Vísir - 24.03.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 24.03.1916, Blaðsíða 2
v H i R VISIR Afgreiðsla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi. Inngangur frá Valiarstræti. Skrífstofa á sania stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viötals frá W. 3-4. Sími 400.— P. O. Box 367. Morgunkjólar. Svuntur. Kvenn & Telpukápur. Barnakjólar. Álnavara. Cheviot.Silki. Slifsi o.fl Saumastofan á Laugavegi 24 í gildrunni. Frh. Bænum er skift í 18 þorp, en í hverju þprpi eru 8 stór hús. í hverju húsi er einn stór salur og í honum búa 250 manns, hver fjöl- skyldan hjá annari. Meö veggjun- um eru rúmin í tveim röðum, eins og í skipaklefum, önnur á gólfi en hin ofar. Lýðkjörinn borgarsljóri er í hverju húsi. En við kosningu hans er oft tekið mest tillit til kraftanna, og kann borgarstjórinn þvf sjaldnast að skrifa nafnið sitt. Hann sker úr öllum deilum og kvittar daglega fyrir 250 miðdags- matarskömtum f eldhúsinu, sem er sameiginlegt fyrir alla, og setur þá hring eða kross í bókina í stað nafns sins. í rúmunum er hrúgað saman: rúmfötum, búsgögnum, kaffikvörn- um, þvottaáhöldum og ýmsu skrani, sem menn grfpa með sér af handa- hófi í flaustrinu, þegar þeir flýja í ofsahræðslu. Og í rúmunum búa þessar 250 sálir, sofa, borða, þvo sér, klæða sig, lesa og sauma, skammast og sættast, elska og hata, alveg eins og heima hjá sér. Þar þekkjast engin leyndarmál og engin blygðun. Þeir vinna sem vilja. Vinnu- stofur eru þar fyrir skraddara, skó- ara, smiði og málara. Reglan er: enginn fær peninga nema hann vinni. Kaupið er fáeinir aurar á dag. Fióttamennirnir geta að mestu leyti int af hendi þá vinnu sem þarf. En sorglegt er það, að mest virtist annríkið vera við að smíða líkkístur, þar hrúguðust upp heilir hlaðar af óhefluöum hvítum kistum. Grundvallarreglur jafnaðarmanna eru hér ráðandi. Einstaklings-eðlið nýtur sín hér ekki, einstaklingarnir lifa allir sama lífinu. Afburðamað- urinn hefir sitt númer eins og hin- ir. Það er eins og lífið sé rekið jneð vélum. Vélarnar baka 8000 ^±'í^t^^Ató^±3J(dltafeate^^3fea(fe^5lea Duglegur drengur óskast A. v. á. r^WV^¥W¥W¥¥^¥¥¥¥¥¥¥¥' vanta til aö bera Vísi út um bæinn. tvípund af brauði á dag, aörar vélar matbúa jarðepli í smálestatali, 150 kúa fjós lætur konum og börnum mjóik í té. Móðurmjólkin er ekki tekin til greina. Félagsvélin hefir ungbörnin á brjósti. Að meðaltali fæðast tvö bðrn á dag. En það hrekkur ekki langt, því að oft og einatt veröa 200 mannslíf farsóttunum að bráð á einum degi. — Og hvernig eru börnin undir lífið búin þegar þau fæðast. Blóðlausir aumingjar gegn- smognir af sóttkveikjum, sem venju- lega eru fluttir beina leið á barna- spítalann, eina staðinn í þessum eymdarheimkynnum, þar sem eru bjartar, loftgóðar stofur og hrein rúmföt. í röð við röð, eins og grafirnar í kirkjugarðinum, Iiggja börnin í rimlarúmunum óg fálma með hold- lausum höndum eftir pelanum — Hinn frægi kvenlæknir frá Vín, greifafrú, dr. Marschall, hefir nú á hendi forstöðu fyrir barnaspítalanum. Hún er nýkomin frá vfgvellinum. Hún bendir út yfir rúmin í stóru hvítu sölunum, sem að öllu fyrir- komulagi til eru hreinasta fyrirmynd, heilsufræðilega skoðað; en hún and- varpar um leið og segir: Eg vildi þilsund sinnum heldur stunda þá særðu í sjúkraskýlunum við víg- völlinn. Eimskipafélag Islands og Vestur-lslendingar. Kjörfundur Eimskipafélagsins var haldinn í Winnipeg þann 16. febr. og var all-vel sóttur af hluthöfum í bænum, þó fáir væru þar utan ur sveitíim. Um þús- und atkvæði höfðu verið send inn á fundinn frá utanbæjarhlut- höfum og yfir tvö þúsund at- kvæði greiddu hluthafar í Winni- peg; Pegar búið var að telja at- kvæðin var því lýst yfir að yfir 20 menn hefðu hlotið atkvœði og að þessir fimm væru hæstir á listanum: Árni Eggertsson 3172 atkv. B. L Baldwinsson 2764 ' — John J. Bíldfell 2642 — Ásm! P. Johannsson 1242 — John J. Vopni 1227 — B. L. Baldwinsson lýsti yfir því að sér væri ekki mögulegt a0 þiggja kosningu, þar sem hann vœri anuara þjónn og að ýmsu leyti svó settur að hann teldi sig óhæfan til að inna sæmilega af hendi stjórnarstörf í félaginu. Taldi og betur við eiga að þeir menn sem mest fjármagn ættu í félaginu og hefðu persónuleg kynni af forgöngumönnum þess á íslandi, og sem með ferðum sfnum þangað á síðari árum hefðu aflað sér vinsælda, trausts og virðingar manna þeirra heima, tækju að sér stjórnarstörfin fyrír hönd Vestur-íslendinga. Taldi hann þá Áma Eggertsson og J. J. Bíldfell þar efsta á blaði. Einnig væru þeir Ásm. P. Johannsson °g J- J- Vopni vel valdir, þar sem báðir væru gæddir ágætis hæfi- leikum og hefðu glögga fjárhags- lega útsjón og þekkingu, og mundi því hvor um sig skipa með sóma sæti í stjórn félags- ins. —¦ Árni Eggertsson, fundarstjóri, gat þess að sér mundi ekki hægt að ferðast til íslands svo tíman- lega, að hann gæti setið á árs- fundi félagsins í Reykjavík í júní n.k., nema að kona sín, sem nú væri mjög veik, fengi svo bráð- an bata að hann gæti tekið hana með sér til fslands, því að ekki væri til þess hugsandi að hann TIL MINNIS: Baöhiísið opið v. d. 8-8, ld.kv. til U Borgarstskrifit. í brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaidk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk, sunnd. 8'/9 siðd Landakotsspit. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssiminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið l1/,^1/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd, fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. Landsféhirðlr kl. 10—2 og 5-6. yfirgæfi hana, eins veika og hún nú er, um svo langan tíma sem þyrfti til íslands ferðar. John J. Bíldfell taldi mjög óvíst að sér yrði mögulegt að koma því við að ferðast til íslands á komandi vori, en kvaðst hins- vegar ekkert ákveðið geta sagt um það að svo stöddu. En á vildi hann minna fundinn, að með því að enn þá væru ekki inn- heimtar nema 170 þúsund krón- ur af þeim 200 þúsund krónum sem ákveðið hefði verið að safna hér vestra, þá væri nauðsynlegt að hafa útvegi til þess, bæði með því að innheimta það sem útistandandi væri af andvirði seldra hluta, að svo miklu leyti sem væri hægt, og einnig með því að selja enn fleiri óborgaða hluti í félaginu, svo fljótt að hver sem til fslands færi gæti auglýst það á ársfundi félagsins í Bvfk f júní næstkomandi, að 200 þús. kr. upphæðin væri fengi. Hann kvað virðingu Vestur-íslendinga misboðið, ef þetta tækist ekki og óttaðist að hver sá eða hverj- ir þeir sem kynnu að fara, gætu ekki beitt þeim öflugu áhrifum á mál félagsins, sem þeir annars mundu eiga hægt með, ef upp- hæðin fengist að fullu fyrir þann tíma. Eftir nokkrar umræður fól fundurinn með einhuga atkvœð- um, hlutasölunefndum að annast um að hœfilegur málsvari Vest- ur-íslendinga færi á ársfundinn í Rvík. Sömuleiðis var skorað á nefndina að beita ýtrustu tilraun- um til þess að innheimta úti- standandi andvirði seldra félags- hluta sem allra fyrst. Að síðusta lét fundurinn í ljós

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.