Vísir - 15.03.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 15.03.1916, Blaðsíða 2
VÍSIR VISIR Afgreiðsla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrífstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórínn til viðtals frá kl. 2-3. Sími 400.— P. O. Box 367. Morgunkjólar. Svuntur. Kvenn & Telpukápur. Barnakjólar.' Álnavara. ChevioiSilki. Siifsi o.fl Saumastofan á Laugavegi 24 íslensk mannanöfn lög, nefndarálit og nafnaskrár. ------ NI. [Þessar prentvillur hafá slæöst inn í fyrripart þessarar greinar, á 3. dálki í blaðinu i gær: foreldri eitt f. for- eldri sitt, Daöon f. Daðan, Hrem- dan f. Hrundan, Högnon f. Högn- an\, Þá segjast þeir og sækja end- ingarnar »fer« og »star« aftan úr fyrnsku, — alt til þess að losa nýju smíöisgripina viö það, að meiða menn með kynferði og beygingum — handa þeim sem vilja kenna sig við fjörð eða staði. Á þá maður úr Öxarfirði að heita Axfer, Loðmundarfirði Loðfer, Patreksfirði Patfer, Stöðv- arfirði Stöðfer, o. s. frv., og mað- ur frá Brúsastöðum Brússtar, Hugljótsstöðum Hugstar, Jarð- laugsstöðum Jarðstar (frá Starra- stöðum yrði Starrstar) o. s. frv. í þessum flokki verður eigi hvað síst óþægileg regla sú, sem þrímenningarnir hafa sett sér, að hafa ekkert nafn lengra en tvaer samstöfur. Verður þá að skella allan meginbol orðanna burtu, og skeyta svo saman haus og hœlrófu. Satt er það að vísu, að slíkar styttingar hafa áður átt sér stað eftir vissum reglum, en eigi verður það til skilnings- auka á nöfnunum að beita þeirri aðferð, hvernig sem á stendur. Fleira hafa þeir félagar stytt og vikið við og heldur í latmæla- áttina, t.d. «al« fyrir »aðal«, »vaz< fyrir vatns o. s. frv. Þá er það ein fyrirtekt nefnd- arinnar, að hún má ekki þ sjá í nokkru nafni, heldur hefir hún sneitt vandlega hjá hverju því nafni, sem sá stafur er í. Þetta segjast þeir félagar gera vegna þess, að útlendingar þekki ekki stafinn og muni því afbaka slík nöfn. Pað er nú svo, en þetta sama á ekki einungis við um ð, sem þeir sleppa þó ekki, heldur og um alla breiðu hljóðstafina okkar. Yfirleitt er aldrei við öðru að búast, en að nöfn hverrar þjóðar sem er verði öðrum að mestu Hebresku og meira og minna afbökuð. Auðvitað fer slíkt eftir mentun og nákvæmni þeirra er með nöfnin fara. Danir afbaka t. d. því nær ætíð íslensk nöfn, jafnvel vísindamenn, en þýskir vísindamenn því nær aídrei. Peir segja í þessu sambandi, að líklega hafi fæstir íslendingar þann metnað, að ættar þeirra verði um aldir alda aldrei að neinu getið fyrir utan landsstein- ana. Eg vil víkja því við. Eg vona að sem flestir íslendingar hafi þann metnað, ef ættar þeirra skyldi einhvern tíma verða að góðu getið úti í löndum, að þá vilji þeir einmitt láta það sjást, hvert hún á rót sína að rekja, og það verður öruggast með því að halda gömlu, íslensku nafn- venjunni. Ekki Ieggja þeír til að láta œtt- arnöfnin enda á »son«, en »sjá« þó »ráunar þann veg« fyrir þá sem vilja endilega nefna sig svo, að misbjóða tungunni með því, að stela t. d. burt öðru s-inu úr orðinu Jónsson. Petta er nú að vísu ekki þeirra uþpfundning, því að aðrir höfðu þégar tekið upp þann óvanda. - Um það er þetta kveðið: Jón Einars-on, Jón Ypsilón, Jdn Edilon, Jón Babylon, Jón Omikron, Jón Absalon, Jón altaf, lon og don. Pað er skaði, að nefndin skyldi rígskorða sig svo við tvíkvœð ættarnöfn, sem hún gerði, þvíað annars hefðu allir þessir »on«-ar vel mátt prýða hópinn. Pá hefðu og »Fer«-arnir getað orðið fjöl- skrúðugri. Pá hefði mátt taka upp .ættarnöfn eins og Engifer, Kristófer og Lucifer, en nú yrði það ekki gjört, nema með stytt- ingu. í alvöru talað, hér ber alt að sama brunni. Pað er reynt að draga nöfnin af einhverju, sem þekkist og skilst, það er reynt að hafa þau íslensk að uppruna og það er reynt að velja þau svo, að þau verði meðfæri- leg útlendingum. En í meferð- inni verður niðurstaðan sú, að þau verða oftast svo stytt, skrum- skæld og bjöguð, að enginn vissi af hverju þau væru dregin, ef honum vœri ekki sagt það, að þau þekkjast ekki fyrir íslensku, nema fáein, en verða þó hreinustu tannbrjótar, tunguþrjótar og klám uppi í útlendingum, eigi síður en sjálfum oss. Og til þess að ná þessu takmarki eigum vér að valdbjóða inn í íslenskuna nýjan »part ræðunnar«. Nyjan orðflokk, sem eigi hlýðir neinum lögum tungunnar. Heilan orðflokk af kynferðislausum og óbeygjanleg- um viðrinis-eintrjáningum. — Inn í fslenskuna, sem er svo sterk- beygt og reglufast mál! »Þetta er eins og að reka fúaspýtu inn í lifandi tré«, sagði einn mikils metinn og vel lærður íslenskur maður hér í bænum, þegar hann sá ósköpin. Og var ekki von að hann segði það? Hér um árið kbmst það mjög í tísku að halda því fram, að óhætt væri að flytja inn í málið útlend orð eða orðstofna í smá- lestatali, ef hljóðið í þeim væri að eins líkt hljóðinu í einhverj- um íslenskum orðum. Þá eign- uðumst vér »berkla«, »fón« og »bíla« og »metra«-kertið, sællar minningar. Þá áttu endingarnar og beygingarnar að bjarga öllu, þessi útlendu málblóm áttu að festa rœtur í íslenskum jarðvegi og prýða hann. Þá gerði hitt ekkert til, þótt enginn vissi deili á þeim, þótt íslenskan misti þann höfuðkost sinn og prýði, að rekja mætti uppruna og innbyrðis skyldleika flestra orða. — Nú koma þessir menn aftur á móti og grafa upp feysknar og stein- daúðar orðarætur aftan úr heiðni, benda á þær með drýgindum og segja: Þetta er »klassisk« ís- lenska! En þá má ekkert beygja! Þá eiga þessir dauðu og kyn- lausu bolir að standa þarna til óþrifa og óþurftar innan um lif- andi gróður tungunnar! Mér er nú spurn: Ef hvorirtveggja þesb- ara manna eiga nú að fá fylgi þjóðarinnar til sinnar iðju — aðrir til þess að traðka íslensk- unni í uppruna orðanna, en hin- ir í kynferði þeirra og beygingu — hvað hyggja menn þá, í ein- lægni talað, að orðið verði eftir af íslenskunni eftir svo sem mannsaldur? — Er þá nokkuð annað sýnna, en að hún verði orðin alt annað mál, eða réttar sagt málleysa, og þannig sé brostið það bandið, sem tengt hefir saman kynslóð eftir kyn- slóð, alt frá upphafi íslands bygð- ar? Það bandið, sem vér eigum þó einu það að þakka, að vér höfum ætíð verið og erum enn taldir meðal menningarþjóða,þrátt fyrir alt. Eg sé ekki annað en að svo muni fara, ef mönnum á að hald- ast það uppi að ósekju að leyfa sér þannig hvers konar skamm- sýnis-skaðræði við móðurmál sitt. Það er ekki nóg, að skrifaðir séu Tl L MiMNIS: Baöhúsiö opið v. d. 8-8, ld.kv. til 11 Borgarst.skrifat. í brunastðö opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op. v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk. Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk, sunnd. 81/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssiminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið l1/,^1/, síðd. Pdsthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. Landsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. ritdómar og sýnt fram á hásk- ann. Alþjóð manna á að dæma bók eins og þessa með því, að enginn Iifandi maður láti sér detta í hug að tjarga lífinu í eitt ein- asta viðrini úr henni, með því að taka sér það að ættarnafni. Menn eiga að gera sér það ljóst, að það er »contradictio in ad- jecto«, að setja þessi tvö orð saman: íslensk œttarnöfn. Þau útiloka hvort annað. Og þessi bók á að gera út af við ættarnöfn á íslandi. A. B. Hæstu úrsvörin. Hér skulu taldir þeir, sem niður- jöfnunarnefndin hefir lagt á 500 kr. útsvar og þar yíir. Útsvörin eru aftan við nöfnin: Altiance 4200 Ben. S. Þórarinsson kaupm. 500 B. H. Bjarnason kaupm. 520 Jensen-Bjerg 750 Björn Kristjánsson bankastjóri 500 Björn Sigurðsson — 500 Bragi, fiskiveiðafélag 9000 Braun 750 Christensen lyfsali 1700 Copland 3300 Debell 600 Duus 14000 Edinborg 1400 Eggert Ólafsson, fiskv.félag 9000 Einar Arnótsson ráðherra 500 Guðm. Eiríkss 600 Elías Stefánsson 2000 John Fenger 1400 Fram, fiskiveiðafélag 3000 O. Gíslason & Hay 2500 Gísli Þorsteinsson skipstj. 600 A. Guðmundsson heildsali 500 Guðm. Guðnason skipstj. 700 Guðm. Jónsson — 800 Halberg 600 Halldór Þorsteinsson skipstj, 4000

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.