Vísir - 19.03.1916, Síða 4

Vísir - 19.03.1916, Síða 4
VISIR Embættl. Sóknarpresta hefir ráöherra skip- að: Sigurð Sigurösson cand. theol, í Þykkvabæjarklaustursprestakalli og Jóu Guönason cand. theo!. í Staö- arhólsprestakalli. Samverjinn. 5 krónur voru Vísi færðar aö gjöf frá ónefndum til Samverj. í gær. Þökk fyrir. Aflinn. R á n kom inn í fyrrakv. eftir 5 daga útivist með undir 100 smál. af fiski, og M a r z í gærmorgun, hlaðinn af fiski. Þ i 1 s k i p i n: Skarphéðinn með 12 þús. fiska, Toiler meö 11 þús. og Surprise meö 13 þús. Skálholt á að fara til útl. í kvöld. Gullfoss fór frá Leith í fyrrad. Gestir í bænum. Konráð læknir Konráðsson frá Eyrarbakka og kona hans eru í bænum þessa dagana. Kirkju-koncert Páls jísólfssonar verður endur- tekinn í Dómkirkj. í kvöld k). 7. S í m s k e y t i frá fréttaritara Vísis. Khöfn í gær. Orustan við Verdun er nær hætt vegna þess, hve Þjóðverj- ar hafa beðið gífurlegt mann- tjón. Upprelst er í aðsígi í Kína. I Konungaskifti í Búlgaríu. Búlgarakonungur fór til Coburg um síðustu mánaðamót. Var sú ástæða borin fyrir, að hann þjáð- ist af lungnakvefi og sagt er að hann muni ekki fara aftur til höfuðborgar sinnar fyrstumsinn. Er því fleygt, að veikindin séu ekki alvarleg, og séu að eins notuð sem átylla fyrir fjærveru konungsins, en það liggi á bak við, að konungur ætli að segja af sér en krónprinsinn, Boris, eigi að taka við ríkjum nú þegar. Gróði Dana. Gufuskipafélög Dana hafa grætt feiknin öll síðasta ár. Ágóði hluthafanna yfir árið nemur þetta 30—100 prc., og hafa þó stórar fjárhæðir verið lagðar í varasjóð. Nýkomið tnikið af Pataefnum Bláum og mislitum f klæðaverzlun &v&m. Pientsmiðju brunar. —:o:— í brunanum mikla í Bergen, brunnu til ösku 11 prentsmiðjur. Unnu þar um 200 prentarar. í Molde fengu prentsmiðjurnar illa útreið. Öll blöðin mistu prentsmiðjur sínar, og voru því í vandræðum. í Bergen hafa prentsmiðjurnar sem af komust, reynt að hjálpa svo sem untvar, en oft hefir verið þraungt um út- komu blaðanna. Sum þeirra hafa nú fengið sér nýjar prentsmiðjur sjálf og aðrar eru á leiðinni, en meiri hluti blaðanna er enn prentaður þar sem best gengur í það og það skiftið. Nafnkunnar prentsmiðjur sem brunnu í Bergen voru þessar: Prentsm. „Aftenbladet®, „Gula Tidend" og „Bergens Tidende". Eg er Pétam-maður. Eins og getið hefir verið um í Vísi, er það hald manna, að Frakk- ar hafi sérstakt lið til áhlaupa e?ns og þjóðverjar og að Pétain hershöfðingi hafi yfirherstjórn -þess. Marka menn það af því, að Pétain réði fyrir áhlaupunum er gerð voru í Chamagnehéraði í fyrra haust og að hann stýrir gagnáhlaupum Frakka hjá Verd- um. Milli þess að liðið er haft til áhlaupa, er það látið eiga góða daga, þarf t. d. ekki að vera á verði í skotgröfum. Eitt sinn í vetur var franskur foringi að skemta sér suður í Parísarborg í heimfararleyfi sínu. Hann var ör á fé og það svo mjög að einn af kunningjum hans hafði orð á því við hann, að hann eyddi fé um efni fram. — „Hvað gerir það góðurinn minn“, svaraði foringinn, „eg er Pétain- maður". Og vildi hann þarmeð sagt hafa, eg er dauðans matur. Enn geta nokkrar stúlkur vanar fiskverkun fengið alvinnu á Austurlandi. Óvanalega hátt kaup. Áreiðanleg borgun. Semjið strax viðJÓN ÁRNASON, Vesturg.39. Manntjón Breta Hjá Saloniki. Stjórnin á Englandi hefir skýrt frá því, að manntjón (fallnir, sár- ir og herteknir) hers þess er þeir sendu til Saloniki hafi verið 37 foringjar og 1439 liðsmenn. — Skýrslan nær til 20. febr. Japan og Eússland. í erlendum blöðum er sagt frá því, að Japanar og Rússar séu að byrja samninga um nánara bandalag sín á milli. Divan eöa sofi óskast lil leigu. A. v. á. [194 Silfurbrjóstnál (Filigrantarb.) fót- laus, innpökkuð, týndist þ. 16. þ. m. frá Bergstaðastr. 1 að boxadeild pósthhússins. Skilist gegn fundar- launum í Bergstaðastræti 1. [199 Drengjahúfa töpuð í miðbænum. Finnandi skili í Fischers. 3. [208 Fundist hefir handtaska með hann- yrðum. Uppi.- á Bókhl.st. 11. [209 Barniaus hjón óska efúr 1—2 herbergjum ásamt eldhúsi. Uppl. á Vatnsstíg 4. [163 2 herbergi og eldhús til leigu frá 14. maí til 1. okt. fyrir barnlausa fjölskyldu. A. v. á. [175 Einhleyp stúlka óskar eftir 1—2 herbergjum ásamt geymslu. A. v. á. [176 Herbergi vantar fyrir einhleypan nú þegar. A. v. á. [178 Herbergi með húsgögnum óskast fil leigu. A. v. á. [190 Góð stofa til leigu við miðbæinn fyrir einhleypan karlmann, helzt sjó- mann. A. v. á. [200 1 herbergi með forstofuaðgangi, rúmi og húsgögnum. er til lpigu fyrir skilvísan mann 14. maí A.v.á. _________________ [201 Til leigu 1 tasía, 3 herbergi og eldhús, á miðjum Bergstaðastíg. Uppl. á Njálsgötu 15. ]202 Skemtilegt herbergi óskast 14. maí. Áreiðanleg borgun. , A. v. á. [211 Morgunkjólar smekklegastir, vænst- ir og ódýrastir, sömuleiöislangsjöl og þríhyrnur eruávalt til sölu í Garða- stræti 4 uppi. (Gengiö upp frá Mjóstræti 4). [l Morgunkjóiar góðir og ódýrir fást og verða saumaðir á Vesturgölu 38 niðri. [2 Morgunkjólar hvergi betri né ó- dýrari en í Doktorshúsinu (Vesturg.) _______________________________[3__ Brúkaðar sögu og fræðibækur fást aitaf með niðursettu verði í Bóka- búðinni á Laugavegi 22. [40 Fermingarkjóll, stór, fæst keyptur. Sýndur í Suðurgötu 8 A. [182 Mótorbátur til sölu í ágætu standi Uppl. gefur Ólafur Grímsson, Lind- argötu 23. [192 Steinhús, nýtt, lítið til söiu með stórri byggingarlóð vel ræktaðri. Lágt verð, góðir borgunarskilmálar. Uppl. á Grettisgötu 38. [193 Lítið hús til sölu, A. v. á. [203 Kvendragtir og fermingarkjólar og kjóllíf tii sölu á Kárastíg 13 B7 [204 1 saumavél tii sölu með góöu verði. A. v. á. [205 Unglingspilt vantar mig nú þegar. Jón Eyjólfsson Grímsstaðaholti. [165 Ráðskona óskast á lítið sveita- heimili á næsta vori. Hæg staða, vel launuð. A. v. á. [206 Rösk stúlka óskast í kaupavinnu á næstk. sumri upp í Borgarfjörð. Gott kaup í boði. A. v. á. [207 Duglegan skipstjóra og mótorista vantar nú þegar. Sömuleigis 3 há- seta. Afgr. v. á. [210

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.