Vísir - 16.03.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 16.03.1916, Blaðsíða 2
VÍSIR VISIR Afgreiðsla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl, 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrífstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá kl. 3-4. Sími 400.— P. O. Box 367. Morgunkjólar. Svuntur. Kvenn & Telpukápur. Barnakjólar. Álnavara. Cheviot.Silki. Slifsi o.fl Saumastofan á Laugavegi 24 Liðsamdráttur I>jóðTerja lijá Yerdun. Það þykir nú ljóst orðið að Þjóð- verjar hafi lengi undirbúið árásina á Verdun og að þeim hafi tekist að villa bandamönnum sjónir á því hvað þeir ætluðust fyrir. Þegar Þjóðverjar höfðu lagt undir sig Serbíu, Iétu þeir í veðri vaka að þeir mundu hefja sókn á Salo- niki. Bjuggust bandamenn þar um sem bezt þeir gátu og fluttu lið aústur sem mest þeir máttu, Jafn- framt létu Þjóðverjar þær fréttir ber- ást frá sér að þeir ætluðu sér ekki að hefja sókn á vesturvígstöðvunum í vetur meðan frost og snjóar höml- uðu hernaði þar. En í lok janúarmánaðar og fyrri hluta febrúarmánaðar tóku þeir að sækja á á ýmsum stöðum á vestur- vígstöðvunum. Oerðu þeir víða hörð áhlaup og þrálát og þykjast menn nú sjá aö þær árásir hafi ein- göngu verið gerðar til að leiða at- hyglina frá aðalárásinni, sem þeir ætluðu sér að gera á Verdun. Fer hér á eftir yfirlit yfir árásir Þjóðverja í janúar og febrúar. 1. 22. jan. reyndu þeir að brjót- ast yfir Yser og 12. og 22. febrúar gerðu þeir aftur tilraun til þess. 2. 23. janúar hófu þeir ákafa sókn í Artoishéraðinu hjá LiIIe og enn gerðu þeir árásir á þeim stöðv- um 9.—13. febr. 3. Fyrir sunnan Somme mátti heita að stæðu látlausar árásir af hendi Þjóeverja frá 29. jan. til 15. febrúar. 4. Hjá Lihons gerðu þeir áhlaup 22. febrúar á 7 kílómetra svæði og veittu á undan sér kæfandi gasi. 5. 13. og 14. febrúar stóöu fólkorustur fyrir norðan Aisne, bæði hjá Crony og fyrir norðan Soissons. 6. í Champagnehéraðinu gerðu Þjóðverjar árásir á ýmsum stöðum í janúarmánuði. 7. í Vogesafjöllum hófu þeir sókn 12. febr. og náðu þá á sitt vald fremstu skotgröfum Frakka á einum stað. 8. Loks tóku þeir að skjóta á Belfort-kastala á löngu færi og hefja sókn í Efra-Elsass um miðjan febr. Meðan þessu fór fram drógu þeir saman lið og hergögn til að ráðast á Verdun. Er mælt að þeir hafi tekið að flytja vestur á bóginn í. desembermánuði stórar fallbyssur, sem þeir höfðu í herferöinni til Serbíu og sömuleiðis fallbyssur frá austurvígstöðvunum. — Sömuleiðis fluttu þeir til vígstöðva sinna hjá Verdun nokkrar af stóru fallbyssum Austurríkismanna. rrá Serbíu fluttu þeir eina her- deild einvalaliðs og settu hana í herbúðir norður af Verdún o^ í janúar er mælt að þeir hafi bætt við 4'/2 höfuðdeild við þann her, sem fyrir var hjá Verdun, en hann var talinn vera 2 höfuðdeildir. Um bandamenn mun það sönnu næst, að þeir hafi lengi vel eigi vitað hvar Þjóðverjar mundu leggja til höfuðorustu. Halda menn að þeir hafi dregið saman varaliö á þeim stöðum, sem Þjóðverjar voru að gera áhlaup á og hafi því varalið þeirra verið nokkuð dreift er áhlaup- ið var gert á Verdun. Samt munu Frakkar hafa fengið vitneskju um hvað til stóð nokkrum dögum áður og tekið þá að stefna liðinu til Verdun. 20. febrúar tóku Þjóðverjar að skjóta á stöðvar Frakka fyrir norð- an Verdun og stóð sú skothríð yfir í 2 sólarhringa, en þá byrjuðu fótgönguliðsáhlaupin. Hefir áður verið sagt frá orustunni hér í blað- inu. Mælt er að Þjóðverjar hafi nokk- urn hluta hers síns eingöngu til áhlaupa. Er það hið hraustasta liö. Hlífa þeir því við að að sitja í skotgröfum. Höfðu þeir áður en ófriðurinn hófst vanið það sérstak- lega við að gera áhlaup. Þessu einvalaliði höfðu þeir stefnt Iil Ver- dun og notuðu það til sóknar þar. Frakkar hafa einnig tekið upp þenn- an sið, síðan ófriðurinn hófst. Hafa þeir sérstakar herdeildir til sóknar og tefla þeim fram þar sem raun- in er mest. Er mælt að Pétain hershöfðingi hafi yfirstjórn þessara herdeilda og sé hann því jafnan sendur þangað er mest liggi við. Hann stýrir nú her Frakka hjá Verdun, Tók hann þar við yfir- herstjórn skömmu eftir að orustan hófst. Má því ætla að úrvalalið Frakka og Þjóðverja berjist nú á þessum slóðum. Pétain var majór í her Frakka þegar ófriðurinn hófst, en Joffre sá fljótt að hann mundi vel til her- stjórnar fallinn, enda leið eigi á j löngu áður en Pélain væri gerður að hershöfðingja. Rúmenfa. Frá Rómaborg kom sú fregn 1. þ. m. að breyting mundi bráðlega verða á ráðuneytinu í Búlgaríu. Var talið að Filippescu eða Jone- scu yrði falið að mynda nýtt ráðu- neyti þegar Filippescu kæmi heim úr Rússlandsferðinni. Hafði Rú- meníukonungur sent hann til Rúss- lands til skrafs og ráðagerða við Rússakeisara og Kuropatkin hers- höfðingja. Bæði Filippescu og Jonescu hafa fyrir löngu viljað láta Rúmeníu segja Miðveldunum stríð á hendur. HerflutningasMp ferst. í loftskeytunum um daginn var sagt að franskt herflutningaskip hefði farist í Miðjarðarhafinu. f nýkomnum blöðum er skýrt frá því að það hafi verið á leiö til Saloniki með 1800 manns (skips- höfnin talin með). Er talið áreið- anlegt að það hafi verið skotið tundurskeyti frá óvinabáti, enda þótt skipverjar yrðu eigi varir við hann. Um 900 manns fórust. Spákónan. Eftir Fródéric Boutet. Therese Civel hraðaði sér eftir götunum í gamla bænum, hún var ókunnug þar. Hún var svart- klædd, og hafði þétta blæju fyrir andlitinu. Það var fölt og þreytu- legt eftir tíu daga angist. Þegar hún var búin að finna húsið, sem hún var að leita að, staðnæmdist hún snöggvast, hún gat varla fengið sig til að fara inn, henni fanst erindið hlægilegt og auðvirðilegt. Gömul skólasystir hennar, Lou- ise Bauchamp, hafði sagt henni hvar frú Lazzara œtti heima og fulívissað hana um að hún sjálf spyrði hana oft ráða. Það gat nú vel verið satt, þvi að Louisa gat oft látið sér detta skrítið í hug. En nú ætlaði hún sér sýni- lega að hafa af fyrir Theresu með þessu, til þess að hún gæti gleymt óttanum sem kvaldi hana. T I L fVI (N N I S: Baðhúsiö opið v. d. 8-8, ld.kv. til li Borgarst.skrifjt. í brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst, Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K, F. U. M. Alm. samk, sunnd. 81/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssiminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnið opið P/,-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud, kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2-3. Landsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. Fyrst hafði Theresa tekið þessu fjarri, en síðan lét hún smátt og smátt undan og ákvað loks eftir þriggja daga óvissu að fara. — Auðvitað var það vitleysa og hún fyrirvarð sig fyrir það, en hún varð að fá huggun og einhvern vonarneista — hún var svo angistarfull. Hún hafði ekk- ert bréf fengið í tíu daga, og það vildi einmitt svo til, að á þeim tíma hafði staðið snörp orusta og hún vissi að herdeild- in hans hafði tekið þátt í þeirri orustu. Það fór hrollur um hana og hún varð þess vör að hún hafði staðið kyr á götustéttinni um stund og að henni var veitt eftirtekt. Hún lét nú kylfu ráða kasti, og fór inn. Louisa hafði sagt henni að frúin byggi á öðru lofti og hún hljóp upp stigann. Þeyjandaleg þjónustustúlka hleypti her.ni inn og Theresa kom inn í skuggalegan sal með fátæklegum, slitnum húsgögnum. Þar var enginn inni fyrir og hún settist niður og beið. Ósjálfrátt varð henni litið á veginn and- spsenis sér og sá þar myndaró- skapnað einn sem sýndi hvít- klædda veru með vœngjum, en í baksýn var himininn stjörnum skrýddur. Veran reif í sundur skýin til að afhjúpa andlit, sem átti að tákna framtíðina. Dyr opnuðust í hinum enda stofunnar, og feitlagin kona í fjólubláum silkikjól og með syarta kniplinga yfir hrokknu gráu hári, benti Tberesu að koma til sín. Hún stóð upp og fann að hún roðnaði um leið og hún gekk til konunnar. Framh.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.