Vísir - 07.03.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 07.03.1916, Blaðsíða 4
VISIR Kvennhetjan frá Loos. ---- Frh. var farið að skjóta á okkur. Eg leitaði hælis í rústunum og sá þá 3 þjóðverja sem flýttu sér niður í kjallara þar rétt hjá. Mér var einn kostur nauguður og það var að fara heim aftur og segja til þeirra því annars var ekki hægt að ná í særða manninn. Læknarnir sögðust engin ráð hafa til að ná í þessa þjóðverja, en þá buðust þrír særðir Skotar til að fara með mér ef eg vildi vlsa þeim leið. Höfðu þeir með sér sprengikúlur. Við læddumst að kjallaraop- inu og hélt eg að okkur mundi takast að koma þeim svo að ó- vörum, að þeir mundu gefast upp og var eg að hlakka til að hafa þrjá fanga með mér heim, en það fór á aðra leið *) þegar við komum aftur með særða manninn spurði læknirinn mig hvernig farið hefði. Með titrandi röddu sagði eg: „þeir eru dauðir", og eins og ekkert hefði ískorist sagði hann mér nú að hjálpa sér að binda um öxlina á manni sem þar lá. Bardaginn hélt áfram, en ekki á strætunum, því þjóðverjar höfðu hörfað undan. Stórskotahríðin byrjaði aftur og kom nú úr ann- ari átt, og særðust ýmsir íbúar Loos eða voru drepnir, t. d. hrundi kjallari og gróf konu, sem þar var inni. Með stakri geðró og ósérplægni héldu læknarnir áfram starfi sínu. Móðir mín *) Hér er eyða í sögunni, ritvarslan ekki viljað láta birta, hver réði þeim bana, en auðséð að stúlkan hefir orðið að kasta sprengikúlu til að forða lífi hinna særðu bjó til kaflfi handa þeim en þeir gáfu sér ekki tíma til að drekka það. Eg dáðist að þeim og lærði af þeim stillingu og hjálp- fýsi. Hérumbil kl 2 eftir miðjan dag kom svo mikill hristingur að við héldum að húsið væri að hrynja. Sprengikúla skall á framhlið þess og tók með sér nokkuð af búðarveggnum, en því miður drap hún einnig þrjá sjúklinga vora. Kúlunum var nú beint í þá átt að sjúkrahælinu okkar var mikil hætta búinn. „Við verðum að reyna, að bjarga þessum mönnum“, sagði dr. Burns. Eg stakk upp á, að koma nokkrum fyrir í kjallaranum okk- ar og sjálf studdi eg nokkra nið- ur, en hjúkrunarmennirnir báru suma. Úr okkar kjallara var innangengt í næsta kjallara því við höfðum búið gat á vegginn. þar bjó kona, sem hafði tekið að sér að gæta litlu systkina minna, því það var ómögulegt að hafa þau heima, bæði vegna hættunnar og til þess að þau sæu ekki of mikið af hryllingum sjúkrahælisins. Hún bauð okkur að koma með nokkra til sín, en það voru aðeins örfáir af sjúkl- lingum okkar, sem komust fyrir þarna og datt mér í hug, að kjall- arinn undir skólanum mínum mundi hentugt skýli. Eg talaði um það við læknirinn. „Við skulum reyna". það var hægt að komast í hann gegnum garðinn án þess að fara út á strætið og var það mikill kostur. Tveir hjúkrunarmenn tóku hættulega særðan mann, létu hann á börur og eg gekk á undan til að vísa þeim leið. Úr garðinum okkar var hægt að komast í gegnum smugu inn í garð, til fyrir aftan hús það, sem um tíma hafði verið skól- inn minn. í skólastofunni var Slys vildi tii í gær á þann hátt að maður sem var að gera við síma- þræði féll ofan úr einum síma- stóipanum niður á götuna. Meidd- ist maðurinn mikið, en hafði þó ekki beinbrotnað. Sfmskeyti þau hafði Cieir meðferðis frá Færeyjum sem þangað höfðu bor- ist og hingað áttu að fara en ekki j komist alla leið vegna símslitanna, og voru þau 150 að tölu. Bjarni Þ. Johnson, sýslum, Dalamanna, kom til bæj- arins í gær á Ingólfi úr Borgar- nesi. Samverjinn. Á laugardaginn voru vh'si færöar 5 krónur að gjöf til Samverjans sem komið hefir verið til skila. Westburn sökt Eins og getið var í Vísi fyrir skömmu kom enska sk'pið West- burn til Teneriffa með skipshafnir af skipum, sem Möwe hafði sökt. Hafði skipið uppi þýskan fána og á því1 voru þýskir sjóliðsmenn. Skips- höfnunum ensku var leyft að fara í land, en Westburn lagði aftur út úr höfninni eftir 25 kl.st. dvöl. En er skipið var komið skamman spöl frá landi stigu Þjóðverjar í skips- bátana og söktu Westburn. Reru síðan aftur í land. Svíar og Bretar í enskum blöðum frá 24. f. m. er skýrt frá því að samningur hafi tekist milii Breta og Svía um versl- unarviðskifti landanna. Bretar hafa lofað að láta Svía fá meiri kol en áður gegn því að Svíar selji trjávið og fleiri vörutegundir til Bretlands. Svíar hafa og lofað að leyfa vöru- * flutning til Rússlands um landið. • Morgunkjólar smekklegastir, vænst- ir og ódýrastir, sömuleiðislangsjöl og þríhyrnur eruávalt til sölu í Garða- stræti 4 uppi. (Gengið upp frá Mjóstræti 4). [1 Morgunkjólar góðir og ódýrir fást og verða saumaðir á Vesturgöfu 38 niðri. [2 Morgunkjólar hvergi betri né ó- dýrari en í Doktorshúsinu (Vesturg.) [3 Bækur til sölu, Opfindelsernes Bog og fleiri bæk- ur, innl. og útlendar, eru til sölu með mjög vægu verði. A. v. á, [38 Brúkaðar sögu og fræðibækur fást altaf með niðursettu verði í Bóka- búðinni á Laugavegi 22. [40 Barnakerra óskast til kaups á Lauga- vegi 50 B, á sama stað er barna- vagga til sölu. [65 Barnarúmstæði dálítið brúkað er til sölu ódýrt. Lindargötu 34 upni. , ________________ [66 Vönduð Ijósmyndavél 9x 12 cm. er til sölu. A. v. á. [30 Nýr fermingarkjóll til söluáLauga- vegi 74. [Ó7. Svartur floshattur sem nýr til sölu. Til sýnis á afgr. [68 Lítið herbergi óskastfrámaíbyrjun. Áreiðanleg borgun. A. v. á. [76 Fjaðrahandvagn í óskilum hjá lög- regiunni. [73 Hvítur skinnhanski hefir tapast í Bárunni á laugardaginn. Finnandi er vinsamlega beðinn að skila hon- um á afgr. [74 Tapast hefir gullhringur með ein- um staf milli Fossvogs og Kópa- vogsháls. Skilist á afgr. [75 Fundist hefir brjóstnál með mynd. Vitja má á Klapparstíg 1 A. [77 Stúlka óskast í vist á fáment heim- ili nú þegar og til 14. maí. næstk. Létt vinna, gott kaup. Uppl. á Njáls- götu 33 a. uppi. [60 Röskan dreng 14 —15 ára vantar mig í sumar. Þorlákur Vilhjálmsson. Rauðará. [62 Stúlka óskast nú þegar. Áreið- anlegt kaup. Upplýsingar á Frakka- stíg 14. [69 Stúlka óskast í vist frá 14. maí ftam að síldartíma. Uppl. á Lind- argötu 1 D. [35 Stúlka óskast í vist 14. maí. Jón Árnason Vesturgötu 39. [70 Stúlka óskast nú þegar um tíma. Uppl. á Brekkustíg 19 B (niðri). [71 Maður óskar eftir atvinnu við af- hendingu í búð eða þvíumlíkt til 2. mán. Meðniæli fyrir hendi. Afgr. v. á. [72 Auglýsing: Ljósmóðurumdæmi Mosfells-og Kjalarneshrepps er laust. Þœr Ijósmæður, er sækja vilja um stöðu þessa, sendi um- sóknir þar að iútandi hingað fyrir 20. þ. m. — Til tals hefir kom- ið, að umdæminu verði skift eftir hreppum, og verður staðan að öllum líkindum veitt með þeim fyrirvara. Skrifstofu Gullbringu- og Kjósarsýslu, 2. marz 1916. 3 útgerðarmenn tM Strai Hjörtur A. Fjeldsted, hittist í Iðnó í dag kl. 4 og 8—9.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.