Vísir - 02.03.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 02.03.1916, Blaðsíða 2
VÍSIR VISIR Afgreiðsla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá U. 2—3. Sími 400.— P. O. Box 367. Friðartal. —:o:— Tveir verkamannaþingmenn bresk- ir komu fram með þá fyrirspurn til stjórnarinnar á þingfundi 23 þ. m., hvort hún vildi ekki bjóða Þjóð- verjum friðarkosti, Töldu þeir að nú væri fullséð að hvorugur máls- partur mundi sigra til fullnustu. — Þegar framsögumaður hafði lokið máli sínu, bað Asquith um oröið. Var hann allharðorður í garð fyrir- spyrjanda og þýska kanslarans, sem nýlega hafði sagt í ríkisdeginum þýska, að það stæði aðeins á Eng- landi að friöur kæmist á. Hann kvaðst áður hafa lýst yfir því, með hvaða skilmálum Bretar vildu semja friö; þaö hefði hann gert 9. nóv. 1914, þá hefði hann sagt: »Vér vorum ófúsir á að grípa til vopna, en vér munum ekki siiðra sverðið fyr en Belgía — og nú vil eg bæta við, einnig Serbía — hefir fengið aftur alt sem hún hefir fórn- að og meira til, ekki fyr en Frakk- Iand er trygt gegn árásum, ekki fyr en rétti smáþjóðanna í Norðurálfu er fullkomlega borgið og ekki fyr en hernaðarvald Prússlands er full- komlega brotið á bak aftur.* »Er hægt«, bætti hann við, og \ barði hnefanum í boröið, »að segja greinilegar til um hvaða friðarkosti við viljum bjóða«. Hann kvaö ekki um frið að ræða á öðrum grund- velli en þessum. Lusitaniumálið ekki útkljáð. Menn hafa haldið, aö deilan milli Þjóöverja og Bandaríkjamanna út af Lusitaniu væri á enda kljáð. Höfðu Þjóöverjar í síðasta bréfi sínu játað það, að ekki væri rétt að beita kafbátahernaði, eins og gert hafði verið þegar Lusitaniu var sökt, ef þegnum hlutlausra þjóða stafaði hætta af því. Hinsvegar vildu þeir ekki kannast við að slíkur hernaður væri lögmætur. Var talið að Bandaríkjastjórnin mundi láta sér lynda þetta svar, en það hefir elcki reynst rétt, því að 24. þ. m. er símað til enskra blaöa frá Washington, að þar sé alment álitið, að Wilson forseti muni inn- an skamst biðja þingið um leyfi til aö slíta stjórnmálasambandi við Þýskaland, ef þýska stjórnin tregð- ist lengur við að gefa fullnaðarsvar 5 í Lusitaniumálinu. Eofar til hjá Eússum. i Dúman er nú loks sest á ráð- f stefnu. Þingsetningardaginn kom keisarinn sjálfur á fund og ávarpaði þingmenn, en sfðar um daginn var lesin upp yfirlýsing frá miklum meiri hluta þingmanna. í þeirri yfirlýs- ingu var sagt að þingmenn teldu stjórnina ekki hafa verið starfi sínu vaxna það sem af væri styrjöldinni, enda mætti telja að hún hefði játaö það með því að Goremykin for- sætisráðherra væri farinn frá völd- um. Segjast þingmenn vonast til að stjórnin færi sér nú í nyt áhuga þann, sem nú sé vaknaður í land- inu fyrir þvf að Ieiöa ófriðinn til farsælla lykta. Á þessa yfirlýsingu hlustaði ríkis- erfinginn, réðherrarnir,útlendirsendi- herrar, þingmenn úr efri málstof- unni og fjöldi annara manna. Mundi slík yfirlýsing, sem þessi fyr á dög- um hafa orðið til þess að duman væri send heim og þingmenn ef til vill hneptir i fangelsi. Rodzianko forseti dumunnar þakkaði keisaran- um fyrir að hafa komið á fundinn og kvað það tákn þess að héðan í frá ætlaöi hann áð vinna með dúm- unni að velferð landsins. Rodzianko mintist á sigurinn við Erzerum og kvað hann fyrsta boða um fullkom- inn sigur, Sazanoff utanríkisráðherra gaf þinginu skýrslu um hvernig sakir stæðu. Kvað hann bandamenn hafa T I L M I N N IS: Baðhúsið opið v, d. 8-8. ld.kv. til 11 Borgarstskrifjt. í brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op. v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk. sunnd. 8'/a síðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssímínn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnið opið P/,-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknart'mi 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. Landsféhirðir ld. 10—2 og 5—6. fullkomna samvinnu með sér, Forn misklíð milli Rússa og Breta væri nú horfin, Hann hvaö Rúmeníu hafa valið það hlutskifti að sitja hjá fyrst um sinn, en þjóðin fylgdi bandamönnum að málum. Hann mintist og á Svíþjóð og kvað Norðurlöndum enga hættu stafa afj Rússum, Þeir ætluðu sér ekki að ná þar í íslausar hafnir, heldur á alt öðrum stað. I Margar nýjar, góðar, ódýrar og alveg óþektar tóbaks og cigarettu tegundir eru nýkomnar í Landstjörnuna. Kvennhetja n frá Loos. --- Frh. gott, eg skal rannsaka málið“, en það fór altaf á sömu leið: kærandi var fluttur burt úr bæn- um, enginn vissi hvert. það var ekki hægt að reiða sig á neitt sem herstjórnin lofaði og hún bannaði ýmislegt, sem engum gat komið til hugar að væri hægt að banna. Okkur leið því enn ver en áður. Hersveitin saxneska fór burt í hennar stað kom 157. hersveit- in, í henni voru mest Pólverjar, en liðsforingjarnir voru auðvitað Prússar. Hermenn þessir voru þreyttir og raunalegir á svipinn, en þeg- ar yfirboðarar þeirra atyrtu þá, var eins og þeir réttu úr sér og tækju annan svip. það var auð- séð að þeir voru vanir refsingum. Einn dag kom einn af þessum hermönnum inn til okkar og sagði á heldur góðri frönsku og í kurteisum róm: »Viljið þér lána mér nál og þráð til þess að gera við einkennisbúning minn“. Eg gerði það og á meðan hann var að sauma, spurði hann mig hvort eg hataði ekki Prússa. — Eg svaraði engu, því eg hélt að 'hann ef til vill væri að koma mér til að vera óvarkár. Eftir stundarþögn endurtók hann sömu spurningu. þá gat eg ekki stilt mig lengur: „Jú, sannarlega hata eg þá“. þá hvíslaði hann: „þér megið trúa því, það er ekki skemtilegt að eiga að hlýða prússneskum liðsforingjum, sem neyða menn áfram með skammbyssur í hönd- unum“. Hann sagðist vera ættaður úr þorpi rétt á takmörkum þýska- lands og Rússlands og var hon- um nauða illa við Prússa. En af því að hafa lifað svo lengi með þjóðverjum, þá var honum illa við Englendinga, en honum var vel við Rússa. Eg notaði mér af frönskukunn- áttu hans til að spyrja hann um afstöðu heranna og hann gat nokkurn veginn sagt mér hana. þegar hann fór út frá okkur mætti hann prússneskum liðsfor- ingja og af því að hann var ekki nógu fljótur að heilsa honum, þá slóg hinn hann með svipu sem hann hafði í hendinni. Pól- verjinn hengdi höfuðið og var auðséð að honum þótti miður, að eg skildi hafa séð meðferð liðsforingjans á honum. Loksins kom 14. júlí, þjóðhá- tíðardagur okkar. Daginn áður voru festar upp auglýsingar á öllum götuhornum svo hljóðandi: 1. »Enginn má minnast þjóð- hátíðardagsins, varðar það dauða- hegningu". 2. „Enginn má draga franskan fána á stöng, varðar það dauða- hegningu.“ 3. „Enginn má staðnæmast á götum bæjarins, varðar það dauða- hegningu." það var lítil hætta á því, að þessar fáu hræður sem eftir voru í Loos, færu að gjöra uppreisn gegn hervaldi þjóðverja, en þessi auglýsing sýnir samt, að óvinir vorir kunnu að meta föðurlands- ást vora. þenna dag gátum við því mið- ur ekki sýnt hana öðru vísi, en að hugsa um þá, sem fallið höfðu fyrir ættjörðina. Við systkinin fórum fyrst með blómsveiga á gröf föður okkar, en því næst prýddum við allar grafir franskra hermanna fögrum blómum. Rign- ing var allan daginn og jók það á þunglyndi okkar........... Svo liðu margir dagar, langir og leiðinlegir. Enn einu sinni gerðu þjóð- verjar leit í húsum og rústum, tóku öll reiðhjól, sem þeir fundu — þrjú hjá okkur — og létu jafnvel svo lítið að tína saman gamlarblikkdósir í sorphaugunum. Allan júlí og ágústmánuð féllu niður í Loos að meðaltali 200 sprengikúlur á dag, og samt var það ekkert í samanburði við stór- skotahríðina í maí! Fólkið hafðist við í kjöllurun- um og reyndi að búa um sig þar eins vel og unt var; ensíðan við vorum nærri köfnuð í kjallaran- um okkar, þá létum við það ráö- ast, og vorum kyr i borðstofunni á neðsta lofti í húsinu okkar. — þó eg væri óvön múrsmíði, tókst mér samt að fylla verstu götin á veggjunum, en ekki vil eg hrósa vinnu minni, veggirnir voru ekki fallegir. þýskir liðsforingjar komu við

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.