Vísir - 18.03.1916, Blaðsíða 1

Vísir - 18.03.1916, Blaðsíða 1
Utgefandi HLUTAFÉLAG Ritstj. JAKOB MÖLLER SÍMI 400 Skrifstofa og afgreiðsla í Hótel ísland SÍMI 400 6. árg. Laugardaginn 18. marz 1916. 77. tbl. Gamía Bíó Harmasaga ástarinnar. Sú besta mynd sem Henny Porten hefir leikið í, verður sýnd í síðasta sinn í kveld. Það er mynd sem allir ættu að sjá. Innilegt þakklæti til allra fyrir auðsýnda hluttekningu við jarðarför frú Guðrúnar P. Johnsen frá Arnar- bæli. Börn og tengdabörn hinnar látnu. I.O.G.T. Umdæmisþingið 1916. Fundur í G.-T.-húsinu í Reykjavík mánudagiun 20. marz kl. S1^ síðdegis. Jóliannes Einarson skipstjóri. F. 1. janúar, 1876. D. 4. marz. 1916. (Kveðja frá Olafi skipstj. Olafssyni.) Þú varst sá vinur, sem vildir mig verja í stríði; heilsteypta hugsun og anda, og hjartaö þitt prúöa, man eg á meðan eg lifi, og minningu þinni, helga' eg nú hlýjustu þakkir, í hrynjandi tárum. — Senn kemur voriö úr suöri með sólgeisla-kranzinn, þá breiða sig Jitfögru blómin um brekkur og hæðir. —, Leggja vildi' eg liljur og rósir á leiði þitt, vinur, — en sárbitrar saknaðar-örvar særa mitt hjarta. P. P. Páls Isólfssonar verður endurtekinn í dómkirkjunni sunnudaginn 19. marz 1916, kl. 7 síðdegis — Hr. Pétur Halldórsson aðstoðar. Aðgöngumiðar verða seldir i bókaverzlunum fsaf. og Sigf. Eymunds- sonar í dag og í Goodternplarahúsinu á sunnud. frá 10—12 og 2—5 og kosta 50 aura. — Kirkjan opnuð kl. ó1/^ Þjóðin og einstaklingurinn I Fyrirlestur um þetta efni flytur Sig. P. Johnson í Bárubúð sunnudaginn 19. þ. m. kl. 5 e. h. Aðgöngumiðar á 25 aura fást í bókaverzlun ísafoldar í dag og við innganginn. Aðalfundur Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík verður haldinn í Frfkirkjunni sunnudaginn 19. þ. m. kl. 5 síðd. Aríðandi er að sem flestir mseti! Stjórnin Simskeyti frá fréttaritara! Vísis Bæjaríréttir Khöfn 17. marz. Hollenzka farþegaskipið Tubantia hefir verið skotið tundurskeyti eða farist í S^orðursjónum. Af farþegum og skipshöfn, samtals 1800 manns, tókst að bjarga allmörgum. Messur á morgun: í Fríkirkj. í Hafnarfirði á hádegi, (sr. Ól. Ól.) í Dómkirkj. í Rvík á hád. sr. Bjarni Jónsson. Síðd. (kl. 5) sr. Jóh. Þorkelsson. Messufall. Ekki messað á morgun í Frí- kirkjunni í Rvík vegna safnaðar- fundar. Skemtun halda ungmennafélögin íTempl- arahúsinu annaðkvöld (smbr, augl. hér í biaðinu í gær), Ýmislegt ný- stárlegt kvað vera þar á dagskrá. En því miður fá engir þar að koma, nema þeir, sem eru í ung- mennafél. einhvers staðar á landinu. Afmœli í dag: Erl. Erlendsson, kaupm. Jón Ásbjörnsson, yfirdómslögm. Katrín Eyjólfsd., húsfr. Sveinn Hallgrímsson, bankagj.k. Guðríöur Jóhannesdóttir. * Eyþóra B. Ásgrímsdóttir ungfrú. Afmœli á morgun: J. Aal Hansen, kaupm. Kristófer Sigurðsson, járnstn. Steinunn Bjarnason, húsfr. Afmæliskort með íslensk- um erindum fást hjá Helga Árnasyni í Safnahúsinu. ÉVýja Bíó )arð- skjálftinn. Síðasta siim í kTöld Leikfélag Reykjavíkur Ekki leikiðíkveld og vegna þess aö óvíst er að Tengdapabbi verði leikinn oft- ar, eru þeir sem keyptu að- göngumiða til finítudagsins beðnir að vitja andvirðis þeirra í Iðnó í dag. Þjlskipin. Hafstein og Milly. (eign Duus- verzl.) komu inn i fyrrad. með góð- an afla. Hafstein með 14 þús. og Milly með 13. Og 4 af skipum Duusverzlunar komu inn í gær með ágætan afla: Keflavík með 13 þús., Seagull með 14,500, Sigurfari með 11 og Sæ- borg með 18 þús. Botnvörpungarnir Njörður og Snorri goði komu inn í fyrrad. fullir af fiski. Nýr sótari Frá 1. apríl næstk. verður Sig- urður Halldórsson Njálsg. 49sótari hér í bænum í staö Magnúsar Magnússonar, sem orðið hefir að láta af þeim starfa sökum vanheilsu. Fátækrahúsnæði. Samþ. var á síðasta bæjarstjórn- arfundi að fela borgarstjóra að kaupa húseignina Bjarnaborg fyrir þurfalinga bæjarins, ef hún fengist fyrir 38 þús. krónur. Skipafregnir B o t n í a kom hingað í morg- un frá útl. Island kom til fsafj. ígærkv. um 7-Ieytið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.