Vísir - 05.03.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 05.03.1916, Blaðsíða 3
__________________________VÍSIR__________________________ Nýkomið mikið úrval af slaufum og hálsbindum hvítum, svörtum og mislitum. Egta Zephyr Hálslín, margar tegundir. Sparar peninga og er ætíð nýttl að ná í lækni éf mikið liggur á. Bærinn er orðinn það fólks- margur, að oft ber ýms slys að höndum, menn skera sig og beinbrjóta, drekka af vangá eitur o. s. frv. Þess konar sjúklingar sem þurfa skjótrar læknishjálpar við, gætu farið beina leið á | landsspítalann ef ekki næst í | lækni, því á spítalanum myndi | altaf verða læknir á verði. I Hve stór þarf landsspítalinn | _, , \/>a * o /> * n. * að verða og hvað þarf hann að| JfcSt \ J\\*Oa>Í^S\. &UOm. J5v$WtöSSOtlM« kosta? Hvar á hann að standa? pessar og ótal aðrar spurningar máli þessu viðvíkjandi bíða svars, eg get ekki Ieyst úr þeim að órannsökuðu máli, enda býst eg við, að á sfnum tíma verði skip- uð nefnd til að undirbúa málið. Nýlendu- vöruverslun ' sem er á góðum stað hér í bæn- I um óskast til kaups. — Tilboð i merkt: »Nýlenduvöruversl- ! un«, sendist afgr. Vísis fyrir 8. mars. Liðsöfnun Breta OGMENN iBBBHBB Nefnd sú, er stóð fyrir liðsöfnun á Englandi með Derby lávarði í haust, hefir skýrt frá því, aö flestir • einhleypir menn, sem ekki buöu j sig fram til herþjónustu í haust og | vetur, hafi nú gefið kost á sér. — Vænti nefndin þess að þeir hefði gefið sig fram fyrir marsmánaðar- byrjun, en þá átti að taka þá í herinn samkvæmt herskyldulögun- um. VxmaxvUaa. Prentsmiðja Þ. Þ. Clementz. 3 velbygð hús óskast strax til kaups á góðúm stöðutn í bænum. Verð má vera frá 7000 til 12000 krónur. 4 nr. Húsakaup Tilboð með allra lægsta nettó verði merkt: 47« leggist inn á skrifstofu þessa blaðs. Kelvin-mótorarnir eru einfaldastir, létíastir, handhægastir, bestir og ó- d ýrastir í rtotkun Verðið er tiltölulega lægra en á öðrum mótorum Fleiri þús. seljast árlega og munu það vera bestu meðmælin Aðalumboð íyrir Island heflr T. Bjarnason, Templarasundi 3. Sími 513. Oddur Gfslason yfirréttarmálaflutningsmaður Laufásvegi 22. Venjulega heima kl. 11-12 og 4-5 __________Simi'1 2____________ Bogi Brynjólfsson yfirrjettarmálaflutningsmaður. Skrifstofa Aðalstræti 6 (uppi.) Skrifstofutími frá kl. 12-1 og 4-6 e. h. _________Talsími 250._________ Pétur Magnússon yfirdómslögmaöur, Grundarstíg 4. Sími 533 Heima kl. 5—6. VATRYGGINGAR i Vátryggið tafalaust gegn eldi vörur og húsmuni hjá The Brit- ish Dominion General Insu ance Co. Ltd. Aðalumboðsm. G. Gíslason Sæ- og stríðsvátrygging Det kgl. oktr. Söassurance Komp Miðstræti 6. Tals. 254. A. V. TULINIUS. Aðalumboðsmaður fyrir fsland Det kgl. octr. Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vörur alskonar. Skrifstofutími 8—12 og 2—8. Austurstræti 1. N. B. Nielsen. Trygð og slægð. Eftir Guy Boothby. 78 Frh. Nú heyrðist fótatak á ganginum, fyrir utan dyrnar. Og fáum sek- undum síðar kom frú Bernstein inn í herbergið. ,Þegar hún sá Browne, þá fjýtti hún sér að heilsa honum með s,'num venjulega ákafa. — Ó, herra Browne, sagði hún, nú þégar eg sé yður> {inst mér sem eg fái aftur mitt fyrra hug- rekki. Eins og Katrín hefir eflaust sagt yður, þá er alt tilbúið ög við erum reiðubúnar að leggja af stað til Marseilles, undir eins og þér segið til. Katrín hlakkar til sjóferð- arinnar, en hvað mig snertir, er það að segja, að eg hata sjóinn meira en alt annað í heiminum. Mér er jafnvel meinilla viö þessa ólukkans litlu ræmu af söltu valni, sem liggur á milli Englands og Frakklands og eg fer aldrei svo yfir sundið, að eg ekki óski áð það sé í síðasta sinn. Browne reyndi að hughreysta hana, með því að segja henni frá stærð skipsins, Sem hún átti að fara með og hann fullvissaði hana um það, að jafnvel þó hún yrði veik fyrst í stað, þá yrði henni batnað, begar hún kæmi tít úr Miðjarðar- hafinu. Frúin sá, aö hún átti einsk- is annars úrkosta, en að gera sig ánægða með þessa veigalitlu huggun. Þó að Browne hefði áöar borö- að, góðan enskan morgunverð, þá gat hann ekki stilt sig um, að biðja þær, frú Bernstein og unnustu sína að borða með sér í einu af hinum víðfrægu veitingahúsum Parísar- borgar. Að máltíðinni lokinni, fór frúin aftur heim til þess, að ljúka við aö láta niður ýmislegt, sem hún hafði geymt til síðasta augna- bliks. En Browne, sem hafði beðið eftir þessu tækifæri, bað Katrínu að koma með sér og fór með hana inn í afarstóra búð, við Friðargötu. Þar keypti hann þann fallegasta kvenmannsbúning, sem hægt var aö fá fyrir ást og peninga og sem gat gert hverja rússneska prinsessu græna af öfund. Browne fanst hann aldrei hafa notað jafn hyggilega peninga sína. Að þessu erindi loknu, héldu þau aftur heim til Katrínar. Þar fundu þau frú Bernstein altil- búna til ferðarinnar. Hraðlestin átti að fara fiá París klukkan tvö og einum stundarfjórðung betur eftir hádegi. Tuttugu mínútum áður ók vagn að dyrunum og Browne lyfti þeim, frú Bernstein og Katrínu upp í hann og settist svo hjá þeim sjálfur. Hann bar fataböggulinn, sem hann hifði gefið Katrínu um morguninn, út að vagninum og setti hann svo í aftasta sætið. Browne tók eftir því, að hún rétti út hægri hendina eftir böglinum og hélt honum ástúðlega að sér, þang- að til komið var að járnbrautar- stöðinni, að hún rétti honum hann aftur. Þegar komið var á brautarstöð- ina, varð margt til þess að vekja undrun Katrínar, sem alla æfi hafði átt við fátækt að búa. Fyrst skraut- legi einkavagninn, sem Browne .hafði útvegað þeim um morgun- inn, auðmýkt járnbrautarþjónanna og lipurð, tígulegi enski þjónn- inn, sem færði þeim blaðapakkaán þess að um hefði verið beðið. Þegar frú Bernstein hafði komið sér og öllum síhum pökkum fyrir, var haldið af stað. Þetta var hrað- lest og hún stansaði ekki fyr en í Laroche klukkan fjögut og fjöru- tíu mínútur. Þar var konunutn fært te. En er þau komu til Dijon, hálfri þriðju stutid síðar, kom í ljós að þar hafði þeim verið bú- inn óvenjú íburðarmikill miðdegis- matur. — Það er einkennilegt, að þegar Browne hugsar nú um þetta ferðalag, þá kemur honum fyrst í hug það atvik, að frú Bernstein sofnaði í sæti sínu um klukkan átta og svaf í einum dúr þangað til koinið var fram hjá Pontane- vaux. En á meðan fékk Browne hið ákjósanlegasta tækifæri til að tala við Katrínu. Og fékk hann nú ríkuleg laun fyrir alla fyrirhöfnina til að gera ferðalagið sem þægi- legast. KI ukkan tíu kom járnbrautar- þjónn og sagði konunum að svefn- herbergi þelrra væru tilbúin, og bauð Browne þeim þá góða nótt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.