Vísir - 05.03.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 05.03.1916, Blaðsíða 4
vii s 1 r Frá bæjarstjórnarfundi 2. mars. Magnús Magnússon sótari hef- ir sagt starfinu lausu vegna van- heilsu. Fól bæjarstjórn fjár- hagsnefnd að grenslast eftir ástœðum hans og ákvað að auglýsa stöðuna lausa frá 1. apr. Reikningshaldari baðhússins fyrir næsta ár var kosinn Theo- dor Jensen er hefir haft reikn- ingshaldið á hendi síðan Kristj. Þorgrímsson dó. Bríet Bjarn- héðinsdóttir sem bauð sig fram til þess starfa fékk 3 atkv. Endurskoðendur Baðhússreikn- inga síðasta árs voru kosnir síra Magnús Helgason og Hannes Hafliðason, Blómsveigasjóðs Þor- bj. Sveinsd.: Bríet Bjarnhéðinsd. og Ouðrún Lárusd. og Sjúkra- hússjóðs: Sigurður Jónsson og Jörundur Brynjólfsson. Lifrarbrœðslustöð var Th. Th. og fél. Baldur leyft að setja upp á klöppunum fyrir sunnan Laug- arnes. Neiiað var þeitn Helga Zoéga og Gísla Finnssyni um kaup á Ióð sem bærinn á við Ægisgötu. Brunamálanefnd lagði til að varðmenn við slökkvistöðina yrðu framvegis 3 í stað 2 eins og ver- ið hefir og var það samþ. Rafmagnsstöð fyrir Reykjavík. Nefnd sú, sem kosin var á næsta fundi á undan til að athuga málið, lagði fram álit sitt og lagði til að veittar yrðu 3—4 þús. krónur til að gera bráða- birgðaáætlun um kostnað við, fyrirkomulag og rekstur á raf- magnsstöð við Elliðaárnar. Laus- lega var áœtlað að stöðin mundi kosta 400 þús krónur og talið að úr ánum megi fá 5—8 þús. hestöfl. Og var talið að það mundi nægja bænum í bráð. — Tekjur gerði nefndin ráð fyrir að áætla mætti um 70 þús. krónur á ári að eins af Ijósum. En að- alverkefni stöðvarinnar ætti að vera að framleiða afl til ýmsrá framkvæmda. Talið var að gas- stöðin mundi bera sig með því að selja eingöngu gas til suðu og götulýsinga, enda mundi hún brátt verða of lítil ef hún ætti að framleiða alt suðu og Ijósa- gas. — Porvarður Þorvarðarson benti á að alt sem bæjarstjórnin hefði látið gera á síðari árum væri of Iítið. Vatnsveitan væri of lftil, gasstöðin of lítil (höfnin verður líklega iíka of lítil innan skams). Vildi hann að þess yrði gætt, að rafmagnsstöðin yrði ekki of lítil. &utOpá o,eta nobbm siúítiuir JenaÆ $\sW\utiu \C\í JlsWvJ^aaltiu JUUauce. MppL gejuv uuamÝtaBuY sem veuyx- teaa ev a$ fotta v ^ttanaustum, Jóhann Benediktsson. Drekkið LYS CARLSBERG Heimsins bestu óáfengu drykkir. Fási ast aðar Aðalumboð fyrir ísland Nathan & Olsen Mælti með því að bærinn fengi Sogsfossana til rafmagnsfram- leiðslu. Borgarstjóri kvað ráðlegra að °yggJa líu'ð. Vaxtatapið á því að byggja of stórt yrði svo mikið á meðan ekki væri fult brúk fyrir aflið, að það borgaði sig betur að byggja á ný eftir nokkurn tíma. Sumum bæjarftr. þótti ósýnt að fé yrði hægt að fá til að reisa rafmagnsstöðina og vildu að vissa væri fengin fyrir því áður en nokkuð frekara yrði að hafst í málinu. En aðrir töldu enga von um fé ef ekki væri hægt að sýna fram á að stöðin gœti borið 4 sig og borgað vexti af fénu, en til þess yrði að gera áætlun. Benedikt Sveinsson vildi láta bœjarverkfrœðinginn gera áætl- unina ókeypis. Urðu langar um- ræður um málið fram og aftur, en þeim lauk með því að því var vísað aftur til nefndarinnar, því þó að öllum kœmi saman um að nefndin hefði sýnt mik- inn dugnað í því að undirbúa málið fyrir þennan fund, þá þóttu ýms atriði ekki nægilega upplýst til þess að hægt væri að taka ályktun um það. Mjólkurfita. Samþykt var til- laga frá fjárhagsnefnd, að hækka lágmark á fitu í mjólk er seld verði framvegis í bænum úr 3 í 3,25% eins og lágmark var í fyrstu ákveðið í mjólkurreglugerð fyrir bæinn er samin var 1912. Húsabyggingar. Ágúst Jósefs- son bar fram tillögu um að bær- inn !éti byggja 1—2 íbúðarhús í sumar til að bæta úr húsnæðis- leysinu. Til að athuga málið var kosin þriggja manna nefnd: Á- gúst Jósefsson, Jón Porláksson og Jörundur Brynjolfsson, en frá þeirri nefnd gengur málið til fjárhagsnefndar. VINNA — ] Ráðskona óskast á gott sveita- heimili. A. v. á. [24 Stfllka óskast í vist frá 14. maí Uppl. á Lindargötu 1 D. [35 Stúlka óskast í vist á fáment heim- ili mí þegar og til 14. máí. næstk. Létt vinna, gottkaup. Uppl.áNjáls- götu 33 a. uppi. [60 Stúlka tekur að sér að þvo þvott og gera hreint. A. v. á. [61 Röskan dreng 14—15 ára vantar mig í sumar. ÞorJákur Vilhjálmsson. Rauðará. [62 [ KAUPSKAPUR 1 Morgunkjólar smekklegastir, vænst- ir og ódýrastir, sömuleiðislangsjöl og þríhyrnur eruávalt til sölu íGarða- stræti 4 uppi. (Gengið upp frá Mjóstræti 4). [1 Morgunkjólar góðir og ódýrir fást og verða saumaðir á Vesturgofu 38 niðri. [2 Morgunkjólar hvergi betri né ó- dýrari en i Doktorshúsinu (Vesturg.) _________________________[3_ Vönduð Ijósmyndavél 9x 12 cm. er til sölu. A. v. á. [30 Bœkur til sólu. Opfindelsernes Bog og fleiri bæk- ur, innl. og útlendar, eru til sölu með mjög vægu verði. A. v. á. [38 Brúkaðar sögu og fræðibækur fást altaf með niðursettu verði í Bóka- buðinni á Laugavegi 22. [40 Nýlegur barnavagn óskast til kaups Upplýsingar á Hverfisgötu 71 uppi. [49 Fermingarkjóll til sölu. A. v. á. __________________ [50 Karlmannsregnkápa til sölu með tækifærisverði á Laugavegi 27 niðri. ________________________[51_ Koffort,. borð, rúmstæöi, servant- ur, regnkápa, skrifpúlt, myndir í römmum o. m, fl. til sölu með góðu verði á Laugavegi 22 (steinh.) [54 r TAPAÐ —FUNDIfl J Gullgringur fundinn. Afgr. v. á. [55 Tapast hefir svartkolótt lítil tík, gulhvít á löppum. Uppl. í Austur- stræti 17. [56 Tapast hefir Manchetta með silf- urhnapp á ballinu í Bárunni ínótt. Skilist gegn fundarlaunum á afgr. Vísis. [57 3. mars fanst í Laugunum iak og ver. Vitja má í Ingólfsstræti 6. [58 [ HÚSNÆÐI ] 2—3 herb., með eldhúsi, óskast 14. maí í Austurbænum. Uppl. í síma 151. [9 íbúð vantar mig 14. maí í vor, 2—3 eða 4 herbergi og eldhiís. Sigurjón Jónsson [28 Pappírsversl. Lvg 1Q. Sími 504. 2 herbergi og eldhús óskast 14. maí. Fyrirframborgun ef óskað er. A. v. á.__________[46 Til leigu 2 herbergi með aðgangi að eldhúsi. Fyrir barnlai^st fólk. A. v. á.__________________[47 Stúlka óskar eftir að fáeínhleypa stúlku til að leigja með sér í góðu herbergi. Uppl. á Efri-Brekku við Brekkustíg. [59

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.