Vísir - 03.03.1916, Blaðsíða 1

Vísir - 03.03.1916, Blaðsíða 1
Utgefandi HLUTAFÉLAG Ritstj. JAKOB MÖLLER SÍMI 400. Skrifstofa og| afgreiðsla í Hótel Isiand SÍMI 400. 6. árg. Föstudaginn 3. mars 1916. I. O. O- F. 97339 - f Gamla Bíó { Hver var Robin? D.æmalaust spennandi leynilög- regluleikur í 3 þáttum og 100 atriðum um hinar árangurslausutilraun- ir leynilögr.þjónsins Mac Fields til að handsama hinn dular- fulla stórbófakonung, Robin. Aðgm. kosta: 50, 30 og 10 aur. jgisæeaiimBasœBaisaagBí Leíkfélag Reykjavíkur. Laugardaginn 4. mars. Tengdapabbi. Sjónleikur í 4 þáttum eftir Gustaf af Geijerstam. Pantaðra aðgöngumiða sé vitjað fyrir kl. 3 þann dag sem leikið er, annars verða þeir þegar seldir öðrum. 2 hiis til sölu. Afgr. v. á. U. M. F. Iðunn, Fundur í kveld kl. 9 í BÁRUNNI. Fjölbreytt dagskrá. Kornið heldur fyrir kl. 9. því fund- urinn verður settur stundvíslega. Stjórnln ffr loftinu. Á svörtu töflunni. Bretakonungur hefir gefið út auglýsingu um j viðskiftabann við tiltekna menn af ættum óvinaþjóða, sem eiga heima í hlutlausum löndum, eða menn sem átt hafa skifti við óvinaþjóðir. Hefir stjornin gefið út skrá yfir þessa menn, og eru á henni firma í Hollandi, 50 kaupmenn í Svíþjóð og 25 í Grikklandi. Búigarar. Frá Balkan koma stöðugt fregnir um, að búlgarskir hermenn gerist liðhlaupar. Kvarta þeir sáran yfir matvælaskorti sinna manua og hverskonar vandræðum. Hestar þeirra falla úr hor hrönnum saman. i Verdun. Frekkar tilkynna aö skothríðin fyrir norðan Verdun haf verið dálítið vægari í gær en áður. Franska blaðið Petit Parisin telur mannljón Pjóðverja í þessu síðasta áhlaupi 150000 manns. Blöð Þjóðveria eru sögð dauf í dálkinn yfir því hve árásin á Ver- dun tókst illa. En Frakkar eru vonbetri um sigur að lokum. í opinberum fréttum frá Þjóöverjum er gert gys að Frökkum fyrir mat þeirra á manntjóninu. Segjast Þjóðverjar ekki hafa mist nærri því eins marga menn og bandamenn haldi, og að Frakkar hafi mist að minsta kosti jafnmarga menn og Þjóðverjar. Lofthernaður. Zeppelins-loftskip komu til Englandsstrandar norð- arlega 1. þ. m., en unnu Bretum ekkert hernaðarlegt tjón. Þjóðverjar segjast hafa skotið niður þrjár óvinaflugvelar á vestur-vígstöðvunum í fyrradag, og Rússar segjast hafa orðið fyrir heimsókn flugvéla hjá Fried- richsstadt og Dwinsk. Dagens Nyheter segja að þýskir kafbátar hafi sökt eða skotið tundurskeyturo sænsk skip, samtals um 50 þús. smál. og drepið 158 menn. Vopnuð kaupför. Wilson forseti hefir beðið þingið að taka ályktun um hvort Bandaríkjaþegnar skuli varaðir við að ferðast með vopnuðum kaupförum. Hann hefir hætt öllum samningum við sendi- herra Þjóðverja, þangað til þingiö hefir lagt dóin á málið. Þjóðverjar bíða þess með óþreyju hvernig málinu verði ráðið til lykta í Bandaríkjunum. Yfirlýsing Robert Cecil lávarðar, um rétt kaupskipa til að hafa vopn til varnar, og neitun hans á því að breskum kaupförum hafi verið gefin skipun á laun um að ráðast á þýska kafbáta að fyrrabragöi, hefir haft mikil áhrif á afstöðu Bandaríkjanna til málsins. Portúgal. Talið er að Þjóðverjar hafi sett Portúgalsstjórn tvo kosti (ultimatum) út af töku þýskra skipa á höfnum í Portúgal. Búlgaría viil frið Lausafregnir ganga suöur í Rómaborg um það að Búlgarar hafi beðið stjórnmálamenn á Norðurlöndum um að Ieita hófanna um friöarkosti hjá bandamönnum. Stúlka óskast 1-2 mánuði á támennt heimili. Uppi. á Laugavegi 5 (uppi). yaupÆ MtsU Sunnudaginn 5. mars 1916 kl. 9 síðdegis flytur prófessor Jón Helgason fyrirlestur í Bárubúð: Þegar Reykjavík var fjórtán vetra. Aðgöngumiðar á 50 aura fást í ísafoldar-bókaverslun í dag (föstudag 3. mars) og á morgun allan daginn, svo og (ef rúm leyf- ir) við innganginn áður en fyrirlesturinn byrjar. Húsið verður opnað kl. 87* síðd. 62. tbl. Nýja Bíó Alþýðukonan Leikrit í 3 þáttum leikið af þýskum leikendum. þetta er ekki sama mynd- in og hér hefir áður veríð sýnd með þessu nafni. Ijarðarför minnar hjart- kæru eiginkonu, Valgerðar Jónsdóttur, er ákveðin á laugardaginn 4. mars. Hefst með húskveðju kl. 11 f. h. en ekki 11 eins og áður var auglýst, frá heimili okkar Skólavörðustíg 26. þórður þorsíeinsson. Alúðarþakkir til allra hinna mörgu, er mér hafa auösýnt hluttekningu i sjúkdómi og við jarðarför minnar kæru móður, Ida Anette Nielsen. Inger Östlund. Afmæli á morgun: Árni Vigfússon. Ásgr. Jónsson, málari. Björn B. Guðmnndsson, námsm. Geir Thorsteinsson, framkvstj. Jón Jónsson, prent. Sesselja Sveinsdóttir, húsfr. Afmæli í dag: Ámundi Árnason, kaupm. Jón Þorláksson, verkfr. Þórarinn Benediktsson, aiþm. Gunnfríður Rögnvaldsdóttir, húsfr. Ólöf Sigurðardóttir, ungfr. Afmæliskort með íslensk- um erindum fást hjá Helga Árnasyni í Safnahúsinu. Guðm. Hlíðdal, verkfræðingur, fór með björg- unarskipinu Geir ásamt þeim For- berg og Smith til að rannsaka síma- slitin. Bragi kom frá Englandi í gær og hafði póstflutning meðferðis. Hafði selt afla fyrir 1300 sterl. pund. (Frh, á 4. síðu).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.