Vísir - 07.03.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 07.03.1916, Blaðsíða 2
vísik VISIR Afgreiðsla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá kl. 2—3. Sími 400.— P. O. Box 367, Morgunkjólar. Svuntur. Kvenn & Telpukápur. Barnakjólar. Álnavara. Cheviot.Silki. Slifsi o.fl Saumastofan á Laugavegi 24 Páls ísólfssonar fór fram í fyrra- dag fyrir svo miklu fjölmenni sem í kirkjuna varð troðið og varð þó fjöldi frá að hverfa. — Átti Páll líka sannarjega skilið að fá slíka aðsókn svo efnilegur listamaður sem hann er í sinni grein og kappsamur. Fer svo fjarri að hann hlífi sér, að hann einmitt hefir gengið sér oft full nœrri, enda mun hann hafa hit~ ann í haldi þar sem hann hefir einn hinn frægasta orgelleikara sem nú er uppi, fyrir kennara, — sem sé Fr. Straube í Leipzig. Jafnvel þótt fólk hér hafi nú fyrirfarandi átt kost á að heyra reglulega orgelhljómleika nokkr- um sinnum hjá Eggert Guð- mundssyni, þá verður það ekk,- heimtað af því að það geti reglu- lega fylgst með í hinum þyngri verkum sem Páll lék, eða haft þeirra full not Pau eru bæði flókin og ervið viðureignar t. d# að nefna Toccata & Fuga eftir Bach og Fantasie & Fuga eftir Liszt o. fl. Par verður víða að leika á 3 nótnaraðir, eina með fótum og tvœr með höndum, allar í einu og alt gengur ótt. Þeim, sem vilja sannfærast um hvílíka nákvæmni þarf við þetta, skal ráðið að sitja á hlið við organleikarann, og munu þeir sannfærast um, að þetta þarf lærdóm ekki lítinn. — Og ekki verður annað en dáðst að því hvað Páll hefir náð mikilli leikni á ekki lengri tíma en hann er búinn að læra, og gefur það því betri vonir um framtíðina. Pað sem fólkið naut einna best á söngskránni mun hafa verið »Variationir« yfir lagið »Hver sem ljúfan guð lætur ráða« og Adagio úr sónötu 65 Op. 1. eftir Mendelsohn, hvorttveggja prýðisvel ieikið. SíðariJ Variati- ónin yfir hið fyrnefnda er mjög einkennileg og þarf þeirrar skýr- ingar við, að það er eftirlíking á hljóðfæri því er Schalmei nefnist - sem er nokkurskonar hjarðflauta. — Pá var þægileg tilbreytni að einsöng Péturs Halldórssonar er söng 3 lög, 1 eftir Bach og 2 eftir Beethoven. Sjálfsagt verður þessi hljóm- leikur endurtekinn núna bráð- Iega og ekki mun aðsóknina skorta, því að almenningur hér ann mjög orgelleik og sýnir þar góðan smekk, því að orgel eru þau fullkomnustu hljóðfæri sem til eru. Verður vaxandi áhugi á á þessari list máske til þess að greiða fyrir því að útvegað verði betra orgel en þetta sem vér nú höfum, sem er bæði gamaldags að gerð og mjög ófullkomið og af sér gengið á ýmsan hátt. H. Sjálfstæði Belgíu. Ný loforö Bandamanna. Beigíustjórn hefir haft aðsetur sitt í Le Havre í Frakklandi. Hefir hún nú yfir litlu landi aö ráða, en bandamenn hafa lofað að Belgía skuli fá fullar endurbætur fyrir alt tjón þeirra af ófriðnum. Loforð þessi voru endurtekin nú nýlega. Það var mánudaginn 15. febrúar, að sendiherrar Frakka, Breta og Rússa við hirð Belga heimsóttu utanríkisráðherra þeirra, og hafð Kudacheff prins, sendiherra Rússa, orð fyrir þeim, og ávarpaði hann utanríkisráðherrann á þessa leið : »Ríki bandamanna, sem gengið hafa í ábyrgð fyrir sjálfstæði og hlutleysi Belgíu, hafa ákveðiö að endurnýja loforð sitt í dag með hátíðlegri athöfn. Þess vegna gefum vér, sendi- herrar Frakka, Breta og Rússa, með fullu samþykki stjórna vorra, þessa yfirlýsingu: Ríki bandamanna, sem ábyrgðina hafa tekist á hendur, heita því, að þegar aö því komi að farið verði að ræða um frið, þá skuli belgiska stjórnin látin taka þátt í samning- unum, og að ekki skuli ófriðnum lokið fyr en Belgía hefir fengið aftur fullkomið stjórnmála- og fjár- hagslegt sjálfstæði sitt, og ríflegar bætur fyrir alt það tjón, sem hún hefir beðið í ófriðnum. Þau munu einnig veita Belgíu aðstoð til að reisa við verslun sína og fjárhag. Baron Bayens, utanríkisráðherra Belga svaraði á þessa leið: Konungurin og stjórnin eru sér- staklega þakklát stjórnum banda- manna fyrir ábyrgð þá, er þeir hafa tekist á hendur og fyrir yfirlýsingar yðar þar að lútandi í dag. Eg þakka yður einnig fyrir þær. Orð yðar múnu vekja titrandi bergmál í öllum belgiskum hjörtum, hvar sem land- ar vorir eru, hvort heldur þeir eru að berjast á vígvellinum eða lifa í ánauð í föðurlandi sínu eöa bíða þess í útlegð að stund frelsisins komi. Allir sýna þeir jafnmikið þrek og hugrekki. Þessi endurtekning á loforði stjórna yðvarra mun styrkja hina óbifandi sannfæringu þeirra um að Belgía muni að lokum rísa úr rústum og fá aftur fullkomið sjálf- stæði, stjórnarlegt og fjárhagslegt. Eg er þess fullviss að þér getið borið fult traust til vor, eins og vér berum fult traust til hinna göfugu verndara vorra og eg get fullvissað yður um að vér munum berjast með þeim einsog kraftar leyfa þang- að til réttlætið vinnur sigur, vér munum berjast til að verja þann rétt og það réítlæti, sem vér ekki hikuðum við að fórna öllu, þegar vort ástkæra föðurland var beitt ó- verjandi ofbeldi. Sendiherra ftala hefir tjáð utan- ríkisráöherra Belga, að þó að Ítalía sé ekki í tölu þessara ríkja, sem ábyrgðina hafa tekist á hendur, þá hafi hann þó fengið umboð til að lýsa því yfir, að stjórn ítala hafi ekkert að athuga við ofanskráða yfir- lýsingu og sömu boð hafa komiö frá Japan. Oera má ráð fyrir að yfirlýsing þessi sé fremur gerð vegna Þjóð verja en Belgja, til þess að þeir gangi þess ekki duldir hver skil- yrði bandamenn setji fyrir hönd Belgíu. Stórbruni á höfninni í New-York. Tjónið meiið 1 miljón sterl. pd. Eldur kom upp í skipinu Bolton Castle, þegar það lá við bryggju í Brooklyn. Var skipið hlaðið skot- færum, sem áttu að fara til Rúss- lands um Vladivostok. — Mikið var af eldfimum efnum í skipinu og verið að flytja þau út í þaö, og varð þetta mjög til þess að breiða eldinn út. Sprenging varð afar- mikil og flugu brennandi munir um borð í gufuskipið PacificCastle, sem var nýkomið frá Hull, en frá því komst eldurinn í bryggjuna og frá henni kviknaöi í þriðja skipinu, Bellagio frá Glasgow, sem hafði meðferðis bómull og olíu. Bryggj- an stórskemdist á skömmum tíma og mörg smáskip brunnu og T I L M I N N I S: Baðhúsið opið »•. d. 8-8. ld.kv. til 11 Borgarst.skrifit. í brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst, Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk. Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk. sunnd. 8l/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssiminn opinn v. d, daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnið opið V/,-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknart'mi 12-1 Þjóðmenjasafnið opiö sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á miö- vikud. kl. 2—3. Landsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. skemdust meira og minna. — En tekist hafði að slökkva eldinn í Bolton Castle og Pacific Castle. — Sagt er að bruni þessi hafi ekki orðið af mannavöldum, heldur stafi frá rafmagnsleiðslnni. Fyrirlestur próf. Jóns Helgasonar. »Þegar Reykjavík var 14 ára«, var haldinn í Bárubúð í fyrra- kveld fyrir fullu húsi. Fyrirlest- urinn var fjörugt og skörugiega fluttur og hinn fróðlegasti sem vænta mátti, því að prófessorinn er öllum öðrum fróðari um sögu höfuðstaðarins. Fyrirlesturinn var langur, stóð hátt upp í 2 tíma. Sjálfsagt verður hann prentaður og verður þá handhægt heimild- arrit fyrir sfðari tímann, því að þar er í stuttu máli lýsing allra bygginga hins nýja kaupstaðar og sögð deili á eigendum og íbúum þeirra í stuttu máli. Pó hefði alt orðið skýrara, einkum fyrir þá sem ekki voru eins kunnugir, ef stór uppdráttur hefði verið til. Væri mjög æskilegt að uppdráttur fylgdi ritinu þegar það verður prentað ásamt mynd sem kunnugt er að prófessorinn hefir málað af Reykjavík á yngstu árum hennar, eins og hann veit best um útlit hennar þá, sam- i kvæmt nákvæmri rannsókn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.