Vísir - 20.03.1916, Blaðsíða 1

Vísir - 20.03.1916, Blaðsíða 1
Utgefandi HLUTAFÉLAG Ritstj. JAKOB MÖLLER SÍMI 400 Skrifstofa og afgreiðsla í Hótel ísland SÍMI 400 6. árg. I Mánudaginn 20. marz 1916. I 79. tbl. Gamla Bíó HÍrm ircsntci Nýja Bíó Grímuballið. Jjlilipd) V ílíluíi Helreið Amerískur leynilögregluleikur í 3 þáttum. Sönn saga um baráttu leyni- lögreglumannsins Haggerty gegn stórsvikaranum »Galop Dick«. Mjög spennandi og skemti- leg mynd. nokkrar stúlkur til Sigluíjarðar Upplýs- ingar gefur hvítu mærinnar Ágætur sjónleikur leikinn af Ieikenaum sNordisk Films Co. Aðalhlutverkin leika: Baptista Schreiber, Olaf Fönss, Robert Schyberg. Lækjargötu 6. irrjrzrar: ■■■■■■ , i, ■ - rnr1:- Andrés Björnsson cand. philos. andaðist miðvikudaginn 15. þ. m. Dauða hans bar að höndum á óvenjulega sorglegan hátt. Hann hafði á miðvikudaginn var brugðið sér suður til Hafnarfjarðar meö skip- inu »ísland«, og mun hafa ætlað sér að koma heim aftur samdægurs. En á fimtudagsköldið var hans saknað hér í bænum, og var þá þegar farið að grenslast eftir, hvar hann rnundi vera niður kominn. Fregnir, sem menn fengu um hann úr Hafnarfirði, voru óljósar, enda var hann þar fáum mönnum kunnugur. Kom mönnum hér því til hugar að hann kynni fyrir einhver atvik að hafa farið með skipinu áleiðis til Vestfjarða og var því haldið spurnum fyrir honum á höfnum vestan- lands, en þaðan komu þau svör, að hann hefði ekki með skipinu verið. Samtímis var hafin leit eftir honum í Hafnarfirði, en hún varð árang- urslaus. Á laugardaginn fréttist, eftir mönnum, sem á miðvikudaginn höfðu farið veginn milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, að þeir hefðu séð Andrés á veginum, en þó ekki haft tal af honum. Hafði hann að þeirra sögn snúið upp í hrauniö nokuru eftir aö þeir höfðu mætt hon- um og horfið þeim sjónum. Eftir þessari tilvísan var leit hafin á laugar- daginn um þessar slóðir, og leituðu undir 100 manns bæöi úr Reykja- vík og Hafnarfirði, í hrauninu fyrir ofan Hafnarfjarðarveginn. En leit- inni fyrir neðan veginn varð ekki lokið þá um kvöldið, og var því haldiö áfram í gær, og fóru þá á 2. hundraö manns í leitina. Fanst hann þá skömrnu eftir hádegi í hraunbrúninni sunnan við Arnarnesvík- ina. Sat hann þar upp viö stein og var örendur. Hefir hann farið villur vegar um hraunið og sest þarna til að hvíla sig, en sofnað, og síðan ekki vaknað aftur. Bjart og gott veður var um daginn, en frost nokkurt um kvöldið og nóttina. Þessi hörmulegi atburður mun falla öllum þeim nærri, sem þektu Andrés. Hann var enn þa ungur maður, rúmlega þrítugur, og að mörgu Ieyti mikill hæfileikamaður. f skóla vöktu gáfur hans þegar mikla eftirtekt, og þó að þær af ýtíisum orsökum hefðu ekki enn þá notið sín til fuls, þá voru hæfileikarnir svo miklir og efnið svo gott í mann- inum, að enn þá gátu menn gert sér hinar beztu vonir um framtíð hans. Hann var allra manna næmastur og gat aflað sér þekkingar á óvenjulega skömmum tíma. Mest hneigðist hugur hans til íslenzkra bókmenta, bæði fornra og nýrra, og var hann í þeim efnum miklu fróð- ari mörgum þeim, sem meira hafa látið á sér bera. Sérstaklega var fróðleikur hans um íslenzkar lausavísur annálsveröur, og mun hann tæpast hafa heyrt svo íslenzka stöku, væri hún vel kveðin, að hann næmi hana eigi. Enda var hann sjálfur ágætlega hagorður, og kunni betur tökin á ferskeytlunni, en mörg meiri skáldin, — skorti hvorki fyndni né orð- fimi til þess. Um ferskeytluna þótti honum vænst allra bragarhátta, og svo kvað hann um hana: Ferskeytlan er Frónbúans fyrsta barnaglingur. En svo er hún oft í höndum hans hvöss sem byssustingur. Margar fleiri ágætar vísur eru til eftir hann, og væri vert að þeim væri haldið saman, Gleöimaður var hann mikill í hóp kunningja sinna, ræðinn og fjörúgur, og kunni með mörgu að skemta. Á síðari árum fékst hann nokkuö við leiklist og fórst honum það prýðilega úr hendi. Andrés var hvers manns hugljúfi, Hann var geðprúður maður og rólyndur, svo að þess voru fá dæmi, að hann skifti skapi sínu. Þó að hann ætti oft við þröngan kost að búa, var hann hjálpfús, et hann gat eitthvað látið af höndum rakna, og manna skilvísastur og orðheldnastur. Andrés var fæddur Löngumýri í Skagafirði, 13. desember 1883. Foreldrar hans eru Björn, sem síðar bjó á Reykjahóli í Seyluhreppi, Bjarnason, Jónssonar á Löngumýri og Margrét Andrésdóttir, bónda á Stokkhólma Björnssonar. — Hann gekk í 2. bekk lærða skólans árið 1900 og útskrifaðist úr skólanum árið 1905, með fyrstu einkunn (103 stigum), og var efstur í bekknum. Síðan fór hann utan til að stunda nám við háskólann í Kaupmannahöfn, tók þar próf í heimspeki meö ágætis einkunn vorið eftir og lagði stund á norræn fræði. Hann kom heim aftur til íslands alkominn vorið 1910, tók þá við ritstjórn Ingólfs og hafði hana á hendi til haustsins. Þá tók hann að stunda nám á lagaskólanum og síðar á Háskólanum hér, en lauk ekki prófi. — Síðari árin lagði hann aðallega fyrir sig ritstörf, — var lengi mikið viö ritstjórn Vísis riðinn og ritstjóri hans um tíma árið 1915.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.