Vísir - 21.03.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 21.03.1916, Blaðsíða 2
VÍSIR VISiR Áfgreíðsla blaðsins á Hóte) Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- wm degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn tii viðtals frá kl. 3-4. Sími 400.— P. O. Box 367. Morgunkjólar. Svuntur. Kvenn & Telpukápur. Barnakjólar. Álnavara. Cheviot.Silki. Slifsi o.fl Saumastofan á Laugavegi 24 Höfn í Þorlákshöfn. —:o:— Lengi hefir verið um það rætt aö byggja bæri höfn í Þorlákshöfn syðra Hafa Sunnlendingar lengi fundið mikið til þess að þeir væru kjarni landsins og þótt ílt að þurfa að eiga alla verzlun sína við Reykja- vík. — En á síðari árum hafa marg- ir hallast að því að járnbraut yrði Iögð frá Reykjavík að Þjörsá til að bæta úr samgönguerfiðleikunum. Auðvitað hefir engum komiö ann- aö til hugar, en að landssjóður yrði að beitast fyrir framkvæmdum í þess- um efnum, fyr en nú að Gestur Einarsson frá Hæli í alllangri grein í Suðurlandi skorar á bændurausí- an fjalls að taka að sér málið. Ræð- ir hann fyrst um lagningu járnbraut- ar frá Reykjavík að Þjórsá og teluL hana óráðlega, vegna þess að bú- skaparlag alt yrði aö gjörbreytast á skömmum tíma, ef sú braut ætti að geta fengið þá flutninga, sem hún þyrfti til að borga sig. »Það sem við eigum að gera fyrst af öliu. er að byggja höfn í Þor- )ákshöfn«, segir Gestur. Segir hann ennfremur að að vísu sé ekki enn fengin fullkomin rannsókn á því verki, en nú fyrir stuttu hefir Jón vejkfræðingur ísleifsson Iokið við áætlun og teikningar yfir hafnargerð í Þorlákshöfn, sem sýnir að: í fyrsta lagi má gera höfn þar og í öðru Iagi, að verkið er vel framkvæman- legt kostnaðarins vegna. Hann segir að höfnin ætti aö rúma 175mótor- báta og við bryggju ættu að geta legið samtímis 2 hafskip af líkri gerð og þau skip, sem nú sigla milli ís- fands og útlanda. Og enn fleiri skip ættu að geta hafnað sig þar og leitað skjóls ef nauðsyn krefði. Bygg- ingarkostnað hafnarinnar þannig gerörar áætlar verkfræðingurinn í hssta lagi 670 þúsundir króna. Verkafólk, kvenfólk og karlmenn ræð eg til Sigfufjarffar yfir sfíctvelfiaím&n í sumar. Sigurður Þorsteinsson, Bókhlöðustíg 6 A. Venjulega heima kl. 6—8 síðd. Umboðssala mín á Síld, Lýsi, Fiski, Hrograum og öðrum fslenskum A afurðum mæiir með sér sjálf. mtmm Áreiðanleg og fljót reikningsskil. mmm INGVALD BERG Bergen, Norge. ; Leitlð uppiýsinga hjá: Sfmnefnf: Útibúi Landsbankans á Isafirðl, Bergg, Bergen. Bergens Privatbank, Bergen. Næst því að gera höfn í Þor- iákshöín vill Geslur láta leggja járn- braut þaðan að ÖJvesárbrú. Sú ! braut ætti að kosta 937500 kr. samkv. útreikningi Jóns verkfr. Þor- lákssonar, sem er sennilega full hátt áætlað, með því að land það sem brautin yrði lögð um, er aiveg fiatt, brýr yrðu sama sem engar og yfir- bygging alls engin. Mín skoðun er, segir Gestur, að við Sunnlendingar ættum að stofna hlutafélag, sem framKvæmdi þetta verk. Stærstu hluthafarnir yrðu sýslufélögin. Má ætla, að hluttak- an yrði þannig: Árnessýsla 150 þús. kr., Rangárvallasýsla 100 þús., V.-Skaftafellssýsla 50 þús., svo t. d. Ölveshreppur 25 þús., Hraungerðis og Sandvíkurhreppur 25 þús. og önnur sveitafélög 50 þús. í viðbót við þetta ættu einstakir menn, kaupmenn, útgerðarmenn og kaup- félög að taka hluti í félaginu, sem nærau 400 þús kr., og yrði þá alt hlutaféö í byrjun 800 þús. kr. En landið ætti að lána félaginu 800 þús. Um íekjur af þessu fyrirtæki segir greinarhöf. að fjöldi útgerðarmanna hafi lýst því yfir að þeir væru fúair til að borga 500 kr. hafnargjald fyrir hvern mótorbát, sem gengið gæti frá Þorlákshöfn. Ef 175 bát- ar gætu gengið þaðan, þá yrðu tekjur af þeim 87500 kr, eða meira en 5% af öllu verði hafnarinnar og brautar upp að Ölvesárbrú. Verður ekki annað sagt, en að þetta líti glæsilega út á pappírnum hjá Gesti, og skorar hann fastlega á Sunnlendinga að taka málið upp á sína arma, en gerir heizt ráð fyrjr mótspyrnu gegn því frá Reykjavík. Spákonan. Eftir Frédéric Boutet. Niöurl. Eg lifði líka í angist og kvíða eftir þessa orustu . . . í tíu daga . . . En í morgun fékk eg bréf frá syni rnínum. Hann hafði skrifað það eftir orustuna og ! einhvernveginn komst það fyraf I stað en bréf hinna . . . í morg- un kom það. Maðurinn yðar hefir vafalaust skrifað yður líka . . . Þér fáið bréfið áreiðaniega í kveld eða í fyrramálið. . . . Særð- ur er hann áreiðaniega ekki . . Nú skal eg sýna yður hvað son- ur minn skrifar. — Hún leitaði inn undir kjóltreyjuna og dróg upp bréf. Þarna sjáið þér dagsetninguna og hvað það er sem hann skrif- ar mér: »Eg skrifa þér nú, að lokinni orustunni; við höfum barist af ölium mætti. Dulac, kapteinn, er sár en Civel, liðs- foringi, er ósærður*. — Og sjá- ið þér, hérna segir hann: »Nú fáum við hví!d«. . . . Þér sjáið því, að hvorug okkar hefir neitt að óttast í svipinn . . . Hún gat varla talað fyrir geðs- | hræringu, og hné niður á stól. Theresa hafði náð i bréfið og las nú upp aftur og aftur: »Civel liðsforingi er ósærður . . . Civel Iiðsforingi er ósærður«. Og hún las það enn upp aftur til þess að komast betur í skilning um það hvílík hamingja væri fólgin í þessum orðum. Hún var alveg búin að gieyma frú Lazzara, en loksins kom hún og tók feimn- islega í handlegg hennar. T I L MINNI8: Baðhúsið opið v. d. 8-8, Id.kv. til 11 Borgarst.skrifjt. í brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk, sunnd. 81/, siðd Landakotsspit. Sjúkravitj.tími kl. 11-1. Landsbankinn 10-3, Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssíminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnið opið Þ/,-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarrá’ðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknart'mi 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd, fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskóians Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. Landsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. Brjóstsykurinn og sœtindin hans Blöndahls, áreiðanlega ijúfengust og best. Sjálfs sín vegna heimta allir sœtindavinir af kaupmanni sínum brjóstsykur úr verksmiðjunni í Lækjargötu 6 Rvík. Menihol best gegn • hœsi og brjóstkvefi ' No. 77 (brendur), hinn þjóóarfrœgi. Sendisvein röskan og áreiðanlegan — 12—14 ára gamlan — vantar í £m%poot. Þér segið auðvitað engum frá þessu . . . sagði hún . . . Eg gat ekki látið yður bíða . . .»> Þér voruð svo óumræðilega sorg- bitin. ... En þér megið ekki segja frú Bauchamp frá því. Þér skuluð spyrja mann yðar um hermann sem heitir Lacouer. Og þér munuð fá að heyra að hann mun tala vel um hann, en þér megið ekki segja honum annað . . . sonur minn má ekki fá vitneskju um . . . Og svo eru viðskiftamenn mínir ... Eg er frægasta sjjákona Parísar, bætti hún við og bar vasaklútinn upp að augunum. Theresa svaraði ekki, hún tók að eins utan um hálsinn á feitu konunni og kysti hana ástúðlega.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.