Vísir - 28.02.1916, Blaðsíða 1

Vísir - 28.02.1916, Blaðsíða 1
Utgefandi HLUTAFÉLAG Ritstj. JAKOB MÖLLEB SÍMI 400. V laltl Skrifstofa og afgreiðsla í Hótel Island SÍMl 400. 6. árg. Mánudaginn 28. febrúar 1916 58. tbl. • Gamia Bíó » Sprengingin Ástarleikur í 3 þáttum, ieikinn af þektum dönskum leikurum, svo sem Hr. Einari Zangenberg. Hr. Anton de Verdier. frk. Ellen Rassow. j^kfélagjteyjqjwíktir. Miðvikudaginn 1. mars. Tengdapabbi, Sjónleikur í 4 þáttum eftir Gustaf af Geijerstam. Pantaðra aðgöngumiða sé vitjaö fyrir kl. 3 þann dag sem leikið er, annars verða þeir þegar seldlr öðrum. 3sl% söti$vasa$ii. - I. BINDI — j*"* 150 uppáhaldssönglög þjóðarinnar með raddsetningu við allra hœfi. . Stœrsta oB ódýrasta íslenska nótnabók- '" ••" ut hefir komiö til þessa. Prentuð vonduðustu nótnastungu Norðurálfu á Sterkan og vandaöan papplr. Ómissandi fyrir alla söngvirii 'andsins! Fœst hjá öllum bóksölum. Verð 4 kr. Innb. 5 kr. Bókaversl. Sigf. Eymundssonar. Ibúð. 3-4 herbergi og eldhús ósk- ast til Ieigu frá 14. maí. Hjörtur A. Fjeldsted, (símastöðin á Auðnum). Smj örlíkið sern allir vilja er "ú altaf til «' Nýhöfn, Síðustu fregnir af ófriðnum Eins og kunnugt er og áður hefir verið skýrt frá hér í blað- inu, hafa daglega borist hingað fregnir af ófriðnum síðan síminn bilaði. Hafa símamenn hér tæki til að veita móttöku loftskeytum sem send eru frá Englandi, Frakklandi og Þýskalandi, en ekkert af þessum skeytum hefir verið birt opinberlega. En vegna þess að ýmsar kviksögur ganga um bæinn sem settar hafa verið í samband við loftskeyti og lagður trúnaður á þær, þá mun Vísir framvegis reyna að birta það markverðasta af þessum fréttum. Ein kviksagan, sem um bæinn gengur, er sú, að Svíar séu komnir í ófriðinn eða rétt að því komnir. Saga þessi er alveg til- hæfulaus. Eini flugufóturinn fyrir henni er sá, að í loftskeytum var fyrir nokkrum dögum kveðið svo að orði: Konungurinn og sænska þjóðin æskir einkis framar en að friður geti haldíst, »en vér erum reiðu- búnir til að hleypa af fallbyssum vorum þegar á þarf að halda*. Og síðar hefir verið kveðið svo að orði, að ölium hugs- andi Svíum, jafnt hægrimönnum og frjáislyndum sé Ijós sú hætta sem ríkinu stafi af þvf að ganga í bandalag við Þjóðverja. Aðrar helstu fregnir eru þetta: Þjóðverjar hafa tilkynt að þeir hafi nýlega unn- ið allmikinn sigur á vesturvígstöðvunum og tekið 8 000 fanga. Frakkar tilkynna 26. þ. m, að þeir hafl brotið á bak aftur áhlaup Þjóðverja f Champagne og tekið 340 fanga. Rúmenar hafa allan her sinn vígbúinn og hafa tekið í herþjónustu jafnt annara þjóða menn búsetta þar í landi, sem landsmenn. Sarrail, hershötðingi Frakka, kom til Aþenu- borgar þann 20. þ. m. og varð sá árangur af þangað komu hans, að nú er fenglð fult samkomulag milli bandamanna og Grikkja. Sagt er að missœttið milli Búlgara og Þjóðverja fari mjög í vöxt og að Þjóðverjar sýni Búlgururn mesta yfirgang. Nýlega hafi komið til blóðsúthellinga. Pjóðverjar neituðu búlgörskum hermönnum um fóður handa hestum sínum og tóku þá Búlgarar 5 Þjóðverja og skutu þá. Verð á matvörum er orðið afskaplega hátt í Konstantínópel og horfir þar til vandræða og jafnvel uppreistar. Wilson forseti hefir varað Bandaríkjaþegna við því að ferðast með vopnuðum kaupförum ófriðar- þjóðanrta. Farþegar sem ætluðu með franska skipinu Es- pagna frá Ameríku fengu nafnlaust aðvörunarbréf eins og farþegar á Lúsitanfu. Aður en skipíð Hollandía lagðí af stað frá Bandaríkjunum, voru teknir úr því 200 pokar af togleðri, sem fekist hafði að lauma út í það, og auð- vitað hafa verið ætlaðir Þjóðverjum. 'Yfirleitt verður lítið ráðið af fregnum sem berast frá vígvell- inum í Frakklandi, því að þaðan koma vanalegast gagnstæðar staðhœfingar frá Frökkum og Þjóðverjum. Frh. á 4. síðu. , Piýja BÍ6 z© Mai meO neíífl. Framúrskarandi gamanleikur í 3 þáttum leikinn af Pathé Fréres í París. Aðalhlutv. leikur hinn óviðjafnanlegi gamanleikari Max Linder, Jarðarför minnar kæru móöur, Idu Nlelsen, er á- kveöin miðvikudaginn 1. mars. Hefst meö hús- kveðju kl. 121/., e. h. frá heimili okkar Laufásveg 43. Inger Östlund. Appelsíniirnar í lýhöfn eru svo dæmalaust svalandi \ og sætar. Frá Gríkkjum Skuludis forsætisráðherra Grikkja hefir nýlega á þingi haldiö allharö- orða ræöu í garð bandamanna, mintist þar á aö hlutleysi landsins hefði verið brotið með því að Korfu hefði verið tekin ög kastal- inn Kara Burnu. Hann kvað Qrikki ekki mundu taka ti! vopna með bandamönnum jafnvel þótt bauda- iijenn héldu áfiam aðþröngva kostum þeirra. Hingað til hafa ítalskir hermenn ekki verið settir á land í Grikk- landi, en nýlega var send sveit manna frá ítalíu til Korfu, og átti hún að aðstoöa í því að koma skipulagi á her Serba sem þar er. Grikkjum er sérstaklega illa við það að ítalir skuli komnir í land þeirra og hefir óvild þeirra til bandamanna vaxið við það. Grikkir telja ítali keppinauta sína bæði í Albaníu og um eyjarnar í Grikklandshafi, og er meinilia við að þeim vaxi fiskur um hrygg. Gerhveitíð góða, er aftur komið í N ý h ö f n.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.