mestum hluta skipshafnarinnar var bjargað. Arethusa var orðið allfrægt skip, þó ekki væri það gamalt. Það var ekki fullsmíðað fyr en í ágúst- mánuði 1914, en tók þó þátt í sjóorustunni við Helgoland í lok mánaöarins. Sökti þá þýsku beiti- skipi. Arethusa hafði og átt í fleiri orustum, meðal annars á Doggers Bank 24. jan. í fyrra þegar Bliicher var sökt. Arethusa var í mesta uppáhaldi hjá ensku þjóðinni og sjóliðsmönn- um. Það var eitt af fyrstu her- skipum sem bygt var með það fyrir augum að nota olíu í stað kola. Franskt beitiskip ferst. Nýlega var franskt beitiskip skotið tundurskeyti við Litlu Asíu-strendur. Fórust allir sem á voru, 370 manns, nema einn maður. Fanst hann mörg- um dögum síðar á fleka hjá 15 lfkum. Búlgarar í Albaníu. í nýkomnum útlendum blöðum er sagt að Iið Búlgara eigi ekki nema 15 mílur (enskar) ófarnar til Valona. En þar sitja ítalir til varnar. Bæjar-útgerðin. Hún er þá komin í nefnd í bœjarstjórninni, og var það ekki fyrr en vænta mátti. — Og ef til vill stafar sá byr sem bar mál- ið þetta áleiðis af því að ein- hverjir fulltrúarnir halda að nú sé alt orðið um seinan. Því hefir verið borið við af einstökum mönnum, að bæjar- stjórnin hafi ekki getað fengist við þetta mál fyrr, vegna þess að enginn bæjarfulltrúi hafi bor- ið fult skyn á málið. Rétt eins og það þyrfti sérfræðing til þess að segja fulltrúunum það á fundi, að togaraútgerð sé gróðafyrir- tæki. — En nú var þessari við- báru ekki lengur til að dreifa. Og bæjarstjórnin fékk þá ánœgju á síðasta fundi, að heyra Thor Jensen segja, að það væri leití að tillaga um togarakaup fyrir bæjarfé hefði ekki komið fram löngu fyr, þvi að ef málinu hefði verið hrundið i framkvœmd t. d. fyrir 2 árum, þá væri bærinn nú orðinn togaraeigandi og mundi vera búinn að græða tugi þúsunda á útgerðinni. En það tekur Th. J. réttilega fram að nú eru miklu meiri erfið- leikar á að hrinda málinu í fram- kvœmd. Það eru nú miklir erfiðleikar á því að fá skip. En þó eru tog- arar fáanlegir í Hollandi enn. — Norðmenn hafa keypt þar eina tíu togara (eitt félag) og hérlend- ir menn hafa keypt tvo nú ný- skeð. Þetta eru að vísu ekki ný skip, en áreiðanlega er það þess vert, að grenslast eftir því, hvort bærinn gæti ekki fengið þar sæmilega gott skip. Verður að vænta þess að nefr.d sú sem kosin var í bæjarstjórninni leyti fyrir sér bæði í Hollandi og ann- arstaðar þar sem menn vita til að skip hafi verið seld. Einkennilegt er það, að á þess- um fundi bæjarstjórnarinnar, sem málið var til umræðu á, skyldi ekki vera hreyft neinum mótmæl- um gegn því að bærinn keypti togara. Það lítur helst út fyrir að gömlu bæjarfulltrúarnir hafi ekki enn hugsað neitt um málið og enga afstöðu til þess tekið. — Af rœðu Th. J. verður ekki annað séð, en að hann álíti það gróðavænlegt fyrir bæinn að gera út togara og ekkert áhorfsmál undir venjulegum kringumstœð- um, að ráðast í það fyrirtæki.— Að vísu segir hann, að menn megi ekki gera ráð fyrir, að ann- að eins ár og síðastliðið ár komi aftur, og bendir jafnframt á aukna erfiðleika á útgerðinni. — En fyrst og fremst ber þess að gæta að með auknum erfiðleikum vex verðið á fiskinum. T. d. munu togarar aldrei hafa fengið eins mikið verð fyrir ísfisk sinn og í vetur. Og í öðru lagi er það ekki sjáanlegt, hvers vegna næsta ár hljóti að verða lakara en það liðna. Það er auðvitað t fylsta máta rétt af hr. Th. J. að gera ráð fyrir því að næsta ár verði ekki eins gott, en óhætt mun að fullyrða, að hann mundi ekki vilja selja sína togara nú, þótt altgott verð væri í boði. Framh. Loðhúfur nýkomnar í felæðaveYstuYi y,. jltiAeifsexi & $ót\ Aðalstræti 16. Norskir KLOSSAR Hinir góðkunnu norsku kloss- ar fyrir eldri og yngri eru nú komnir bæði lágir og leggháir á Laugaveg I. 'fþv Bestu klossar í borginni. KAUPSKAPUR Morgunkjólar smekklegastir, vænstir og ódýrastir, sömuleiðis langsjöl og þríhyrnur éru ávalt til sölu í Garöastræti 4 uppi. (Gengið upp frá Mjóstræti 4). Desimalvog óskast til kaups nú þegar. A. v. á. Karlmannssokkar fást keyptir á Vesfurgötu 53 B. Fallegur fermingarkjóll til sölu. A. v. á. 1 herbergi og geymslu og að- gang að eldhúsi óska barnlaus hjón. Afgr. v. á. Lítið herbergi óskast til leigu, helst með sérinngangi; til 14. maí. Uppf. á Lvg 10 (saumast. G. Sig- urðssonar). 2 herbergi á góðum stað íbæn- um í bænum, óskast nú þegar til mánaöartíma. Þurfa ekki að vera saman, en helst með ,húsg. A.v.á. Úr með gyltri hálsfesti í hefir tapast frá Vöggur og niöur í Banka- stræti. Skilist á afgr. Stúlka, 12—14 ára, óskast til að gæta barns. Afgr. v. á. Hraust og dugleg stúlka getur fengið góöa vist 14. maí. A. v. á. Stúlka óskast 1. mars á Njálsgötu 62 (niöri). Til leigu óskast kúabú með öllu tilheyrandi, í Rvík, á næstk. vori. Tilboð óskast sem fyrst. A. v. á. Við síldarvinnu á Eyjafirði geta stúlkur fengið atvinnu næsta sumar hjá »H.f. Eggert Ólafsson Reykjavík«. Upplýsingar gefur DtvdvvBv &oUs\>e\t\^ot\, skipstjóri. Til viðtals kl. 12—2 daglega á skrifstofu hlutafélagsins. Atvinna. Nokkrar stúlkur geta enn fengið at- vinnu við fiskverkun hjá fiskiveiðafél* A 11 i a n c e. Pær sem kynnu að vanta vinnu geri svo vel og snúi sér til undirritaðs sem er að hitta í Ananaustum allan daginn. 3óf\at\t\ JSeaedUUssotv,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.