Vísir - 04.03.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 04.03.1916, Blaðsíða 4
VISÍR i®r Enginn ~m Sjálfstæðisflokksfundur, Blað sem kemur út hér í bænum og nefnir sig »L a n d i ð«, flytur þá auglýsingu í gær, að aðalfundur Sjálfstæðisflokksins verði haldinn laugardagskveldið 4. þ. m., en þetta er tilhæfulaust og rangt. Sjálfstæðisflokkurinn heldur engan fund þá. Páll ísólfsson, organleikari, ætlar að halda kirkju- hljómleik í Dómkirkjunni á morg- un með aðstoö Péturs Halldórs- sonar bóksala, Sveitarþyngslin í beenum. Það var sagt í Vísi nýlega, að sveitarþyngslin færu vaxandi ár frá ári, Nú hefir blaðið fengið þá frétt, frá skrifstofu borgarstjóra, aö svo sé ekki. Er sagt að fátækra- framfæri hafi numið 4 þús. krón- um tninna í janúar síöastl. en í jan. 1915 og að þaö hafi verið mun lægra 1915 en 1914. Eru þetta mikil gleðitíðindi, þó undar- leg séu, og er þá einnig undarlegt, að ekki skuli tekið tillit til þess í fjárhagsáætlun fyrir bæinn 1916. Ný fjárveiting til herkostnaðar. —:o:— Asquith, forsætisráðherra Breta, bað enn um nýja fjárveiting til herkostnaðar, 120 milj. sterlings- punda fyrir þann tíma sem eftir er af yfirstandandi fjáthagstímabili, eða til marsmánaðarloka, og ennfremur um 300 milj. sterl. pd. fyrir apríl og maí. Var samþ. við 1. umr. að veita féð. Þegar þessi fjárveiting er samþykt til fullnaðar hafa Bretar veitt til herkostnaðar 2,082 milj. sterl. pd. eða urn 38,276 miljónir króna. Campbell vígður —:o:— Séra R. J. Campbell, höfundur »Nyju guðfræðinnar«, sem sagði af sér prestskap hjá fríkirkjusöfnuði sínum í sumar, hefir nú tekið vígslu í þjóðkirkjunni ensku. Verkfallið í Hafnarfirði. fNI.J —:o:— Að eg nokkurntíma hafi unnið á nokkurn hátt í eigin hagsmunaskyrti innan vébanda Hlífar, er fjarstæða og ósannindi eins og allur greinar- kaflinn sem um er að ræða. Og eg get varla hugsað mér að nokkur annar en Dagsbrún- arritstjórinn hefði getaö fengið sig til að birta í opinberu blaði álíka ummæli, um sér óþektan mann, og hann hefir sett þar í minn garð. Að vísu er líklegt að hann einn eigi ekki sök á þessu, heldur mun hann hafa fariö eftir sögusögnum óhlutvandra manna, sem látið hafa fljúga í eyru hans illa athuguð orð í augnabliksæsingu, og ætti hann ekki að Iáta sér verða slíkt á aftur, ef hann vill að vel fari fyrir þeirri hugsjón, sem hann þykist berjast fyrir. í 8. tbl. Dagsbrúnar er alllöng grein eftir hr. Ketil Greipsson, sem er einn af stjórnendum Hlífar nú sem stendur, og hefir hann í því skrifi sínu reynt að breiða yfir mestu vitleysurnar í stóru greininni í 6. tbl. sama blaðs. En bústólp'inn frá Haukadal hefir látið sér verða það á að segja ekki nema hálfan sannleikann, þar sem hann skýrir ekki frá nema því, að menn hafi ekki orðið varir við annað en að eg væri með kröfum verka- manna, þar til á fundi í vetur að eg hafi snúist þveröfugur á móti því er hann segir að eg hafi inælt meö áður. Sannleikurinn a 11 u r er sá.að eg var og er með því að verkafólk þurfi að fá kauphækkun frá því sem áður var, en það var mín sannfæring, sem eg ekki fór dult með, að oflangt væri gengið í sumum kaupgjaldstillögum þeim er þá voru til umræðu, og hafði eg þar eingöngu fyrir augum, að kröf- ur þær, sem eg ekki gat fallist á rnundu ef fram væri haldið, hafa þau áhrif að atvinnumagn hér í bænum mundi rýrna við það. — Áður en eg gat skýrt skoöun nn'na til hlýtar á máli þessu, var ráðist á mig með skömmum og brígslyrðum og margt af því kom máli þessu ekkert við. — Árásir þessar virtust svo strákslegar og komu frá þeim mönnum;" sem sjálfsagt hafa séð of- sjónir yfir því hve mikið fylgi og traust eg hafði í félaginu, að eg á- Ieit réttast að svara þeim ekki frekar eða útskýra það nánar hvað eg haföi minni skoðun til stuðnings, enda þóttist eg vita það fyrirfram að ein- stakir menn í félaginu hefðu þegar ákveðið að vera mótstöðumenn mín- ir, hvað* sem öðru liði, af því að eg er verkstjóri. Sagði eg mig þess vegna samstundis úr Hlif. Hvað undirskrift minni viðvíkur undir það bréf, er vinnuveit. sendu Hlíf, þá er því að svara að eg skrif- aði undir það eftir skipun og í um- boði húsbónda míns, sem þá var ekki viðstaddur og eg geri ráð fyrir að hann hafi ekki þurft að spyrja Ketil Greipsson eða neinn annan um það »hver stæði næstur til þess starfa®. Þar sem Ketill er að tala um mis- jafna hæð manna í mannfélagsstig- anum og hvernig menn hagi sér í hinum ýmsu tröppum hans, þá leiði eg þau orð hjá mér, því mér koma þau ekkert við, en hvað hann myndi gera ef hann einhverntíma kæmist upp úr kjallaranum er mér alveg ókunnugt. Þar sem því er dróttað að mér og eftir því sem virðist fleirum, að eg vinni af alefli á móti verkalýðn- um, þá lýsi eg það bein ósannindi hvað mig snertir, sem auðsjáanlega eru framsett til að sverta mig í aug- um annara, en eg þykist þess full- öruggur að ummæli þessi hafi eng- in áhrif hjá því fólki, sem kynst hefir mér til þessa dags og eg vona að framkoma mín við verkafólk yfir- leitt bæði í fortíð og framtíð sanni hiö gagnstæöa. Verkafólk í þessum bæ álít eg yfirleitt gott verkafólk og ann eg því sannarlega alls góðs og vona eg eftirleiðis eins og að undanförnu að fá að njóta góðrar samvinnu með því fólki sem kynni að verða undir minni stjórn, enda þótt einstakir menn virðist vilja starfa að því að eitra samfélagsstarf þessa bæjar með því að ráðast á einstaka menn f ræðum og riti með vísvitandi ósann- indum, en eitt er þó gott við þetta framferði þeirra, að með því reisa þeir sér sjálfir þann minnisvarða, »sem komandi kynslóðir geta þekt þá af«. Hafnarfirði 1. mars 1916. Magnús Jóhannesson. Stúlka óskast í gott hús hér í miöbærium 14. maí. A. v. á. [6 Ráðskona óskast á gott sveita- heimili. A. v. á. [24 Stúlka óskast í vist frá 14. maí Uppl. á Lindargötu 1 D. [35 Dugleg og þrifin stúlka vön mat- artilbúningi og öllum húsverkum óskast í vist 14 maí. Hátt kaup í boði. Frú Hallgrímsson Vestur- götu 19. [52 Stúlka óskast í vist 14. maí, getur átt kost á að fara í síld eða sveit fyrir sjálfa sig. A. v. á. [53 Karimannsgrímubúningar til leigu hjá Andrési Andréssyni klæðskera. [44 Maðurinn sem tók hatt í mis- gripum á Café Skjaldbreið í gær (föstudag) er beðinn að skila honum og sækja sinn eiginn á sama stað í dag (laugardag). [45 2—3 herb., með eldhúsi, óskast 14. maí í Austurbænum. Uppl. í síma 151. [9 Sólríkt herbergi nálægt miðbæn- um er til leigu fyrir einhleypan mann frá 14. maí. A. v. á. [26 íbúð' vantar mig 14. maí í vor, 2—3 eða 4 herbergi og eldhús. Sigurjón Jónsson [28 Pappírsversl. Lvg 19. Sími 504. 2 herbergi og eldhús óskast 14. maí. Fyrirframborgun ef óskað er. A. v. á. [46 Til Ieigu 2 herbergi með aðgangi að eldhúsi. Fyrir barnlaust fólk. A. v. á. [47 1 herbergi, ekki mjög litlu, ásamt húsgögnum, í eða skamt frá mið- bænum, óskar eftir til leígu nú fjegar, reglusamur, ungur maður; áreiðan- leg borgun. A. v. á. [48 Morgunkjólar smekklegastir, vænst- ir og ódýrastir, sömuleiöislangsjöl og þríhyrnur eruávalt til sölu í Garöa- stræti 4 uppi. (Gengið upp frá Mjóstræti 4). [1 Morgunkjólar góðir og ódýrir fást og verða saumaðir á Vesturgöíu 38 niðri. [2 Morgunkjólar hvergi betri né ó- dýrari en í Doktorshúsinu (Vesturg.) _____________________________[3_ Vönduð Ijósmyndavél 9x 12 cm. er til sölu. A.v.á. [30 Bækur til sölu. Opfindelsernes Bog og fleiri bæk- ur, innl. og útlendar, eru til sölu með mjög vægu verði. A. v. á, ____________________ [38 Brúkaðar sögu og fræðibækur fást altaf með niðursettu verði í Bóka- búðinni á Laugavegi 22. [40 Nýlegur barnavagn óskast til kaups Upplýsingar á Hverfisgötu 71 uppi. ___________________ [49 Fermingarkjóll til sölu. A. v. á. [50 Karlmannsregnkápa til sölu með tækifærisverði á Laugavegi 27 niðri. [51

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.