Vísir - 08.03.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 08.03.1916, Blaðsíða 3
v ffö I R Kuropatkin tekinn við herstjórn Kuropatkin hershöfðingi, sem haföi yfirstjórn Rússahers í ófriðn- um við Japan, hefir nú tekið við yfirherstjórn á hinum svonefndu Norðurherstöðvum í Rússlandi (Eystrasaltslöndunum). Kuropat- kin er ágætis hershöfðingi. Sýndj það meðal annars í ófriðnum við Tyrki. Honum var að vísu af sumum kent um ófarir Rússa í Manchuríu, en það er tæpast rétt, heldur mun hinu um að kenna, að Rússar voru illa undir ófriðinn búnir. — Kuropatkin er einkar ástsæll af hermönnunum. D’Annunzio sár. D’Annunzio, ítalska skáldið, sem telja má einhvern mesta hvatamann að þvi að Ítalía gekk í ófriðinn, hefir særst á öðru auganu og er talið að hann muni missa sjón á því. Hann hefir verið í flugmannasveit síðan í fyrra sumar. Durazzo tekin. Austurríkismenn tilkyntu 27. f. m. að þeir hefðu tekið hafnar- borgina Durazzo í Albaníu. ítalir höfðu herlið í borginni og þang að voru og komnar leifar Serba- hers og Svartfellinga. Segja ítalir að alt þetta lið hafi verið flutt burtu áður en borgin ar tekin og sömuleiðis stjórnin (Essad Pasha) f Albaníu sem þar hafði aðsetur. Mjólk fæst f I 1 _ Bankasír. 10 (uppi). Oddur Gíslason [ yfirréttarmálaflutnlngsmaOur Laufásvegi 22. Venjulega heima kl. 11-12 og 4-5 Simi 1 2 Pétur Magnússon yflrdómslögmaOur, Orundarstíg 4. Sími 533 _________Heima kl. 5—6._______ Bogi Brynjólfsson yfirrjettarmálaflutningsmaður. Skrifstofa Aðalsiræti 6 (uppi.) Skrifstofutimi fráki. 12-1 og 4-6 e. h. Talsími 250. Vátryggið tafalaust gegn eldi vörur og húsmuni hjá The Brit- ish Dominion General Insu rance Co. Ltd. Aðalumboðsm. G. Gfslason Sæ- og stríðsvátryggíng Det kgl. oktr. Söassurance Komp Miðstræti 6, Tals. 254. A. V. TULINIUS. Aðalumboðsmaður f>'r'r faland i%g Det kgl. octr. Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vörur alskonar. Skrifstofutími 8—12 og 2—8. Austurstræli 1. N. B. Nielsen. tuaaYilcga. jUmxxxva. ^X\X\\>á XiM&XZX stÚlllUY Jcx\£\l JvsIivvyvyvu h\í J\sfl\Jcta$\Y\U JUUsyvcc. ^cjvu uYvdvuvtaSuY scm vcyvJu- tc^a ct a? IvUta \ J^YvaYvaustum. Jóhann Benediktsson. Drekkið CARLSBERG PILSNER Heimsins bestu óáfengu drykkir. Fást asfaðar Aðalumboð fyrir ísland Nathan & Olscn Prentsmiðja Þ. Þ. Clementz. Trygð og slægð Eftir Guy Boothby. 81 -------------- Frh. — Og þrátt fyrir alla hennar ágætu kosti og hvað mikið sem þú elskar hana — hún hefir ekki komist í kynni við hirðina. Að taka niður fyrir sig, það er synd, sem sjaldan er fyrirgefin, einkuin þegar maðurinn er miljónaeigandi og hefir verið jafn lengi keppikefli allra mæðra og þú hefir verið. — Það skal vera ntér að mæta, ef þær koma ekki vel fram við konuna mína. Þær sknlu fá að finna að eg get bitið frá mér, sagði Browne þungbúinn. — En, góði vinur, þú lemur þá bara höfðinu við steininn, sagði Foote. Eg hefi aldrei sagt að þær myndu koma illa fram við hana. Þvert á móti, þær verða hinar elsku- legustu við hana, — af því að hún er konan þín, sérðu. Þær taka öll- um heimboðum hennar til dansleika f London og heimsækja hana í sveit- ina. Þær fara í skemtisiglingar, á dýraveiðar, fiskiveiðar og hvern þremilinn sem þú vilt. En mæð- urnar, sem stjórna æðra félagslífinu fyrirgefa þér aldrei. Góði vinur, hélt hann áfram með látbragði eins og hann þekti heiminn út í æsar, og þennan heim þekti hann vissu- lega, Þér dettur víst ekki í hug eitt augnablik að ungfrú Verney sé búin að gleyma að —. — Við skulum ekki tala um ungfrú Verney, Foote, ef yður er sama, sagði Browne dálftið óþol- inmóður. — Eg átti von á að þetta myndi koma við sanwisku hans, tautaði Foote við sjáifan sig. Síðan sagði hann upphátt: Gott og vel, gamli minn, við skulum hætta aö tala um þetta. Það er ekkert gaman að því. Við höfum annað þarfara -að gera, er ekki svo? Trúirðu því, að eg hlakka til þessa ferðalags meira en eg minnist að eg hafi hlakkað til nokkurs annars. Það eina sem mér finst vanta er það, að eg hefi enga von um að við lendum í bardaga. Eg verð að játa, að mér þætti gaman að lenda í reglulegu handa- lögmáii við óvinina, ef nokkur vegur væri til þess. — Já, þá væri nú alveg úti um okkur, svaraði Browne. Nei, hvað sem í kann að skerast, þá verð- um við að forðast öll iilindi við yfirvöldin. En, meðal annara orða, veistu nokkuð um Maas? — Eg sá hann í morgun, sagði Foote. Eg sagði honum, hvaða ráðstafanir við hefðum gert, og hann ætlar að hitta okkur hvar og hvenær sem vera skal. Hann virtist hlakka mikið til ferðarinnar. Hann sagði, að það væri ákaflega failega gert af þér að lofa sér að vera með. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá er hann nú ekki svo vitlaus. Mér líkar bara ekki, aö hann skuli vera að reyna að telja manni trú um að hann sé bilaður á heilsu. — Þú heldur ekki að hann sé það? sagði Browne. — Nú, auðvitað ekki, sagði Foote. Eg var með honum í heilan klukku- tíma í morgun, hann hóstaði aldrei. Og þó var hann aitaf að tönnlast á því að sér væri svo nauðsynlegt heilsunnar vegna — já, vegna lungnanna einmitt — að komast í burtu af Englandj, og það sem fyrst. Eg held að hann sé ímynd- unarveikur. — Hvað sem að honum er, þá vildi eg að guö gæfi að hann hefði valið einhvern annan tíma til að fyigjast með okkur. Eg hefi eitt- hvert hugboð um, að nærvera hans á skipinu leiði eitthvað ílt af sér. — Hvaða vitleysa, sagði Foote umsvifalaust. Hvers vegna skyldi það? Maas gæti ekkert mein gert okkur, jafnvel þó hann feginn vildi. En auðvitað hefir hann ekki minstu löngun til þess. — Jæja, þetta hef eg bitið mig í, en eg get ekki sagt hvers vegna, sagði Browne og kreisti hringinn, sem Katrín hafði gefið honum, því hann mintist þess að hún hafði sagt, að hann ætti að vera verndar- gripur hans, og á meðan hann bæri hann, skyldi ekkert ílt henda hann.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.