Vísir - 22.03.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 22.03.1916, Blaðsíða 2
VÍSIR VISIR Afgreiðsla blaðsins á Hðtel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj* um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá Id. 3—4. Sími 400.— P. O. Box 367. 6d\^iast \ fcænum Morgunkjólar. Svuntur. Kvenn & Telpukápur. Barnakjólar. Álnavara. Cheviot.SiIki. Slifsi o.fl Saumastofan á Laugavegi 24 r I gildrunni. Frh. Stj'órn ríkisins var tilneydd að hefja »ófrið« gegn þeim, Fyrst af ðllu varð að veiða þá, og víðsveg- ar í ríkinu voru bygðar hinar svo kölluðu flóttamannaherbúðir. Það eru nýir bæir, bygðir úr tré. Þar eru bæði kirkjur, skóli, veitingahús og verzlun, Var flóttamönnunum lofað aö þeir skyldu fá þar bæði föt og húsnæði ókeypis og lækifæri «1 að vinna, ef þeir vildu. Já, guð komi til, auðvitað alt í mesta frjáls- ræði, bara nokkurra vikna hvíld, bara þangað til herskarar hans há- tignar væru búnir að reka fjand- mennina út úr héruðum þeim, sem þeir höfðu náð á sitt vald. Á þenna hátt tókst að ginna flesta þessa ófriðarflækinga inn í kvíarnar. En þegar inn var komið var með þá farið sem fanga. Alveg einsog herfangar fengu þeir þegar í stað númer í stað nafns. Þeir voru gufu- hreinsaðir, þó að þeir væru hreinir; snoðkliptir, þó að þeir væru sköll- óttir og þrifaðir, þó þeir hefðu aldrei nein óþrif séð. Síöan var öll fjöl- skyldan vistuð f tómum básum í stórum húsgeymi, þar sem fyrir voru nokkrir tugir fjölskylda. Og Iíkaði þeim þaö eitthvað miður — þá var ekkert um það að fást. Þeir voru komnir inn fyrir girðingarnar og á þeim var að eins eitt hlið, og það er fúslega opnað fyrir öllum sem inn vilja fara. En út kemst enginn fyr en herstjórnin leyfir það og það verður ekki fyr en óvinirnir eru reknir úr Iandi og alt er komið í röð og reglu í þeim hluta Iandsins, sem flóttamennirnir eiga heima í. 1 Austurríki hafa veriö reist 13 flóttamannahæli, og er hvert þeirra á stærð við meðalborgir í Danmörku. Utan frá minna þau á trébæi ný- byggja, sem slegið er saman á nokkr- um dögum á grassléttunum í Amer- íku. Miili bygginganna liggja þráð- beinargötur, en þær eru ekki annað en for og poliar. Hér og þar eru sölu- búöir, þar sem verzlað er með vasa- spegla, tóbak, blöð, skóreimar og bréfspjöld. Þarfir mannanna eru fáar og vanalega óþarfar. Flóttamannahælinu í Gmund mun vera bezt stjórnað. Þegar eg kom þangað voru þar 30 þús. íbúa. En frá ófriðarbyrjun höfðu dvalið þar samtals um 78 þúsundir; höfðu sumir verið fluttir til annara hæla, aðrir verið teknir í herþjónustu, en einar 13 þús. höföu fengið heim- fararleyfi og vitjað aftur rústanna, sem einu sinni voru heimili þeirra. í kirkjugarðinn voru komnar 15 þúsundir, sem höfðu orðið farsótt- um ófriöarins að bráð. Það hefir kostað 7 milj. kr. að byggja bæinn og reksturskosnaður- inn var 1 miljón á mánuði. Hver fulioröinn flóttamaður kostar ríkið þannig um eina krónu á dag. íbúarnir voru upphaflega flestir af kynþætti Litlu-rússa og Ukrainu- búa. Síðar bættust við Slovenar og Kroatar frá ítölsku Iandamærunum. Gengu þeir í þjóöbúningum sínum með rauöum, bláum og gulum legg- i ingum og kom af því einhver grímu- | Ieikabragur á bæinn. Bjarnaborgarkaupin. f blöðunum sé eg þess getið að bæjarstjórnin sé í þann veginn aö kaupa Bjarnaborg handa þurfamönn- um bæjarins fyrir 38000 kr. og er þessi fyrirhyggja hennar mjög róm- uð. En mér lízt ait annan veg. Mér sýnist þetta hið mesta van- hyggjuráð. Hvorki þó vegna þess, að húsiö sé of dýrt né of kalt, eða ílt til íbúðar á annan hátt. Um þá hluti hefi eg ekki hugsað, en þó gætu þeir komið til álita. Heldur vegna þess að húsið er voðalegast allra húsa í að búa og verst úr að bjarga, eða bjargast, ef eldsvoða ber að höndum. Það er hátt mjög og margar íbúðir á efsta lofti, en stigar víöast brattir og þröngt um þá. Nú býst eg við, ef þarna væru hafðir þurfamenn, þá yrði þar margt barna, kvenna og gamalmenna. Skil eg ekki hvernig bæjarstjórnin ætlast til að það fólk, og jafnvel hvaða fólk sem er, fái bjargast, ef snöggur bruniverður,efeidurkemurupp íöðr- um enda þess — eða hvar sem er raunar — í ofsaroki, og vindur stendur á eldinn eftir húsinu endi- löngu. Eg fyrir mitt leyti álít ó- hugsandi annað en að fjöldi fólks færist þarna, ef svo vildi til. Veit eg að bæjarstjórnin viil ekki stuðla að slíku, en býst við að hún hafi ekki hugsað þetta. — Nú bendi eg henni á það, og vil ráða henni til að hætta við kaup á Bjarnaborg í þessu skyni, ef þau eru ekki gerð. Veröi kaupin ógerð þegar Hnur þessar koma út, og kaupi bæjar- stjórnin samt, þá vona eg, ef ilia fer, að hún minnist þess, að hún hafi verið vðruð við að þarna væri háski fyrir höndum, en þá skil eg ekki hvað hún hugsar. 20. marz 1916. Árni Árnason (frá Höfðahólum). Kvlin í fil Kvennalundin kærleiksrík hvíslar bak við tjöldin: Hér er gott að vera í Vík vinur minn á kvöldin. Hér hefir Bakkus ráðin rík rétt á bak við tjöldin. Því er gott að vera í Vík vinur minn á kvöldin, Persónuleg pólitík prýðir bæjarvöldin, en hún er bezt að vinna í Vík vinur minn á kvöldin. Þó þú klæðist falskri flík fyrirgefur öldin, ef þú leikur vel í Vík vinur minn á kvöldin. Hjálmar þorsteinsson. Bretar i Mesopotamíu. Lake hershöfðingi Breta í Meso- potamíu símaði til Englands snemma A í þessum mánuði aö hersveitir Ayl- mer hershöfðingja væru komnar til Es-sims, sem er 7 mílur enskarfrá Kut-el-Amara. Réöst hann þar á stöðvar Tyrkja, en gat ekki hrakið þá f burtu þaðan. Mexiko og Bandaríkin Snemma í þessum mánuði gerðu ræníngjar í Mexíkó innrás í Banda- ríkin. Náðu þeir meðal annars T I L MINNIS: Baðhúsiö opið v. d. 8-8, Id.kv. til 11 Borgarstskrifát. í brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk. Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K, F. U. M. Alm. samk. sunnd. 81/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjóm til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssíminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið P/,-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vífilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd, fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud, og föstud. kl, 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar i Lækjargötu 2 á mið- vikud. ld. 2r-3. Landsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. borginni Coumbu á sitt vald og tóku að ræna og brenna. Herlið Bandaríkjamanna var þar skamt frá og rak þá burtu úr borginni og suður fyrir landamærin. Ræningjar þessir eru sagðir vera úr fiokki Villa uppreisnarforingja. Ibúarnir í Texas viija Iáta senda her suður fyrir Iandamærin til þess að ráða Villa af dögum og friða landið. Er mælt að Bandaríkjastjórnin muni gera það hvórt sem hún fær leyfi Carranza forseta til þess eða ekki. Aukakosning á Englandi. Það hefir verið siöur á Englandi síðan sarasteypuráðaneytið var mynd- að í fyrra vor, að láta ekki nema einn mann vera í kjöri af hálfu gömlu stjórnmálaflokkanna við auka- kosningar, Fyrir nokkru bauð enskur flug- maður, Pemberton BiIIing, sig fram við aukakosningu og kvað það stefnu sína að láta gera öflugri ráðstafanir gegn loftárásum Þjóðverja en stjórn- in hefði gert. Féll hann við þá kosningu. En 11. þ. m. fór fram kosning í öðru kjördæmi og þar var Pemberton Billing kosinn með meira en 1000 atkv. meiri hluta. Þykir þessi kosning benda til þess að alþýða manna á Englandi sé ó- ánægð með aðgerðir stjórnarinnar í loftvarnamálinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.