Vísir - 27.02.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 27.02.1916, Blaðsíða 4
VISIR Ostar, pylsur. ósætt kex, afbragð í Nýhöfn — segir sex. hunang, síróp, sardínur, lax, er sælgæti besta — reyn- ið strax. Erfitt útræði —:o:— Eftirfarandi frásögu sagði mér Öræfingur, sem var hér nýlega á- ferð og var á ferð til sjáfar. Eins og mörgum er kunnugt, eru ágæt fiskimið fram af Ingólfs- höfða, enda hefir þar oftast verið mergð af útlendum fiskiskipum alt þangað til að yfirstandandi stríð byrjaði. En ekki er auðvelt fyrir Öræfinga að komast út á sjóinn, því mjög sjaldan er brimlaust þar við sandana. í fyrravetur réru þeir tvo róðra 10 á. í fyrri róðrinum gekk alt vel og fiskuðu þeir ágæt- lega, En í seinni róðrinum, þegar þeir voru nýlega komHir á nógan fisk, tóku þeir eftir því, að á svip- stundu var orðið albrima svo að ekkert viðlit var að lenda við sand- inn. Réru þeir þá lengra fram á sjó og svo út með og upp að Ingólfshöfða. Þar hleyptu þeir upp í stórgrýtisurðina upp á líf og dauða. Samt tókst þeim að komast upp í urðina með lífi og óskerta limi, en skipið brotnaði talsvert. Skipinu komu þeir upp í urðina, sem er í mesta Iagi 10 faðmar á breidd. En nú var eftir að klifra upp þrítugan hamarinn, engin var önnur Ieiðin, því víða fellur sjór- inn fast upp að berginu, En fólkið af bæjunum sá hvað fara gerði og kom með vað fram á höfðann. Tveir vanir bjargmenn komu í vaðnum niður til þeirra. Eftir mikla fyrirhöfn komust þei allir upp á handvaðnum. Lengi hafa Öræfingar verið að hugsa um að búa til þarna lend- ingu, sprengja urðina, og nú er svo langt komið að landsjóður hefir veitt til þess 5 þús. kr. og stend- ur til að byrjað verði á því næsta vori. En meira þarf aö gera, en laga til urðina. Það þarf að búa til báta- naust, höggva það inn í bergið og svo búa leið eða ganga upp bergið sem er 25—30 faðma hátt. Skipið mistu Öræfingar, því í miklum hafrótum gengur sjórinn upp yfir urðina. Ólafur 1sleifsson. Vetur. Það er hávetur og harðindi. Mjöllin þykk og þétt saman, liggur yfir alt og gerir alt jafnt. Hér og þar mótar ofurlítið fyrir hæðstu þúfum, bakka og móabörðum og dýpstu kvosum. Mannabýli og fénaðarhús líta út sem einhverjir snjókestir. Fjöllin í fjarlægð teygja sig upp í loftið út við sjóndeildar- hringing eins og hvíthjúpaðar tölla- vofur. Hér og þar rennur yfir hvannahjarnið helkaldur Iæðingur- inn sem jafnar yfir allar misfellur, þar sem hann fer yfir. Það lygn- ir. Sólin lítur björtum augum yfir alt og birtan verður svo mikil, að eg fæ glýju fyrir augun af ofbirtu. Engin kvik skepna sést á ferð, því alt veigrar sér viö að kafa mjalla- kyngið. Sólin lækkar á lofti og sígur niður að hafsbrún. Hæðir og hól- ar faldast skuggahettum. Skuggarn- ir lengjast og renna saman í eitt yfir alt láglendið. Sólargeislarnir deyja út við hafsbrún og gullnum roða slær upp á skýjadrögin. Þó er enn sólskyn á klakkatindum. Húmskuggarnir færast yfir og nóttin kemur með þögulii ró. Hátt gnæfandi himinkinldar koma í Ijós og senda geisla sína á einmanalega landið hvannhjúpaða — friðsæla. (Aðsent). Annie Besant. Þakkað get eg Maríu Jóhanns. fyrir grein hennar í Vísi um dag- inn um Annie Besant, því ekki er ofgert að vekja eftirtekt á henni. Aldrei hefi eg orðið jafn hrifinn af að lesa nokkra bók eins og eg varð í fyrsta sinni er eg las nokkur rit hennar. Mér fanst hugsanir hennar fylla sálu mína svo miklum friði og birtu- ljóma — mér fanst eg koma inn í nýjan andlegan heim. Reyndar get eg ekki fallist á allar skoð- anir hennar, en það er eins og hún flytji til manns »œðri óm*, svo sterkan og hreimfagran, að maður verður að staldra við, til þess að hlusta á hann. Fyrst þegar Annie Besant kom opin- berlega fram, áleit heimurinn hana ekki með öilum mjalla. Nú er það yvenstáfcan jUsót \S6 heldur árshátið sína í G.T.húsinu, í kvöld. Afar fjölbreytt skemtun, Nánara á götuauglýsingum. Vissara að festa aðgöngumiða í tíma, því að- sóknin verður mikil. Nýkomið mikið úrval af Slaufum og Hálsbindum hvítum, svörtum. mislitum. Ekta Zephyr Hálslín, margar tegundir. Sparar peninga og er ætið nýtt. Fæst í S\^uif5ssotiat. Nokkra duglega trésmiði og steypumenn vantar mig. Til viðtals á teiknistofunni í Skólastræti 5 B. Einar Erlendsson. Kelvin-mótorarnir eru einfaldastir, léttastir, handhægastir, bestir og ó- dýrastir í notkun Verðið er tiltölulega lægra en á öðrum mótorum. Fleiri þus. seljast árlega og munu það vera bestu meðmælin. -A ðalumboð íyrir Island heflr T. Bjarnason, Sími 513. Templarasundi 3. álit breytt. — Nú er hún álitin undrasöm vitsmunavera, gœdd háleitri andagift. Þeim sem dimt er í huga, hefðu gott af því að lesa inn í sig birtu hennar og fylgjast með henni npp á ljós- krýndar hæðir. (Aðsent). MorgunkjóJar smekklegastir, vænstir og ódýrastir, sömuleiðis Iangsjöl og þríhyrnur eru ávalt til sölu í Garðastræti 4 uppi. (Gengið upp frá Mjóstræti 4). Karlmannssokkar fást keyptir á Vesturgötu 53 B. Fallegur fermingarkjóll til sölu. A. v. á. Morgunkjólar góðír og ódýrir fást og verða saumaðir á Vesturgötu 38 niðri. I,—II. ár af Nýjum Kvöldvökum, Heimilisblaðinu, Skólablaðinu, Lög- réttu, Elding og Huginn, fást í bóka- búðinni á Laugavegi 22. Þýskumálfræði Reinke eöa Vibæks óskast til kaups. ísleifur Jónsson Stýrimannastíg 9. Gott Piano (í borðlögun) selst lágu verði með afborgunum á Berg- staðastræti 1. Stúlka, 12—14 ára, óskast til að gæta barns. Afgr. v. á. Hraust og dugleg stúlka getur fengið góða vist 14. maí. A. v. á. Stúlka óskast 1. mars á Njálsgötu 62 (niðri). Vanur sjómaður öskast straxsem útgeröarmaður, óvenjylega góð kjör í boði. Upplýsingar gefur B. Benó- nýsson, Lvg 39. 1 herbergi og geymslu og að- gang að eldhúsi óska barnlaus hjón. Afgr. v. á. Stofa með forstofuinngangi er til leigu frá 14 maí næstk. Uppl. á Bergstaðastíg 30 niðri. Sólríkt herbergi í miöbænum ósk- ast 14. maí. A. v. á. Sá er tók skóhlff (merkta L) í mis- gripum, í nótt í Báruhúsinu, er vin- samlega beðinn að skila henni til mín og vitja sinnar. Lúðv. Guð- mundsson, Laugavegi 22 A.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.