Vísir - 11.03.1916, Side 2

Vísir - 11.03.1916, Side 2
VÍSIR VISIR Afgreiðsla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Valiarstræti. Skrífstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtais frá Id. 2—3. Sími 400.— P. O. Box 367. Morgunkjólar. Svunlur. Kvenn & Telpukápur. Barnakjólar. Álnavara. Cheviot.Silki. Sliísi o.fl Saumastofan á Laugavegi 24 Þráðlausa skeytastöðin Annað slagið eru menn ein- att að minnast á þráðlausu stöðina sem hér verði að setja upp.— En er það mál nú nægi- lega athugað? — Er nauðsynin brýn? — Er líklegt að sú stöð hafi nokkuð að gera? Enginn vafi finst mér vera á þvi að hér eigi að setja upp skeytastöð á sínum tíma, en þá skilmálalaust svo myndarlega, að hún nái bæði til Noregs og Eng- lands og helst líka til Labrador í Ameríku. Að vera að setja upp litia stöð sem að eins nær til Færeyja — og það nú strax á meðan »Stóra norræna« félagið á að sjá um sambandið við út- lönd — það virðist mér alveg Kvennhetjan frá Loos. ---- Frh. við að húsið var hrunið og hafði steindrepið alt lögregluliðið og ensku hermennina sem í kjallar- anum voru. þetta var það sein- asta, sem við 'sáum í Loos. Eftir þessa nýju skelfingu ákvörðuðu flestir íbúar Loos sig til að leggja af stað úr bænum og var þetta þriðjudaginn 28. september. Fyrsti áfanginn var að V e r- ,m e 11 e s-hæðinni, það var hættu- legasti parturinn af leiðinni, því þangað gátu kúlur óvinanna náð okkur. Vanalega er hægt að ganga þessa leið á hálfri stundu, en við vorum fullar tvær stundir á leiðinni. Undir eins og við vorum kom- in út úr bænum rákum við okk- ur á skotgrafir. Guð veit að eg var búin að sjá sitt af hverju en þetta var samt það versta sem eg sá, því nú var eg komin á sjálfan vígvöllinn og Iágu líkin fráleilt og engum til gagns nema sem byggja stöðina, útvega efni og tæki og fá þar aðgerðalítið starf. Hvað er nú líklegt að þessi stöðvarómynd hefði að gera? — Ekki dregur hún neitt frá þeim skeytum sem vant er að senda með sæsímanum. Hún yrði að eins notuð landa á milli þegar sæsíminn slitnar á milli Færeyja og íslands, sem að jafnaði kem- ur ekki fyrir nema svo sem einu sinni á 5 árum. En þegar samband slitnar á milli Færeyja og Hjaltlands eða á milli Hjalt- lands og Englands, þá erum vér samt sem áður sambandslausir, eða þá jafnt komnir upp á það »Stóra norrœna* eins og áður. Pað félag hefir líka hugsað sér að láta oss ekki fara varhluta af sínum áhrifum, því að jafnskjótt sem það heyrði að við mund- um ætla að setja*á þráðlaust samband við Færeyjar, þá trygði það sér réttinn til að hafa þar lottskeytastöð sem það læst ætla að reisa. Undandráttur gæti sjálf- sagt orðið á þessu, því að nor- ræna félagið þarf sín vegna eng- ar loftskeytastöðvar, og er þeim ekki hlynt. En hvernig sem fer, verður þessi litla stöð okkar fyrst um sinn einkum til gamans en til sáralítils gagns. Einstaka skeyti kæmu frá slcipum, en þau yrðu mjög fá, þvi að fæst skip hafa svo sterk senditæki, að þau dragi nema stutta leið — og ennþá fœrri yrðu send til skipa, máske þarna í hrúgum, þjóðverjar og Englendingar hver við hliðina á öðrum, og innan um hálfrotnuð líkin voru skotvopnin á víð og dreif, og jarðvegurinn alveg upp- rótaður af sprengikúlum. Móðir mín og eg bárum Margréti litlu til skiftist, en til að komast yfir skotgrafirnar urðum við að lyfta henni milli okkar, til þess að henni kendi ekki of mikið til. þetta tók tíma og grafirnar voru margar við drógumst því fljótt aftur úr hópnum. Til þess að komast áfram urðum við stund- um að ganga ofan á líkin og höfðum við þá engin önnur ráð en að láta aftur augun. En óvin- irnir höfðu komiö auga á hópinn okkar og tóku nú til að skjöta á okkur. Við urðum því ýmist að leggjast endilöng á jörðina eða skríða niður í skotgrafírnar. þó að telpan væri all hörð þá kveink- aði hún sér samt og með því að við nú vbrum orðin á eftir hinum, þá varð okkur á að efast um, að við mundum komast heilu og höldnu yfir hæðina. Regnið streymdi niður og svo mikkill var aurinn að varla var hægt að komast áfram. Einu að jafnaði svo sem 2—3 á viku, og það er víst full hátt reiknað sem stendur. Til þess að taka við skeytum frá skipum þarf annars enga loftskeyta-kraftstöð. Til þess þarf ekki nema mjög lítilfjörleg áhöld sem einlægt má setja upp hvar sem er, og eru reyndar til hér nú, sem kunnugt er. Auðvitað mœtti setja slíkt verkfæri upp á símastöðinni í Vestmannaeyjum til þess að taka við skeytum frá þrem skipum sem senditœki hafa og þar eru stödd nærri. Þetta mundi kosta lítið og sjálfsagt líka gagna lítið. Aftur á móti væri gott að hafa slíkt tæki, af því að það er svo ódýrt, þegar útlanda sæsíminn bilar, því að þá má þó einlægt ná öllum skeyt- um þráðlaust, sem til landsins eiga að fara. — Petta hefði iíka mátt gera nú þessar vikur sem sæsíminn hefir verið bilaður, ef »Stóra norræna« félagið hefði verið beðið um að senda öll skeyti sem hingað áttu að fara til þráðiausu stöðvarinnar á Eng- landi sem bezt heyrist til. Hefði sú stöð þá getað sent þau hing- að á alveg tilteknum tíma á hverjum sólarhring, og skeytin hefðu komið hingað því nær tafarlaust. Eg vil ekki fara nánar út í þetta að sinni, af því að eg hef heldur ekki leitað nægilegra upplýsinga um málið. En sönn- unarbyrðin hvílir líka á þeim sem ætla að halda því fram að vér eigum nú þegar að fara að sinni sáum við sprengikúlu koma og flýttum okkur að fleygjaokk- ur niður; eg lenti ofan á líki af þjóðverja og fór hrcilur af við- bjóði um mig, þegar eg varð vör við það. þó að bæði væri hvast og rigning vorum við löðrandi af svita. Aumingja Margrét, sem sá hvað við vorum orðnar þreytt- ar, reyndi að ganga spölkorn og litli bróðir minn studdi hana, en hún gat aðeins dregist áfram nokkur spor því hún haföi mik- inn hita. Fötin okkar voru renn- vot og böglarnir okkar sömuleiö- is og vorum við því enn þyngri á okkur. En loksins höfðum við það af, að komast yfir hæðina og í hlé fyrir kúlunum, en þá vorum við líka svo að fram komin að við urðum að hvíla okkur. þarna sátum við í rigningunni meir en heila klukkustund. þá sá eg frakkneskan liðsforingja koma akandi í litlum vagni. Eg grát- bændi hann um að hjálpa okkur og sagði honum í fáum orðum sögu okkar. Hann tók okkur með sér í næsta þorp og þar var okkur sýnt mesta gestrisni. Margrét var næstum meðvitundar- T I L MINNISi Baðhúsið opið v. d. 8-8, Id.kv. ti) 11; Borgarst.skrifit. í brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2* og 4-7 Bæjargjaldk. Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk, sunnd. 8l/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssíminn opinn v. d, daglangt (8-0) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnið opið F/,-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d„ Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartúni 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. iækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud„ kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á m.ið- vikud. kl. 2—3. Landsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. kosla upp á tiltölulega dýra en þó of litla sendi-kraftstöð, og skal hérmeð skorað á þá að færa að minsta kosti einhverjar senni- legar líkur fyrir því að sú síöð yrði ekki því nær hreinn ómagk á landinu. - H. Togleður í bréíapósti Nú fer bréfapóstinum líka að^ verða hætl. Nýlega tóku Bretar 1265 pakka af togleðri úr bréfapóstinum, sem sem gufuskipið Hollandia hafði meðferðis frá Ameríku og 1390 pakka sem gufuskipið Gelria hafði meðferðis, sömuleiðis í bréfapósti. laus af kvölum, þreytu og rculda; en henni var vel hjúkrað og okkur var gefið að borða. Eins og oft ber við, þegar maður hefir lengi soltið, þá gátum við aðeins bragðað mjög lítið, en eg man hvað mér varð starsýnt á hveitibraugið og vínið! það var svo langt síðan að eg hafði séð það. Liðsforinginn sem hafði misk- unað sig yfir okkur var svo góð- ur að útvega okkur far til Beth- une í bifreið. það varfarið að dimmaþegar við komum þangað. Bærinn var full- ur af breskum hermönnum og herstjórnin var ensk. Til að fá hjálp handa Margrétu urðum við að fara á skrifstofu hennar, en. þar hittum við franskan höfuðs- mann sem var okkur mjög góður. „Hvað gengur að litlu stúlk- unni?“, spurði hann um leið og hann klappaði á kinnina á syst- ur minni. Eg sagði honum það, og hann bauðst þá til að annast um að hún kæmist á spítala „Viltu ekki koma með mér“, spurði hann Margrétu. og hún var fús á það. Hann náði í bif- reið og ók af stað með hana, og.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.