Vísir - 19.03.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 19.03.1916, Blaðsíða 2
VÍSIK VISIR Afgreiðsla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aöalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá Id. 3-4. Sími 400.— P. O. Box 367. Morgunkjólar. Svuntur. Kvenn & Telpukápur. Barnakjólar. Álnavara. Cheviot.SiIki. Slifsi o.fl SaumastofaD á Laugavegi 2% Leirburður. Þrír gamansamir menn voru ný- lega að iala um það hvað bátur sá er flytur leðjuna frá hafnargrafvél- inni ætti að heita, Eftir að ýmsar uppástungur höfðu komið, sem eng- in þótti nýtileg, dettiir einum þeirrá í hug að kalla bátinn »Leirburð« og þótti nafn þetta hið ákjósanleg- asta, enda var höfundur nafnsins orðhagur og vel mentur í mörgu, einkum söngfræði. Nokkru seinna fann sami maður upp nafnið »Drit- vík« á höfnina, með því að öll hol- ræsi borgarinnar liggja út í hana og saurga hana. Þá er sagt að farið sé að kalla uppfyllinguna út í höfnina »KirkvöIl« eða »KirkwalI«, en ekki veit eg hver er höfundur þess nafns, en ekki virðist það eiga íila við, eftir atvikum. Þá er vert að geta þess að sjálf grafvélin (Muddermaskinen) hefir að sögn verið skírð á Norðurlandi (Ak- ureyri) og var þar kölluð »Drullu- sokkur«. Ekki þykir mér nafnið fínt, en þó ekki óviðéigandi. Þá hefi eg ennfremur heyrt að hagorðnr maður, er heyrði allar þessar nafnagjafir hafi kveðið þessar stökur, og læt eg þær fara eins og eg lærði þær af manni nokkrum úti á götum borgarinnar, hafði hann þær uppskrifaðar, en ekki befur en það, að helmingurinn af einu orð- inu í seinustu vísunni var Iítt læsi- legur, eða með öllu ólesandi, og verða menn því að geta sér til hvað vanta muni í oröið. Þá var ekki gott að sjá með fullri vissu hvert var fyrsta orðið í seinustu hendingu í þriðju vísunni, en likast var það því, er eg hefi sett, þ. e. »lýtur« af að »lúta«, og læt eg það vera þann- ig, því eg vildi heldur færa þetta til betri en verri vegar. Vísurnar eru þannig: »Drullusokkur« drjúgur er í drit- verkunum, lætur hann í »Leirburð« falla leðju, for og kolasalla. »Dritvíkur« hann sópar saur úr sela- túni, svo að hafnar batni bragur, borginni' er það mikill hagur. Aur og möl hann í sig gleypir, ælir síðar; dýpkar höfn og lagar Iegu, lýtur Kirk á alla vegu. Kappar þessir knáir vel af krafti vinna, Kirks og Monbergs verk þeir vanda vel, svo megi um eilífð standa. »KirkvölI« eru kapparnir meðkrafti að mynda - byggja úr steinum, mold og meiru manna.... og ýmsu fleiru. Þá hefi eg ekki meira um þetta að segja; eg hugsa að ekki þurfi að útskýra þessar meinlausu vísur, en mín vegna mega aðrir bæta við þær eða fara með þær eftir vild og vel- þóknun; því ekki hefi eg tekið einka- leyfi á þeim hjá höfundinum, því mér er ekki kunnugt með öllu hver hann er, en eg er það sem eg hefi verið, nefnilega Ósannur ofljós. Heiðni og málverndun. Nýjar tíllögur. Ekki verður annað sagt, en að byrlega blási fyrir kristindómi og kristilegri menning á síðustu tímum hér í Reykjavík. í næstsíðasta tölublaði Lögréttu brýnir Oísli yfirdómslögm. Sveins- son raustina til vandlætinga við þá menn, er hafa tekið sér fyrir hendur að uppræta eða umsnúa kristinni trú. Og ekkí er gerandi ráð fyrir öðru en að þau orð hans hafi orðið mönnum til »huggunar- ogharma- léttis*. En varla hafði bergmálið dáiðaf orðum lögmannsins, fyr en fram á sjónarsviðið koma tveir nýir for- verðir kristindómsins. Það eru þeir Bogi Ólafsson málfræðingur og Árni Pálsson cand. philos. Þeir hafa séð hættu stafa úrann- ari átt og hana ekki ógeigvænlega. Ættarnafnanefndin hefir sem sé lagt það til, að tekin yrði upp í íslenzka tungu orðmynd, sem runn- in er aftan úr heiðni — aftan úr römmustu heiöni, eins og Bogi kemst réttilega að órði. Öllum hlýtur að vera það ber- sýnilegt, að með þessu hefir nefndin dregið út úr skúmaskotum heiðn- innar ferlegan eiturgeril, sem er ósamboðinn jafn vel kristnum lýö og íslenzk þjóö er. Og ekki væri loku skotið fyrir, að ef farið væri að gefa heiðnum sið tækifæri tilað stinga höfðinu upp, þá gæti búk- urinn komið á eftir. Við þessu virðist ekki nema eitt ráð. Það er vitanlega með öllu ófull- t nægjandi að kveða niður þessa heiðnu afturgöngu sem nefndin hefir vakið upp. Um það er engum blöðum að fletta, að hún fer öldungis í bág við eðli íslenzkrar tungu, því að íslenzk tunga hefir, svo er guði fyrir þakkandi, aldrei verið bendl- uð við heiðni. En þó mætti svo fara, að finna mætti einhver orð, ef vel væri leitað, sem slæðst hefði inn í íslenzkt mál, og heiðnum mönnum um munn farið. Þau orð eru vanheilög, og öllum hlýtur að f vera það Ijóst, að þeim á að ryðja á braut, hreint og beint b a n n a þau. Málfræðingarnir sem áður voru nefndir, þeir Árni og Bogi, mega ekki skiljast við þetta mál fyr en þessu hefir verið til vegar komiö, og íslenzk alþýða þarf ekki lengur að kvíða því að börnin læri tungumál, sem er jafnóskylt ís- lenzku eins og volapiik — því að íslenzka og heiðindómur fer ekki saman. Vafalaust má telja að bannmað- urínn Árni Pálsson gangi ötullega fram í þessu, jafn sannkristinn mað- ur og hann kvað vera. Kristinn, Spákonan. Eftir Frédéric Boutet. Framh. Hún þagnaði skyndilega og hún var svo rugluð, að hún tók ekkert eftir undruninni sem lýsti sér í svip frú Lazzara. — Síðustu tíu dagana ... ekki eitt orð ... endurtók feita konan. — Nei, ekkert . . . þessvegna er eg hrædd ... eg er hrædd um að . . . Pað var eins og brosi brigði fyrir á andliti frú Lazzara, hún opnaði munninn, eins og hún 'ætlaði að segja eitthvað, en hætti við það og sagði loks mjög há- tíðlega: — Eg skal gefa yður fullkomnar upplýsingar. . . . Hin mikla spádómstilraun . . . — Já, eg veit það, sagði Ther- esa og leitaði í handtösku sinni. Frú Lazzara bandaði með hend- inni. T I L MINNIS: Baðhúsið opið v, d. 8-8. Id.kv. til. 11 Borgarst.skrif.jr. í brunastöð opin v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk. Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn Í0-4. K. F. U. M. Alm. samk. sunnd. 81/, siðd Landakotsspit. Sjúkravitj.tími kl. 11-1. Landsbankínn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssíminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnið opið lVj-^Va siod- Pósthúsið opiö v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartimi 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. \ kl. 2-3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. Landsféhiröir kl. 10—2 og 5—6. — Nei, það liggur ekki á því, fyr en að loknu starfinu. Setjist þér á stólinn þarna við borðið. . . . Nú megið þér ekki gefa neitt hljóð frá yður. . . . Hún var orðin enn hátíðlegri. í hœgðum sínum kveikti hún við græna logann í einhverju sem var í dálitlu reykelsiskeri, og varð af því beisk lykt blönd- uð reykelsisilminum. Pví næst setíisí hún við borðið, sem vatns- flaskan stóð á. — Réttið þér mér hendina, sagði hún við Theresu, beitið öllum. hugsunum yðar að því sem veldur yður áhyggjum. — Hjálpið mér til að sjá . . . Hún tautaði ógreinilega ein- hverja særingu og sat eins og myndastytta og einblíndi á vatns- flöskuna. Svo rétti hún úr sér í sætinu og stundi lágt. — Já . . . tautaði hún. Eg... eg sé . . . það er maðurinn yð- ar! . . . (Theresa skalf). Þér haf- ið verið gift í þrjú ár. . . . Þér sáuð hann síðast í janúarmánuði. Thersa varð fyrst alveg undr- andi, en náði sér fljótt aftur. — Louisa hafði auðvitað sagt kon- unni þetta alt. En frú Lazzara hélt áfram að stynja, hún stundi meira og meira og saup kveljur þegar hún andaði, en ekki leit hún eitt augnablik af vatnsflösk- unni. Eg sé . . . eg sé . .. að hann er Hðsforingi . . . hann er í Champagni.. . . Bíðið við . . . Það var eins og hún tæki á öllum kröftum sínum, svo nefndi hún nákvœmlega í hvaða her- deild og hvar í henni maðurinn hennar væri. Theresu brá, því hún vissi það fyrir víst, að hún hafði ekki sagt Louisu frá þessu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.