Vísir - 10.03.1916, Síða 3

Vísir - 10.03.1916, Síða 3
V f 'S I R slitið, svo að hann verði að gefast upp. Er sú hætta orðin enn meiri eftir að Rússar hafa komist til Bitlis. Það er Nikulás stórf. sem stjórn- ar framsókn Rússa þar eystra. Eins og menn muna var hann áður yfir- hershöfðingi als Rússahers, en er keisarinn sjálfur tók herstjórnina í sínar hendur var stórfurstinn fluttur austur í Kaukasus, og var sú breyt- ing alment skilin sem vantraust á honum. En ekki er ólíklegt að það hafi verið hrapalegur misskilningur. — Þessi herferð í Kaukasus hefir verið undirbúin með mestu leynd og eiga ensk blöð nú ekki nógu sterk lofsyrði um stórfurstann, sem er frumkvöðull herferðarinnar og Yudenitch hershöfðingja, sem hefir stjórnina vígvellinum. Sjóklæði alskonar, svo sem: Stakkar buxur, sauðvesti og kvenpils. Alt af bestu gerð og að vanda ódýrast í Sulm. ^UssoYvar. Laugavegi 42. Sendfö au^s\Yi^av ttmaxUe$a. Verzlunarbúð lítil á allra besta stað f bænum er nú þegar til leigu. Þau hlunnindi geta fylgt búðinni, að leigjandi getur fengið vörutegund til að selja sem hann get- ur haft fría húsaleigu af og meira tii. Tilboð merkt: „Verzlunarbtíð 1916“ sendist afgreiðsiu þessa blaðs sem fyrst. Sótarasyslanin í Reykjvík er laus frá 1. apríl næstkomandi. Umsóknir sendíst borgarstjóra fyrir 13. mars. Ennþá vantar nokkrar StUlkur í síldarvinnu við Eyjafjörð, Upplýsingar f Lækjargötu 6 B hjá Magnúsi Blöndahl. Snotur stofa með sérinngangi og Divan, borði og stóluni, óskast til leigu frá 1. eða 14. apríl til 14. maí, helzt við Suðurgötu eða í Vesturbænum. — Tilboð merkt »Snotur stofa« send- st á afgr. blaðsins.. Oddur Gíslason yfirréttarmáiaflutning&imaður Laufásvegi 22. Venjulega heima kl. 11-12 og 4-5 Simi 1 2 Péiur Magnússon yfirdómslögmaOur, Grundarstíg 4. Sími 533 __________Heima kl. 5—6.__________ Bogi Brynjólfsson yfirrjettarmálaflutningsmaður. Skrifstofa Aðalstræti 6 (uppi.) Skrifstofutími frá kl. 12-1 og 4-6 e. h. Talsími 250. Vátryggið tafalaust gegn eldi vörur og húsmuni hjá The Brit- ish Dominion General Insu rance Co. Ltd. Aðalumboðsm. G. Gíslason Sæ- og stríðsvátrygging Det kgl. oktr. Söassurance Komp Miðstræti 6, Tals. 254. A. V. TULINIUS. Aðalumboösmaður fyrir fsland Det kgl. octr< Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vörur alskonar. Skrifstofutími 8—12 og 2—8. Austurstræti 1. N. B. Nielsen. Trygð og slægð Eftir Guy Boothby. 83 ----- Frh. — Jæja, vitið þið þá að hún er næstum því orðin tólf, sagði Browne. Ef við þurfum ekki eitthvað sér- stakt að gera, þá held eg að það v®ri einna hyggilegast að fara að hátta sem fyrst> Browne Var svo þreyttur um kvöldið að hann sofnaði undir eins. Hann svaf í einnm dúr þangað til morguninn eftir. Klukkan var orð- in meir en níu þegar Davis, þjónn- inn hans vakti hann, þá settist hann UPP og néri augun eins og hann heföi gelaö sofið í tvo tíma eftir það. Svei mér þá ef við erum ekki komnir af stað, sagði hann og varð eins og hálpartinn hissa af því, að finna ruggið á skipinu, Hvar erum við, Davis? — Við erum fram undan Swa- nage, herra minn, sagði Davis. Ma- son skipstjóri gat ekki komist af stað eins fijótt eins og hann bjóst við, en nú erum við að reyna að ná upp því sem við höfum mist af tímanum. — Hvernig er veðrið? spurði Browne. Ljómandi veður, svaraði þjónn- inn. Það væri ekki betra þótt við hefðum fengið að ráða því. Davis hafði sérréttindi til þess að mega segja húsbónda sínum algerlega það sem hann meinti. Það er að- eins andvari, en ekki meira. Hann er einmitt hæfilega mikill til þess að dreifa þokunni. Browne fann að þetta var satt, þegar hann kom upp á þilfarið. Skútan baðaðist í sólargeislunum og iðaði eins og fugl á bárunum. Browne fanst það líkt eins og hann sæti á þægilegurn hesti.j Þegar Browne kom upp á stjórnpallinn, þá fann hann þá þar, Mason skip- stjóra og Foote. Mason Iytti upp húfunni þegar hann sá Browne, en Foote gekk til hans og rétti honum hendina. — Góðan daginn, sagði Foote. Hvernig finst þér ganga? Er þetta ekki betra en að flækjast um göt- urnar í London? Finst þér lífið ekki vera þess vert að það sé Iifað? Nú vildi eg ekki skifta um æfi við sjálfan konunginn, eða nokkurn annan mann á öllu Englandi. — Þú mátt reiða þig á, að það vildi eg ekki heldur, sagði Browne. Svo snéri hann sér að skipstjóran- um og spurði hann hve mikill væri hraðinn á skútunni. — Þrettán mílur, herra minn, svaraði Mason. En við aukum hrað- ann þegar við erum komnir fram hjá Portland. Þegar þeir voru að tala saman, var hringt til morgunverðar. Og nú kom Maas upp á þilfarið. Browne og Foote flýttu sér niður til þess, að heilsa honum og fundu hann í guða-skapi. — Mér finst mér undir eins vera farið að líða betur, sagði hann um leið og þeir settust við borðið. En sú Ijómandi skemtun, að vera á þilfarinu í svona veðri! Gullgerðar- mennirnir geta sagt hvað sem þeir vilja, en það er nú mitt álit, að þetta sé sá jrétti »Lífs-Elixir*. Það eina sem amar að oss er þaö, að við ekki skulum geta sett hann í flöskur og drukkið hann á öllum knæpum og á öllum dansleikjum stórborganna. — Þetta er svei mér frumleg uppástunga, sagði Foote. Hugsið ykkur það, að þegar maður hefði dansað sig sveittan á vals, að geta þá farið með dömuna sína í þar til valið sérstakt herbergi, og í stað- inn fyrir að spyrja hana að vitlaus- um spurningum — til dæmis hvort hún vilji heldur kaffi eða ís — að geta þá boðið heuni eitt glas af hreinu lofti. Til dæmis eitt gallori af Bournemonthlofti, sem er los- andi, eða Margatelofti, sem er fyll- andi, eða þá Folkestonelofti, sem ætti þá að vera mitt á milli. Þann- ig héit Foote áfram að vaða elg- inn langa iengi.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.